Enski boltinn

Pedro af­greiddi Tottenham

Siggeir Ævarsson skrifar
Joao Pedro kom Chelsea í 1-0 rétt áður en flautað var til hálfleiks.
Joao Pedro kom Chelsea í 1-0 rétt áður en flautað var til hálfleiks. Getty/Justin Setterfield

Chelsea lagði granna sína í Tottenham í með einu marki gegn engu en yfirburðir Chelsea í leiknum voru algjörir þrátt fyrir að mörkin hafa látið á sér standa.

Aðeins munaði þremur stigum á liðunum í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn og því um svokallaðan sex stiga leik að ræða. Það var þó ekki að sjá á leik Tottenham að þarna væru að mætast tvö lið á svipuðum slóðum í töflunni en Tottenham sá aldrei til sólar í dag.

Liðið sá hreinlega varla á markið en Tottenham átti alls þrjár marktilraunir í leiknum og aðeins eina á rammann.

Chelsea aftur á móti óð í færum en Joao Pedro var sá eini sem náði að gera sér mat úr því að þessu sinni þegar hann skoraði eftir frábæran undirbúning Moisés Caicedo.

Öruggur sigur Chelsea staðreynd þó svo að úrslitin gefa ef til vill annað til kynna og liðin nú jöfn að stigum í 3. og 4. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×