Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2025 09:01 Konar hellir vatni á höfuð aldraðs manns vegna hitans í Dauðadalsþjóðgarðinum í Kaliforníu í Bandaríkjunum í ágúst. AP/John Locher Árið sem er að líða er á meðal þeirra þriggja hlýjustu frá því að mælingar hófust samkvæmt greiningu vísindamanna. Meðalhiti síðustu þriggja ára mælist nú í fyrsta skipti yfir viðmiðunarmörkum Parísarsamkomulagsins. Helstu alþjóðlegu stofnanir sem halda utan um mælingar á meðalhita jarðar hafa ekki enn birt lokatölur sínar fyrir árið. Samtökin World Weather Attribution birtu hins vegar í dag greiningu sína sem bendir til þess að árið 2025 endi sem eitt þriggja hlýjustu áranna í mælingasögunni. Niðurstaða hópsins er einnig að meðalhiti síðustu þriggja ára sé rúmlega 1,5 gráðum hærri en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu. Það er þá í fyrsta skipti sem það gerist frá því að ríki heims sömdu um að reyna að halda hnattrænni hlýnun innan við eina og hálfa gráðu í Parísarsamningnum árið 2015. Hópurinn sem greindi hitamælingarnar er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á hversu mikil áhrif hnattræn hlýnun af völdum manna hefur á einstaka veðurviðburði. Hann greindi meðal annars áhrifin á hitabylgjuna á Íslandi í maí og komst að því að hlýnunin hefði gert hana fjörutíu prósent líklegri en ella og þremur gráðum hlýrri. Á annað hundrað veðuröfgaatburðir Einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar er vaxandi veðuröfgar. Hópurinn greindi 157 veðurviðburði sem hann telur öfgafulla á árinu. Skilgreiningin á slíkum atburðum er að þeir hafi valdið fleiri en hundrað mannslátum, haft áhrif á meira en helming íbúa á tilteknu svæði eða að neyðarástandi hafi verið lýst yfir vegna þeirra. Mannskæðustu veðuröfgarnar í ár voru hitabylgjur. Sumar þeirra voru allt að tífalt líklegri til þess að eiga sér stað nú en fyrir áratug vegna þeirrar manngerðu hlýnunar sem hefur orðið. „Hitabylgjurnar sem við höfum orðið vitni að í ár eru tiltölulega tíðir viðburðir í okkar loftslagi en nær ómögulegt hefði verið að þær ættu sér stað án hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hún hefur gríðarleg áhrif,“ segir Friederike Otto, vísindamaður frá Imperial College í London og einn stofnenda World Weather Attribution. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Helstu alþjóðlegu stofnanir sem halda utan um mælingar á meðalhita jarðar hafa ekki enn birt lokatölur sínar fyrir árið. Samtökin World Weather Attribution birtu hins vegar í dag greiningu sína sem bendir til þess að árið 2025 endi sem eitt þriggja hlýjustu áranna í mælingasögunni. Niðurstaða hópsins er einnig að meðalhiti síðustu þriggja ára sé rúmlega 1,5 gráðum hærri en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu. Það er þá í fyrsta skipti sem það gerist frá því að ríki heims sömdu um að reyna að halda hnattrænni hlýnun innan við eina og hálfa gráðu í Parísarsamningnum árið 2015. Hópurinn sem greindi hitamælingarnar er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á hversu mikil áhrif hnattræn hlýnun af völdum manna hefur á einstaka veðurviðburði. Hann greindi meðal annars áhrifin á hitabylgjuna á Íslandi í maí og komst að því að hlýnunin hefði gert hana fjörutíu prósent líklegri en ella og þremur gráðum hlýrri. Á annað hundrað veðuröfgaatburðir Einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar er vaxandi veðuröfgar. Hópurinn greindi 157 veðurviðburði sem hann telur öfgafulla á árinu. Skilgreiningin á slíkum atburðum er að þeir hafi valdið fleiri en hundrað mannslátum, haft áhrif á meira en helming íbúa á tilteknu svæði eða að neyðarástandi hafi verið lýst yfir vegna þeirra. Mannskæðustu veðuröfgarnar í ár voru hitabylgjur. Sumar þeirra voru allt að tífalt líklegri til þess að eiga sér stað nú en fyrir áratug vegna þeirrar manngerðu hlýnunar sem hefur orðið. „Hitabylgjurnar sem við höfum orðið vitni að í ár eru tiltölulega tíðir viðburðir í okkar loftslagi en nær ómögulegt hefði verið að þær ættu sér stað án hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hún hefur gríðarleg áhrif,“ segir Friederike Otto, vísindamaður frá Imperial College í London og einn stofnenda World Weather Attribution.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“