Erlent

Veiki geim­farinn kominn aftur til jarðar

Kjartan Kjartansson skrifar
Mike Fincke, annar bandarísku geimfaranna, fær aðstoð við að stíga út úr geimferjunni sem flutti hann og þrjá aðra til jarðar. Hann hafði dvalið í Alþjóðlegu geimstöðinni frá því í ágúst.
Mike Fincke, annar bandarísku geimfaranna, fær aðstoð við að stíga út úr geimferjunni sem flutti hann og þrjá aðra til jarðar. Hann hafði dvalið í Alþjóðlegu geimstöðinni frá því í ágúst. AP/NASA

Geimferja með hluta af áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar lenti í Kyrrahafi utan við strendur Kaliforníu í nótt. Heimferð áhafnarinnar var flýtt vegna veikinda eins geimfaranna fjögurra.

Geimfararnir áttu ekki að koma heim fyrr en eftir mánuð en bandaríska geimvísindastofnunin NASA ákvað að flýta heimferðinni vegna veikinda eins þeirra. 

Hvorki hefur verið greint frá því hver geimfaranna veiktist né hvað hrjáir hann. NASA vísar til friðhelgis einkalífs geimfaranna og segir að ekki hafi verið um neyðartilvik að ræða. Geimgöngu bandarísku geimfaranna tveggja í áhöfninni var aflýst vegna veikindanna í síðustu viku.

„Það er svo gott að koma heim,“ sagði Zena Cardman, stjórnandi geimferju fyrirtækisins SpaceX sem flutti geimfarana heim frá geimstöðinni við komuna til jarðar.

Þetta er í fyrsta skipti sem NASA styttir geimferð vegna veikinda geimfara. Þrír geimfarar eru nú eftir í geimstöðinni; tveir Rússa og einn Bandaríkjamaður.


Tengdar fréttir

Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur ákveðið að flytja áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til jarðar á næstu dögum, mánuði á undan áætlun, vegna alvarlegra veikinda eins geimfaranna. Þetta er í fyrsta skipti sem geimleiðangur er styttur vegna veikinda.

Veikindi geim­fara gætu flýtt heim­för áhafnar geimstöðvar

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skoðar nú möguleikann að flytja áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar heim mörgum mánuðum á undan áætlun vegna veikinda eins geimfaranna. Hann er sagður í stöðugu ástandi en ekki hefur verið greint frá því hvað hrjáir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×