Rabbíni drepinn í árásinni Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. desember 2025 11:53 Ellefu voru drepnir í árásinni auk annars árásarmannsins. AP Photo/Mark Baker Minnst tólf eru látnir eftir skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd á útjaðri Sydney-borgar í Ástralíu í dag. Einn grunaður árásarmaður er látinn og annar hefur verið handtekinn. Í myndböndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sjást minnst tveir svartklæddir menn skjóta ítrekað að ströndinni frá bílastæði, en sögur fara af því að hleypt hafi verið af í kringum 50 skotum. Lögregla kunni deili á árásarmanninum Á blaðamannafundi lögregluyfirvalda segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk, en árásinni hafi verið sérstaklega beint að gyðingasamfélaginu í Sydney. Annar árásarmaðurinn sé látinn og hinn sé alvarlega slasaður í haldi lögreglunnar. Minnst tveir lögreglumenn eru einnig alvarlega slasaðir, og voru í skurðaðgerð á sjúkrahúsi þegar blaðamannafundurinn stóð yfir. Minnst 29 hafa verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mynd af öðrum árásarmanninum sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mal Lanyon lögregustjóri í Nýju Suður Wales segir að lögreglan hafi þekkt til eins árásarmannsins, en hún hafi vitað mjög lítið um hann. „Það þýðir ekki að það hafi legið fyrir að af honum stæði einhver ógn. Ef við hefðum haft einhverja vitneskju um það, að það væri yfirstandandi hætta vegna þessarar hátíðar eða annað slíkt, hefðum við að sjálfsögðu gert viðeigandi ráðstafanir.“ „Þetta er skelfilega sorglegur atburður, og það er ekki tímabært að fara benda fingrum. Ítarleg rannsókn verður gerð á þessu öllu saman,“ segir Mal Lanyon. Fundu sprengjur í bíl og sögur af þriðja byssumanni Á blaðamannafundinum kom fram að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir öflugum skotvopnum, en einnig hafi heimatilbúin sprengja fundist í bíl látna árásarmannsins. „Skömmu eftir skotárásina fundu lögreglumenn bíl í Campbell Parade hjá Bondi ströndinni, og fundu það sem við höldum að séu nokkrar heimatilbúnar sprengjur,“ segir Mal Lanyon. Búið er að aftengja sprengjuna og fjarlægja af vettvangi. Umfjöllun ástralska ríkissjónvarpsins í beinni útsendingu: Yfirvöld segja að fyrir liggi að árásarmennirnir hafi verið minnst tveir, en mögulega hafi fleiri verið að verki. Leit standi enn yfir að hugsanlegum samverkamönnum. Aðalrabbíninn í sýnagógunni í Sydney segir að hann hafi heyrt frá fólki á svæðinu að byssumennirnir hafi verið þrír. „Það sem ég heyrði frá fólki sem var á svæðinu, þá sá hann tólf manns deyja. Einn þeirra var góður vinur minn og samstarfsfélagi, rabbíni Eli Schlanger, maður sem var fullur ljóss, orku og gaf samfélaginu okkar mikið.“ „Þeir byrjuðu að skjóta þegar verið var að kveikja á Menorah.“ Lögregluyfirvöld segja að umfangsmikil leit standi enn yfir á svæðinu, þannig að ef þrír árásarmenn hafi verið að verki muni sá þriðji finnast.
Í myndböndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sjást minnst tveir svartklæddir menn skjóta ítrekað að ströndinni frá bílastæði, en sögur fara af því að hleypt hafi verið af í kringum 50 skotum. Lögregla kunni deili á árásarmanninum Á blaðamannafundi lögregluyfirvalda segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk, en árásinni hafi verið sérstaklega beint að gyðingasamfélaginu í Sydney. Annar árásarmaðurinn sé látinn og hinn sé alvarlega slasaður í haldi lögreglunnar. Minnst tveir lögreglumenn eru einnig alvarlega slasaðir, og voru í skurðaðgerð á sjúkrahúsi þegar blaðamannafundurinn stóð yfir. Minnst 29 hafa verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mynd af öðrum árásarmanninum sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mal Lanyon lögregustjóri í Nýju Suður Wales segir að lögreglan hafi þekkt til eins árásarmannsins, en hún hafi vitað mjög lítið um hann. „Það þýðir ekki að það hafi legið fyrir að af honum stæði einhver ógn. Ef við hefðum haft einhverja vitneskju um það, að það væri yfirstandandi hætta vegna þessarar hátíðar eða annað slíkt, hefðum við að sjálfsögðu gert viðeigandi ráðstafanir.“ „Þetta er skelfilega sorglegur atburður, og það er ekki tímabært að fara benda fingrum. Ítarleg rannsókn verður gerð á þessu öllu saman,“ segir Mal Lanyon. Fundu sprengjur í bíl og sögur af þriðja byssumanni Á blaðamannafundinum kom fram að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir öflugum skotvopnum, en einnig hafi heimatilbúin sprengja fundist í bíl látna árásarmannsins. „Skömmu eftir skotárásina fundu lögreglumenn bíl í Campbell Parade hjá Bondi ströndinni, og fundu það sem við höldum að séu nokkrar heimatilbúnar sprengjur,“ segir Mal Lanyon. Búið er að aftengja sprengjuna og fjarlægja af vettvangi. Umfjöllun ástralska ríkissjónvarpsins í beinni útsendingu: Yfirvöld segja að fyrir liggi að árásarmennirnir hafi verið minnst tveir, en mögulega hafi fleiri verið að verki. Leit standi enn yfir að hugsanlegum samverkamönnum. Aðalrabbíninn í sýnagógunni í Sydney segir að hann hafi heyrt frá fólki á svæðinu að byssumennirnir hafi verið þrír. „Það sem ég heyrði frá fólki sem var á svæðinu, þá sá hann tólf manns deyja. Einn þeirra var góður vinur minn og samstarfsfélagi, rabbíni Eli Schlanger, maður sem var fullur ljóss, orku og gaf samfélaginu okkar mikið.“ „Þeir byrjuðu að skjóta þegar verið var að kveikja á Menorah.“ Lögregluyfirvöld segja að umfangsmikil leit standi enn yfir á svæðinu, þannig að ef þrír árásarmenn hafi verið að verki muni sá þriðji finnast.
Ástralía Hryðjuverkaárás á Bondi-strönd í Sydney Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira