Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2025 13:30 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, á símafundi með leiðtogum Bretlands, Frakklands og Þýskalands í dag. Forsetaembætti Úkraínu Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. Áætlunin er í 28 liðum og þó nokkrir þeirra snúa að kröfum Rússa sem Úkraínumenn hafa áður hafnað og segjast aldrei ætla að samþykkja. Þar á meðal eru liðir um að viðurkenna landvinninga Rússa í Úkraínu, gefa eftir land sem Rússum hefur ekki tekist að hernema og takmarka stærð herafla landsins í framtíðinni. Sjá einnig: Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Síðan hann tók aftur við embætti forseta Bandaríkjanna hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dregið verulega úr stuðningi við Úkraínumenn. Hann hefur hætt fjárhags- og hernaðaraðstoð til Úkraínumanna en hefur selt bakjörlum Úkraínu í Evrópu vopn. Bandaríkjamenn veita Úkraínumönnum þó enn aðstoð hvað varðar upplýsingar og njósnir og þykir sú aðstoð gífurlega mikilvæg. Sagðir vilja undirskrift fyrir þakkargjörðarhátíð í næstu viku Í frétt Washington Post er haft eftir bandarískum embættismönnum að skilaboðum hafi verið komið áleiðis til Kænugarðs að samþykki Selenskí og ríkisstjórn hans ekki áætlunina geti flæði upplýsinga og vopna til Úkraínu verið stöðvað. Reuters hefur það sama eftir sínum heimildarmönnum í Bandaríkjunum. Einn þeirra segir að Bandaríkjamenn vilji að Seleneskí skrifi undir friðaráætlunina, sem lýst hefur verið sem „óskalista“ Pútíns, fyrir næsta fimmtudag en þá er þakkargjörðarhátíðin í Bandaríkjunum. Á fundi með Dan Drescoll, ráðherra bandaríska hersins, í gær, fór Selenskí fram á að breytingar yrðu gerðar á áætluninni. Samkvæmt WP sagði Drescoll að það væri hægt en óljóst er hvaða breytingar Úkraínumenn vilja. Selenskí hefur verið deginum í dag í að ræða við helstu bakhjarla Úkraínu í Evrópu. Hann er sagður hafa byrjað á að tala við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, og Keir Stamer, forsætisráðherra Bretlands. Sjá einnig: Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Samkvæmt fréttum fjölmiðla ytra ræddu þeir friðaráætlunina og hvaða breytingar hægt væri að gera á henni. I held a meeting with Ukraine’s Minister of Foreign Affairs Andrii Sybiha and our diplomatic team. We are working to ensure that Ukraine’s national interests are taken into account at every level of our relations with partners. Right now, there are meetings, calls, and work on… pic.twitter.com/vQl47aHVRq— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 21, 2025 Leiðtogarnir þrír ítrekuðu við Selenskí að þeir standi enn að baki Úkraínamanna og styðji viðleitni við að koma á sanngjörnum og varanlegum friði, samkvæmt yfirlýsingu sem AP fréttaveitan vitnar í. Allir sögðust þeir vilja tryggja hagsmuni Evrópu og Úkraínu til langs tíma. Það væri ekki hluti af þeim hagsmunum að Úkraínumenn hörfuðu frá yfirráðasvæði þeirra í Dónetskhéraði í austurhluta Úkraínu. Fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Evrópu að friðaráætlunin hafi komið þeim í opna skjöldu. Margir liðir hennar valdi áhyggjum og að áætlunin sjálf yrði slæm fyrir öryggi bæði Úkraínu og Evrópu í framtíðinni. Góð áætlun fyrir Rússa Einn heimildarmaður Washington Post, sem sagður er þekkja til ferlisins, sagði að líklega væri eingöngu um upphaf friðarferlis að ræða, ekki endalok. Það myndi taka marga mánuði að ljúka viðræðum og samkomulagi um frið, ef það væri yfir höfuð hægt. Þá sagði hann að Selenskí myndi aldrei skrifa undir friðaráætlunina eins og hún er nú. Honum sé það alfarið ómögulegt og klárt væri að áætlunin væri hliðholl Rússum. Sjá einnig: Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Bandarískir embættismenn hafa sagt við fjölmiðla að Rustem Umerov, sem stýrir þjóðaröryggisráði Úkraínu, hafi komið að því að semja áætlunina og samþykkt stóran hluta hennar. Hann þvertók samt fyrir það í morgun og sagðist ekki hafa komið með nokkrum hætti að þessari áætlun. Hún var víst alfarið gerð af Bandaríkjamönnum og rússneskum auðjöfri, sem hefur áður komið að viðræðum tengdum Úkraínustríðinu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Evrópusambandið NATO Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Áætlunin er í 28 liðum og þó nokkrir þeirra snúa að kröfum Rússa sem Úkraínumenn hafa áður hafnað og segjast aldrei ætla að samþykkja. Þar á meðal eru liðir um að viðurkenna landvinninga Rússa í Úkraínu, gefa eftir land sem Rússum hefur ekki tekist að hernema og takmarka stærð herafla landsins í framtíðinni. Sjá einnig: Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Síðan hann tók aftur við embætti forseta Bandaríkjanna hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dregið verulega úr stuðningi við Úkraínumenn. Hann hefur hætt fjárhags- og hernaðaraðstoð til Úkraínumanna en hefur selt bakjörlum Úkraínu í Evrópu vopn. Bandaríkjamenn veita Úkraínumönnum þó enn aðstoð hvað varðar upplýsingar og njósnir og þykir sú aðstoð gífurlega mikilvæg. Sagðir vilja undirskrift fyrir þakkargjörðarhátíð í næstu viku Í frétt Washington Post er haft eftir bandarískum embættismönnum að skilaboðum hafi verið komið áleiðis til Kænugarðs að samþykki Selenskí og ríkisstjórn hans ekki áætlunina geti flæði upplýsinga og vopna til Úkraínu verið stöðvað. Reuters hefur það sama eftir sínum heimildarmönnum í Bandaríkjunum. Einn þeirra segir að Bandaríkjamenn vilji að Seleneskí skrifi undir friðaráætlunina, sem lýst hefur verið sem „óskalista“ Pútíns, fyrir næsta fimmtudag en þá er þakkargjörðarhátíðin í Bandaríkjunum. Á fundi með Dan Drescoll, ráðherra bandaríska hersins, í gær, fór Selenskí fram á að breytingar yrðu gerðar á áætluninni. Samkvæmt WP sagði Drescoll að það væri hægt en óljóst er hvaða breytingar Úkraínumenn vilja. Selenskí hefur verið deginum í dag í að ræða við helstu bakhjarla Úkraínu í Evrópu. Hann er sagður hafa byrjað á að tala við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, og Keir Stamer, forsætisráðherra Bretlands. Sjá einnig: Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Samkvæmt fréttum fjölmiðla ytra ræddu þeir friðaráætlunina og hvaða breytingar hægt væri að gera á henni. I held a meeting with Ukraine’s Minister of Foreign Affairs Andrii Sybiha and our diplomatic team. We are working to ensure that Ukraine’s national interests are taken into account at every level of our relations with partners. Right now, there are meetings, calls, and work on… pic.twitter.com/vQl47aHVRq— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 21, 2025 Leiðtogarnir þrír ítrekuðu við Selenskí að þeir standi enn að baki Úkraínamanna og styðji viðleitni við að koma á sanngjörnum og varanlegum friði, samkvæmt yfirlýsingu sem AP fréttaveitan vitnar í. Allir sögðust þeir vilja tryggja hagsmuni Evrópu og Úkraínu til langs tíma. Það væri ekki hluti af þeim hagsmunum að Úkraínumenn hörfuðu frá yfirráðasvæði þeirra í Dónetskhéraði í austurhluta Úkraínu. Fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Evrópu að friðaráætlunin hafi komið þeim í opna skjöldu. Margir liðir hennar valdi áhyggjum og að áætlunin sjálf yrði slæm fyrir öryggi bæði Úkraínu og Evrópu í framtíðinni. Góð áætlun fyrir Rússa Einn heimildarmaður Washington Post, sem sagður er þekkja til ferlisins, sagði að líklega væri eingöngu um upphaf friðarferlis að ræða, ekki endalok. Það myndi taka marga mánuði að ljúka viðræðum og samkomulagi um frið, ef það væri yfir höfuð hægt. Þá sagði hann að Selenskí myndi aldrei skrifa undir friðaráætlunina eins og hún er nú. Honum sé það alfarið ómögulegt og klárt væri að áætlunin væri hliðholl Rússum. Sjá einnig: Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Bandarískir embættismenn hafa sagt við fjölmiðla að Rustem Umerov, sem stýrir þjóðaröryggisráði Úkraínu, hafi komið að því að semja áætlunina og samþykkt stóran hluta hennar. Hann þvertók samt fyrir það í morgun og sagðist ekki hafa komið með nokkrum hætti að þessari áætlun. Hún var víst alfarið gerð af Bandaríkjamönnum og rússneskum auðjöfri, sem hefur áður komið að viðræðum tengdum Úkraínustríðinu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Evrópusambandið NATO Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira