Erlent

Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Giuliani hlaut mikið lof fyrir framgöngu sína í kjölfar árásanna 11. september 2001 en það seig á ógæfuhliðina eftir að hann batt trúss sitt við Donald Trump.
Giuliani hlaut mikið lof fyrir framgöngu sína í kjölfar árásanna 11. september 2001 en það seig á ógæfuhliðina eftir að hann batt trúss sitt við Donald Trump. Getty/Michael M. Santiago

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020.

Náðunin nær meðal annars til Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og lögmanns Trump, Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Sidney Powell, fyrrverandi saksóknari.

Meðal þeirra sem forsetinn náðaði voru allir þeir sem voru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að breyta niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíu, nema forsetinn sjálfur. Samkvæmt Ed Martin, sem hefur yfirumsjón með náðunum, náðaði forsetinn ekki sjálfan sig.

Fjórir af þeim sem Trump náðaði játuðu sök, að minnsta kosti að hluta til.

ABC og Fox News hafa greint frá tilkynningu Martin á samskiptamiðlinum X en Trump virðsti ekki hafa tjáð sig um málið enn sem komið er. 

New York Times greindi frá því fyrir helgi að Trump hefði náðað Mets og Yankees leikmanninn Darryl Strawberry, sem var meðal annars sakfelldur fyrir skattsvik árið 1995.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×