Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2025 11:33 Ofbeldi gegn konum er alvarlegt samfélagsmein. Þegar við skoðum sérstaklega stöðu fatlaðra kvenna sjáum við að áhættan er oft meiri, en verndin er veikari. Í dag gerist stór hluti áreitni og misnotkunar á netinu – þ.e á samfélagsmiðlum, í spjallforritum, í fjölmiðlum og commentakerfum sem við notum daglega. Ég upplifi sjálf sem fötluð kona að ég sé meira berskjölduð fyrir slíku áreiti, bæði á netinu og í daglegu lífi. Hvers vegna eru fatlaðar konur í aukinni hættu? Við treystum oftar á netið til samskipta, upplýsinga og þátttöku – sem að sama skapi eykur berskjöldun. Alþjóðleg gögn sýna að fatlaðar konur eru allt að fimm sinnum líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Í sumum löndum hafa yfir 60% fatlaðra kvenna orðið fyrir stafrænu eða sálrænu ofbeldi. Rannsóknir UN Women sýna fram á að minna en 40% ríkja séu með lög sem vernda konur sérstaklega gegn netáreiti eða sem þýðir að um 1,8 milljarðar kvenna og stúlkna búa án lagalegrar verndar í stafrænu umhverfi. Sem dæmi ná nefna: • Fatlaðar konur sem tjá sig um réttindi sín verða fyrir skipulögðum árásum á samfélagsmiðlum þar sem hatursorðræða og hótanir hrannast upp.• Dreifing mynda: Myndum af þeim er deilt án samþykkis eða falsað með hjálp gervigreindar. Afleiðingin sem þessar konur upplifa er m.a. kvíði, ótti og félagsleg einangrun.• Staðsetningarforrit: Gerandi nýtir sér ,,Find my friends” eða hafa aðgang að GPS viðkomandi til að fylgjast með ferðum, stjórna samskiptum og skerða sjálfstæði okkar. Stafrænt ofbeldi hefur sambærileg áhrif og annað ofbeldi sem lýsir sér t.d. með kvíða, þunglyndi, svefntruflunum og vanlíðan. Íslenskar rannsóknir sýna að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt og margþætt – kynferðislegt, andlegt, líkamlegt og þjónustutengt. Konum er oft ekki trúað, úrræði eru óaðgengileg og valdaójafnvægi í þjónustukerfum hamlar kæru og eftirfylgni. ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á að stafrænt ofbeldi sé raunverulegt ofbeldi sem fylgi fólki inn á heimili, vinnustaði og inn í félagslíf. ÖBÍ beitir sér fyrir vitundarvakningu og með samráði við stjórnvöld í innleiðingu aðgengilegra úrræða, verklags og lagaverndar fyrir fatlaðar konur. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. Nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Agains All Women and Girls” Höfundur er lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum og starfsmaður jafnréttismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Málefni fatlaðs fólks Kynbundið ofbeldi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er alvarlegt samfélagsmein. Þegar við skoðum sérstaklega stöðu fatlaðra kvenna sjáum við að áhættan er oft meiri, en verndin er veikari. Í dag gerist stór hluti áreitni og misnotkunar á netinu – þ.e á samfélagsmiðlum, í spjallforritum, í fjölmiðlum og commentakerfum sem við notum daglega. Ég upplifi sjálf sem fötluð kona að ég sé meira berskjölduð fyrir slíku áreiti, bæði á netinu og í daglegu lífi. Hvers vegna eru fatlaðar konur í aukinni hættu? Við treystum oftar á netið til samskipta, upplýsinga og þátttöku – sem að sama skapi eykur berskjöldun. Alþjóðleg gögn sýna að fatlaðar konur eru allt að fimm sinnum líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Í sumum löndum hafa yfir 60% fatlaðra kvenna orðið fyrir stafrænu eða sálrænu ofbeldi. Rannsóknir UN Women sýna fram á að minna en 40% ríkja séu með lög sem vernda konur sérstaklega gegn netáreiti eða sem þýðir að um 1,8 milljarðar kvenna og stúlkna búa án lagalegrar verndar í stafrænu umhverfi. Sem dæmi ná nefna: • Fatlaðar konur sem tjá sig um réttindi sín verða fyrir skipulögðum árásum á samfélagsmiðlum þar sem hatursorðræða og hótanir hrannast upp.• Dreifing mynda: Myndum af þeim er deilt án samþykkis eða falsað með hjálp gervigreindar. Afleiðingin sem þessar konur upplifa er m.a. kvíði, ótti og félagsleg einangrun.• Staðsetningarforrit: Gerandi nýtir sér ,,Find my friends” eða hafa aðgang að GPS viðkomandi til að fylgjast með ferðum, stjórna samskiptum og skerða sjálfstæði okkar. Stafrænt ofbeldi hefur sambærileg áhrif og annað ofbeldi sem lýsir sér t.d. með kvíða, þunglyndi, svefntruflunum og vanlíðan. Íslenskar rannsóknir sýna að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt og margþætt – kynferðislegt, andlegt, líkamlegt og þjónustutengt. Konum er oft ekki trúað, úrræði eru óaðgengileg og valdaójafnvægi í þjónustukerfum hamlar kæru og eftirfylgni. ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á að stafrænt ofbeldi sé raunverulegt ofbeldi sem fylgi fólki inn á heimili, vinnustaði og inn í félagslíf. ÖBÍ beitir sér fyrir vitundarvakningu og með samráði við stjórnvöld í innleiðingu aðgengilegra úrræða, verklags og lagaverndar fyrir fatlaðar konur. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. Nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Agains All Women and Girls” Höfundur er lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum og starfsmaður jafnréttismála
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun