Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2026 13:07 Warsh var aðeins 35 ára þegar hann tók sæti í stjórn seðlabanka Bandaríkjanna árið 2006. Hann var einnig ráðgjafi George W. Bush um tíma. Getty/Alastair Grant Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur útnefnt Kevin M. Warsh næsta seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Öldungadeildin þarf að staðfesta valið. Trump tilkynnti ákvörðun sína á Truth Social, þar sem hann sagði Warsh myndu verða einn stórkostlegasta seðlabankastjóra sögunnar. Þá myndi hann aldrei valda vonbrigðum. Warsh sat í stjórn seðlabankans á árunum 2006 til 2011. Jerome H. Powell, núverandi seðlabankastjóri og maðurinn sem hefur valdið Trump miklum og ítrekuðum vonbrigðum, mun láta af embætti í maí en heldur sæti sínu í stjórn bankans til ársins 2028. Það mun vera ein af ástæðum þess að Trump hefur skorið upp herör gegn Powell, sem hefur neitað að láta að stjórn og gefa eftir kröfum forsetans um að lækka vexti. Powell sætir þannig rannsókn af hálfu dómsmálaráðuneytisins varðandi endurbætur á höfuðstöðvum bankans í Washington. Vextir eru ákvarðaðir af bankastjóra seðlabankans og tólf manna nefnd, sem meðal annars er skipuð stjórnarmönnum seðlabankans. Tilraunir Trump til að láta annan nefndarmann fjúka, Lisu Cook, eru til umfjöllunar hjá hæstarétti sem mun skera úr um vald forsetans til að grafa undan sjálfstæði seðlabankans. Warsh, sem hefur síðustu ár unnið fyrir milljarðamæringinn Stanley Druckenmiller, hefur sagt að lækka þurfi vexti og fært rök fyrir því að tollastefna Trump muni ekki valda varanlegri verðbólgu. Hann hefur ekki verið alveg skýr hvað varðar sjálfstæði seðlabankans og sagt að á meðan bankinn stjórni peningastefnunni sé hann hins vegar ekki alveg sjálfráða. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Trump tilkynnti ákvörðun sína á Truth Social, þar sem hann sagði Warsh myndu verða einn stórkostlegasta seðlabankastjóra sögunnar. Þá myndi hann aldrei valda vonbrigðum. Warsh sat í stjórn seðlabankans á árunum 2006 til 2011. Jerome H. Powell, núverandi seðlabankastjóri og maðurinn sem hefur valdið Trump miklum og ítrekuðum vonbrigðum, mun láta af embætti í maí en heldur sæti sínu í stjórn bankans til ársins 2028. Það mun vera ein af ástæðum þess að Trump hefur skorið upp herör gegn Powell, sem hefur neitað að láta að stjórn og gefa eftir kröfum forsetans um að lækka vexti. Powell sætir þannig rannsókn af hálfu dómsmálaráðuneytisins varðandi endurbætur á höfuðstöðvum bankans í Washington. Vextir eru ákvarðaðir af bankastjóra seðlabankans og tólf manna nefnd, sem meðal annars er skipuð stjórnarmönnum seðlabankans. Tilraunir Trump til að láta annan nefndarmann fjúka, Lisu Cook, eru til umfjöllunar hjá hæstarétti sem mun skera úr um vald forsetans til að grafa undan sjálfstæði seðlabankans. Warsh, sem hefur síðustu ár unnið fyrir milljarðamæringinn Stanley Druckenmiller, hefur sagt að lækka þurfi vexti og fært rök fyrir því að tollastefna Trump muni ekki valda varanlegri verðbólgu. Hann hefur ekki verið alveg skýr hvað varðar sjálfstæði seðlabankans og sagt að á meðan bankinn stjórni peningastefnunni sé hann hins vegar ekki alveg sjálfráða.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira