Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar 18. nóvember 2025 09:01 Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur á undanförnum árum markvisst aukið og eflt þjónustu við íbúa í sveitarfélaginu og á Suðurlandi. Stofnunin hefur með mikilli fagmennsku byggt upp mikilvæga þjónustu svo sem krabbameinsmeðferðir, geðheilbrigðisþjónustu, bráðalyflækningadeild og heimaspítala. Þá hefur stofnunin í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg unnið að verkefninu Gott að eldast sem miðar að því að veita faglega og samfellda velferðar- og heilbrigðisþjónustu í Árborg. Það sem hér er upptalið eru aðeins brot af þeim mikilvægu verkefnum sem HSU stendur fyrir með það að markmiði að veita heilbrigðisþjónustu fyrir íbúa og gesti svæðisins. Álagið hefur aukist samhliða fjölgun íbúa á starfssvæði stofnunarinnar Frá árinu 2008 hefur íbúum í Árnessýslu fjölgað úr 15.167 í 22.520 árið 2025, sem jafngildir um 48% fjölgun samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tímabili hafa komur erlendra ferðamanna til landsins fimmfaldast og stór hluti þeirra heimsækir starfssvæði HSU. Auk íbúafjölgunar og ferðamanna eru á svæðinu um átta þúsund sumarhús og fjöldi gisti- og tjaldsvæða. Það er því ljóst að þegar slys, sjúkdómar eða önnur bráð veikindi koma upp leitar fjölmennur hópur fólks til HSU eftir þjónustu. Þegar rýnt er í gögn úr ársskýrslu HSU kemur fram að árið 2019 voru 14.765 komur á bráðamóttöku HSU á Selfossi en árið 2023 hafði þeim fjölgað í 20.073. Þetta er aukning um 5.308 komur eða 36% á fjórum árum sem samsvarar um fjórtán fleiri komum á dag að meðaltali. Til samanburðar voru 17.147 komur á bráðamóttökuna á Akureyri árið 2023, sem undirstrikar umfang og mikilvægi þjónustunnar á Selfossi. Þá hafa legudagar á lyflækningadeild HSU á Selfossi einnig aukist töluvert eða úr 5.555 árið 2019 í 7.316 árið 2023. Þá hefur meðallegutími nær tvöfaldast á sama tímabili eða úr 7,5 dögum í 15,3 daga. Þessi mikla fjölgun á svæðinu ásamt auknum fjölda þeirra sem leita heilbrigðisþjónustu hjá HSU kallar bæði á fjölgun starfsfólks en ekki síður á aukið húsnæði. Aðkallandi og alvarleg þörf á stærra og endurbættu húsnæði Síðast var byggt við sjúkrahúsið á Selfossi árið 2008 að undanskildu hjúkrunarheimilinu Móbergi, sem byggt var eftir lokun á tveimur öðrum hjúkrunarheimilum á svæðinu. Eitt sinn stóð til að byggja aðra hæð ofan á elsta hluta sjúkrahússins á Selfossi. Vinna við það verkefni var langt komin þegar í ljós kom að framkvæmdin reyndist ekki tæknilega möguleg. Síðan þá hefur lítil sem engin framþróun átt sér stað af hálfu Framkvæmdasýslu ríkisins. Aðkallandi þörf er á að ráðast í viðbyggingu við sjúkrahúsið á Selfossi og leysa þann mikla húsnæðisvanda sem HSU stendur frammi fyrir.Nægt landsvæði er til staðar við sjúkrahúsið og mun sveitarfélagið Árborg standa með stofnuninni í að skipuleggja það land sem þarf til. Með uppbyggingu á húsnæði HSU er lagður grunnur að því að stofnunin geti haldið áfram að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og sinnt sínu mikilvæga hlutverki. Ákall sveitarfélaga á Suðurlandi Á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga bókuðu sveitarfélögin sameiginlega ályktun þar sem þau kalla eftir tafarlausum aðgerðum: „Uppbygging húsnæðis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Ársþing SASS, haldið á Kirkjubæjarklaustri 23. - 24. október, skorar á ríkisvaldið að setja uppbyggingu, endurbætur og viðhald Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi í forgang.“ Þessi samhljóða afstaða sveitarfélaganna undirstrikar alvarleika málsins og sýnir að vandinn er ekki einangraður við stofnunina sjálfa heldur snertir alla íbúa á Suðurlandi. Áskorun til stjórnvalda Íbúaþróun og fjölgun ferðamanna á undanförnum árum hefur aukið verulega álag á starfsfólk og starfsaðstöðu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þrátt fyrir þetta mikla álag og skort á viðeigandi aðstöðu hefur starfsfólk HSU sýnt einstaka þrautseigju og staðið vörð um starfsemi stofnunarinnar svo eftir því er tekið. Slík staðfesta er þó ekki sjálfbær til lengdar. Án aukinna fjárveitinga til nauðsynlegra lagfæringa og stækkunar húsnæðis verður sífellt erfiðara að mæta vaxandi eftirspurn eftir þjónustu. Núverandi ástand er ekki viðunandi til framtíðar og kallar á tafarlaus og markviss viðbrögð stjórnvalda. Nú er tími kominn til að stjórnvöld taki af skarið! Mannauðurinn er til staðar — það sem vantar er aukið húsnæði og betri starfsaðstæður. Höfundur er formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Heilbrigðisstofnun Suðurlands Árborg Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur á undanförnum árum markvisst aukið og eflt þjónustu við íbúa í sveitarfélaginu og á Suðurlandi. Stofnunin hefur með mikilli fagmennsku byggt upp mikilvæga þjónustu svo sem krabbameinsmeðferðir, geðheilbrigðisþjónustu, bráðalyflækningadeild og heimaspítala. Þá hefur stofnunin í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg unnið að verkefninu Gott að eldast sem miðar að því að veita faglega og samfellda velferðar- og heilbrigðisþjónustu í Árborg. Það sem hér er upptalið eru aðeins brot af þeim mikilvægu verkefnum sem HSU stendur fyrir með það að markmiði að veita heilbrigðisþjónustu fyrir íbúa og gesti svæðisins. Álagið hefur aukist samhliða fjölgun íbúa á starfssvæði stofnunarinnar Frá árinu 2008 hefur íbúum í Árnessýslu fjölgað úr 15.167 í 22.520 árið 2025, sem jafngildir um 48% fjölgun samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tímabili hafa komur erlendra ferðamanna til landsins fimmfaldast og stór hluti þeirra heimsækir starfssvæði HSU. Auk íbúafjölgunar og ferðamanna eru á svæðinu um átta þúsund sumarhús og fjöldi gisti- og tjaldsvæða. Það er því ljóst að þegar slys, sjúkdómar eða önnur bráð veikindi koma upp leitar fjölmennur hópur fólks til HSU eftir þjónustu. Þegar rýnt er í gögn úr ársskýrslu HSU kemur fram að árið 2019 voru 14.765 komur á bráðamóttöku HSU á Selfossi en árið 2023 hafði þeim fjölgað í 20.073. Þetta er aukning um 5.308 komur eða 36% á fjórum árum sem samsvarar um fjórtán fleiri komum á dag að meðaltali. Til samanburðar voru 17.147 komur á bráðamóttökuna á Akureyri árið 2023, sem undirstrikar umfang og mikilvægi þjónustunnar á Selfossi. Þá hafa legudagar á lyflækningadeild HSU á Selfossi einnig aukist töluvert eða úr 5.555 árið 2019 í 7.316 árið 2023. Þá hefur meðallegutími nær tvöfaldast á sama tímabili eða úr 7,5 dögum í 15,3 daga. Þessi mikla fjölgun á svæðinu ásamt auknum fjölda þeirra sem leita heilbrigðisþjónustu hjá HSU kallar bæði á fjölgun starfsfólks en ekki síður á aukið húsnæði. Aðkallandi og alvarleg þörf á stærra og endurbættu húsnæði Síðast var byggt við sjúkrahúsið á Selfossi árið 2008 að undanskildu hjúkrunarheimilinu Móbergi, sem byggt var eftir lokun á tveimur öðrum hjúkrunarheimilum á svæðinu. Eitt sinn stóð til að byggja aðra hæð ofan á elsta hluta sjúkrahússins á Selfossi. Vinna við það verkefni var langt komin þegar í ljós kom að framkvæmdin reyndist ekki tæknilega möguleg. Síðan þá hefur lítil sem engin framþróun átt sér stað af hálfu Framkvæmdasýslu ríkisins. Aðkallandi þörf er á að ráðast í viðbyggingu við sjúkrahúsið á Selfossi og leysa þann mikla húsnæðisvanda sem HSU stendur frammi fyrir.Nægt landsvæði er til staðar við sjúkrahúsið og mun sveitarfélagið Árborg standa með stofnuninni í að skipuleggja það land sem þarf til. Með uppbyggingu á húsnæði HSU er lagður grunnur að því að stofnunin geti haldið áfram að mæta vaxandi þörfum samfélagsins og sinnt sínu mikilvæga hlutverki. Ákall sveitarfélaga á Suðurlandi Á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga bókuðu sveitarfélögin sameiginlega ályktun þar sem þau kalla eftir tafarlausum aðgerðum: „Uppbygging húsnæðis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Ársþing SASS, haldið á Kirkjubæjarklaustri 23. - 24. október, skorar á ríkisvaldið að setja uppbyggingu, endurbætur og viðhald Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi í forgang.“ Þessi samhljóða afstaða sveitarfélaganna undirstrikar alvarleika málsins og sýnir að vandinn er ekki einangraður við stofnunina sjálfa heldur snertir alla íbúa á Suðurlandi. Áskorun til stjórnvalda Íbúaþróun og fjölgun ferðamanna á undanförnum árum hefur aukið verulega álag á starfsfólk og starfsaðstöðu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þrátt fyrir þetta mikla álag og skort á viðeigandi aðstöðu hefur starfsfólk HSU sýnt einstaka þrautseigju og staðið vörð um starfsemi stofnunarinnar svo eftir því er tekið. Slík staðfesta er þó ekki sjálfbær til lengdar. Án aukinna fjárveitinga til nauðsynlegra lagfæringa og stækkunar húsnæðis verður sífellt erfiðara að mæta vaxandi eftirspurn eftir þjónustu. Núverandi ástand er ekki viðunandi til framtíðar og kallar á tafarlaus og markviss viðbrögð stjórnvalda. Nú er tími kominn til að stjórnvöld taki af skarið! Mannauðurinn er til staðar — það sem vantar er aukið húsnæði og betri starfsaðstæður. Höfundur er formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Árborg.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun