Upp­gjörið: Kefla­vík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fal­legt ef það virkar

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Ármann-Keflavík Ármann- Keflavík körfubolti Bónus deildin,
Ármann-Keflavík Ármann- Keflavík körfubolti Bónus deildin,

Keflavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í kvöld þegar fimmta umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Liðin mættust í Blue höllinni í miklum baráttuleik þar sem ekkert var gefið eftir. Keflavík hafði að lokum torsóttan sigur 86-82. Gestirnir frá Þorlákshöfn eru því enn í leit af fyrsta sigrinum.

Keflavík byrjaði leikinn af krafti og virtist vera með góð tök á leiknum strax frá upphafi. Gestirnir frá Þorlákshöfn voru skrefinu á eftir fyrstu mínúturnar en náðu fljótt góðum stoppum og fóru að setja góð skot á meðan skotin hjá Keflvíkingum voru ekki að detta. Þórsarar leiddu með átta stigum eftir fyrsta leikhluta 18-16.

Hilmar Pétursson opnaði annan leikhlutann á löngum þrist en Rafail Lanaras svaraði í sömu mynt strax í næstu sókn fyrir Þór. Keflavík klikkaði á ótrúlegustu skotum á meðan Þórsarar refsuðu.

Heimamenn gáfust þó ekki upp og unnu hörðum höndum að því að vinna sig aftur inn í leikinn og náðu aftur forystu þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta. Þá forystu lét Keflavík ekki af hendi fyrir hlé og leiddi leikinn með þrem stigum í hálfleik 46-43.

Seinni hálfleikurinn fór hægt af stað og stigin létu aðeins á sér standa í upphafi. Rafail Lanaras setti gott sniðskot en svo liðu tæpar þrjár mínútur þar til við fengum næstu stig á töfluna. Skotnýting Keflavíkur var ekki góð og nýtti Þór Þ. sér það vel og snéru leiknum sér í hag og leiddu með fimm stigum fyrir fjórða leikhluta 59-64.

Skotnýting Keflavíkur battnaði í fjórða leikhluta og setti Darryl Morsell stór skot fyrir heimamenn. Þór Þorlákshöfn voru sjálfum sér verstir og klaufar að tapa boltanum. Keflavík gekk á lagið og náði að lokum í torsóttan sigur 86-82.

Atvik leiksins

Keflavík tók einhver fjögur sóknarfráköst í sömu sókn alveg í lokin sem fór með leikinn. Átu vel af klukkunni og komust svo á vítalínuna þar sem þeir klára á endum leikinn.

Stjörnur og skúrkar

Darryl Morsell var með tvöfalda tvennu fyrir Keflavík, skoraði 26 stig og tók 10 fráköst.

Rafail Lanaras var sömuleiðis með tvöfalda tvennu hjá Þór og skoraði 19 stig og tók 10 fráköst.

Dómararnir

Jóhannes Páll Friðriksson, Gunnlaugur Briem og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu þennan leik.

Línan var ekki alltaf skýr hjá teyminu í dag og nokkur skipti sem hefði mátt flauta fannst mér þegar það var ekki gert. Ekki frábært en ekkert hræðilegt heldur.

Stemingin og umgjörð

Færðin stríddi okkur í kvöld vill ég meina. Fólk var að týnast inn með seinni skipum og við höfum þá oft séð fleiri í stúkunni hér í Blue höllinni. Það hallaði þó ekki á umgjörðina hjá Keflavík sem var til fyrirmyndar að vanda.

Viðtöl

Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Keflavíkur.Anton Brink/Vísir

„Var einhæfur og leiðinlegur sóknarleikur á köflum“

„Það er skemmtilegra þegar þetta er fallegt en það er mikilvægast að ná í tvö stig“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir torsóttan sigur í kvöld.

„Þetta var mjög krefjandi leikur og þeir gerðu mjög vel á móti okkur. Það vantar kannski svona stóra rúllara hjá okkur sem eru að taka pláss inni í teig og það var mjög lítið um það í leiknum okkar og þá festumst við svolítið fyrir utan og þetta var einhæfur og leiðinlegur sóknarleikur á köflum“

„Annar og fjórði leikhluti var frábær hjá okkur og það skilaði þessu“ 

Það er styrkleikamerki að vinna leiki þegar liðið spilar ekkert alltof vel. 

„Algjörlega, margir menn sem var pínu slökkt á í dag en með þennan hóp þá geta aðrir og eiga aðrir að stíga upp. Það gekk hérna í kvöld og varnarleikurinn var fínn í öðrum og fjórða leikhluta“

„Inn á milli í fyrsta og þriðja voru pínu hauskúpu frammistaða fannst mér og við getum gert miklu betur og við skuldum sjálfum okkur það og halda út í 40 mínútur í næsta leik“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leik. 

Lárus Jónsson.Jón Gautur Hannesson

„Mér finnst að það styttist í fyrsta sigurinn hjá okkur.“

„Auðvitað hefðum við vilja vinna hérna“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. eftir tapið í kvöld.

„Við erum búnir að spila hérna í bikarnum og fengum góðan leik en fengum ekkert út úr því. Við spiluðum tvíframlengdan leik á móti Val og fengum ekki út úr því. Við spilum góðan leik hérna aftur“

„Við erum að fá góðar frammistöður þannig mér finnst að það styttist í fyrsta sigurinn hjá okkur. Við þurfum bara að halda áfram að reyna bæta okkur og mér finnst liðið bara búið að vera á góðri leið með það“

Þór Þ. spilaði þokkalega í kvöld en tapaðir boltar og tæknifeilar urðu þeim að falli.

„Ég man ekki hvað, ég held við höfum tapað svolítið mörgum boltum bara í fjórða leikhluta, einhverjum fimm boltum. Keflavík fengu ódýr stig úr því en það voru aðalega sókarfráköstin í lokin. Þeir voru með níu sóknarfráköst í fjórða leikhluta, ég held reyndar fjögur í sömu sókninni en þetta taldi, þessir litlu hlutir“

Þrátt fyrir slæma byrjun sér Lárus ekki fyrir sér að fara í neinar breytingar á hópnum.

„Við höfum alveg hugsað það en svo ákváðum við bara frekar að gera aðeins betur með þann mannskap sem við erum með og mér finnst mannskapurinn vera að bregðast vel við því“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira