Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2025 13:07 Mennirnir tveir voru búnir að gefast upp og sýna að þeir voru ekki vopnaðir eða með sprengjur þegar þeir voru skotnir. AP/Palestine TV Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær. Mennirnir tveir, sem sagðir eru hafa verið meðlimir Íslamska jíhads, voru eftirlýstir í Ísrael og gerðu landamæraverðir og hermenn áhlaup í Jenín sem ætlað var að koma höndum yfir þá. Myndaband sem hefur verið í dreifingu sýnir mennina ganga út úr byggingu með hendur á lofti. Einn hermaður virðist sparka í annan mannanna og skríða þeir síðan aftur inn í húsið sem þeir komu út úr og þar skaut ísraelskur landamæravörður báða mennina til bana. Hér að neðan má sjá frétt um málið frá Al Jazeera en myndefnið getur vakið óhug. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa fordæmt aftöku mannanna. Times of Israel hefur eftir forsvarsmönnum hersins og lögreglunnar að málið sé til rannsóknar. Landamæraverðirnir sem voru þarna eru sagðir hafa haldið því fram að mennirnir tveir hafi neitað að fylgja skipunum þeirra. Haft er eftir hermönnunum í ísraelskum miðlum að óljóst hafi verið hvort mennirnir hafi verið vopnaðir eða í sprengjuvestum, þó myndbönd gefi til kynna að þeir hafi sýnt að svo væri ekki. Mennirnir eru sagðir hafa neitað að framfylgja skipunum og segja hermennirnir að þeir hafi farið sjálfir aftur inn í húsið en myndbandið gefur til kynna að hermennirnir hafi skipað mönnunum aftur inn í húsið. Þegar mennirnir fóru aftur inn í húsið hafi þeir verið skotnir. Rannsaka einnig spark í eldri mann Ísraelski herinn hefur einnig atvik til rannsóknar þar sem hermaður sparkaði eldri palestínskan mann í jörðina á Vesturbakkanum fyrr í vikunni. Myndband af þeirri árás sýndi manninn ganga fyrir framan ísraelska hermenn þegar einn hermannanna hljóp á eftir gamla manninum og sparkaði harkalega í hann. Við það Þá féll maðurinn í jörðina. Í svari við fyrirspurn Times of Israel segja talsmenn hersins að hegðun umrædds hermanns sé ekki í takti við viðmið og starfsreglur og að málið verði rannsakað. Herinn hafði lýst yfir útgöngubanni í bænum Tubas, vegna yfirstandandi aðgerða hersins þar, og segja talsmennirnir að maðurinn hefði því ekki átt að vera úti á götu. Þá hafi hann ekki svarað skipunum hermanna um að stoppa, því hafi hann verið handtekinn. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslu. جنود الاحتلال يعتدون على رجل مُسن، وينكلون به في مدينة طوباس. pic.twitter.com/zIWZYgAyai— شبكة قدس الإخبارية (@qudsn) November 26, 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Mennirnir tveir, sem sagðir eru hafa verið meðlimir Íslamska jíhads, voru eftirlýstir í Ísrael og gerðu landamæraverðir og hermenn áhlaup í Jenín sem ætlað var að koma höndum yfir þá. Myndaband sem hefur verið í dreifingu sýnir mennina ganga út úr byggingu með hendur á lofti. Einn hermaður virðist sparka í annan mannanna og skríða þeir síðan aftur inn í húsið sem þeir komu út úr og þar skaut ísraelskur landamæravörður báða mennina til bana. Hér að neðan má sjá frétt um málið frá Al Jazeera en myndefnið getur vakið óhug. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa fordæmt aftöku mannanna. Times of Israel hefur eftir forsvarsmönnum hersins og lögreglunnar að málið sé til rannsóknar. Landamæraverðirnir sem voru þarna eru sagðir hafa haldið því fram að mennirnir tveir hafi neitað að fylgja skipunum þeirra. Haft er eftir hermönnunum í ísraelskum miðlum að óljóst hafi verið hvort mennirnir hafi verið vopnaðir eða í sprengjuvestum, þó myndbönd gefi til kynna að þeir hafi sýnt að svo væri ekki. Mennirnir eru sagðir hafa neitað að framfylgja skipunum og segja hermennirnir að þeir hafi farið sjálfir aftur inn í húsið en myndbandið gefur til kynna að hermennirnir hafi skipað mönnunum aftur inn í húsið. Þegar mennirnir fóru aftur inn í húsið hafi þeir verið skotnir. Rannsaka einnig spark í eldri mann Ísraelski herinn hefur einnig atvik til rannsóknar þar sem hermaður sparkaði eldri palestínskan mann í jörðina á Vesturbakkanum fyrr í vikunni. Myndband af þeirri árás sýndi manninn ganga fyrir framan ísraelska hermenn þegar einn hermannanna hljóp á eftir gamla manninum og sparkaði harkalega í hann. Við það Þá féll maðurinn í jörðina. Í svari við fyrirspurn Times of Israel segja talsmenn hersins að hegðun umrædds hermanns sé ekki í takti við viðmið og starfsreglur og að málið verði rannsakað. Herinn hafði lýst yfir útgöngubanni í bænum Tubas, vegna yfirstandandi aðgerða hersins þar, og segja talsmennirnir að maðurinn hefði því ekki átt að vera úti á götu. Þá hafi hann ekki svarað skipunum hermanna um að stoppa, því hafi hann verið handtekinn. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslu. جنود الاحتلال يعتدون على رجل مُسن، وينكلون به في مدينة طوباس. pic.twitter.com/zIWZYgAyai— شبكة قدس الإخبارية (@qudsn) November 26, 2025
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira