Áhersla lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir í aðgerðum stjórnvalda Ef þingsályktun fjármálaráðherra um 15 milljarða aukningu í framkvæmdir á þessu ári nær fram að ganga verður heildar framkvæmdafé þessa árs um 90 milljarðar króna. Hann segir erfitt að finna leiðir til að eyða meiru það sem eftir lifir árs en þrýst er á það frá stjórnarandstöðuflokkum sem styðja þó allir tillöguna. Innlent 26. mars 2020 19:20
Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land. Innlent 26. mars 2020 12:03
Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jón Þór Ólafsson þingmaður telur lykilatriði að stjórnmálamenn deili kjörum með þjóðinni. Innlent 24. mars 2020 13:34
Ríkisstjórnin ætlast til að bankarnir standi með fyrirtækjum í vanda Aðgerðafrumvarp ríkisstjórnarinnar, eða bandormurinn, er komið til nefndar eftir að fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. Frumvörp um fjáraukalög þessa árs, skyldu fólks til að vinna fyrir almannavarnir og um sveigjanleika til sveitarfélaga eru einnig komin til nefnda. Innlent 23. mars 2020 16:39
Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af verðbólguskoti Bjarni Benediktsson segist ekki búast við verðbólguskoti miðað við viðbrögð markaðarins. Enda séu vextir á verðtryggðum lánum komnir niður í núll. Innlent 23. mars 2020 12:23
Forsætisráðherra á að halda sig heima Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fengið tilmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku sem hún fór í vegna kórónuveirunnar liggur fyrir. Innlent 23. mars 2020 11:19
Smári McCarthy smitaður af kórónuveirunni Smári segir einkennin væg og þakkar öllu starfsfólki heilbrigðiskerfisins fyrir störf sín á þessum tímum. Innlent 22. mars 2020 23:42
Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti. Innlent 22. mars 2020 10:43
Ferðaþjónustan fagnar björgunarhring ríkisstjórnarinnar Jóhannes Þór hjá SAF segir þetta afgerandi efnahagslegar aðgerðir. Innlent 21. mars 2020 18:15
Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna faraldurs kórónuveiru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu aðgerðarpakka stjórnvalda. Innlent 21. mars 2020 12:38
Tveir þingmenn Viðreisnar í sóttkví Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður flokksins eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Innlent 20. mars 2020 21:12
Einstök atkvæðagreiðsla í 1.090 ára sögu Alþingis Alþingismenn gengu í halarófu inn í þingsalinn öðrum meginn og út hinum megin við sérkennilega atkvæðagreiðslu í dag. Innlent 20. mars 2020 19:20
Þingmenn hvetja allir til allsherjar samstöðu Mikil samstaða var meðal þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í morgun um að allir standi saman að því að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efnahags- og heilbrigðismálum til að vinna gegn áhrifum kórónuveirunnar á samfélagið. Innlent 20. mars 2020 13:13
Skoða stærri framkvæmdir „Við sjáum fram á að hér verði verulegur samdráttur og erum að reyna að koma í veg fyrir að hér verði eins mikið atvinnuleysi og ef við gerðum ekkert.“ Innlent 20. mars 2020 08:41
Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Innlent 19. mars 2020 22:35
Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. Innlent 19. mars 2020 20:49
Lægstu laun ekkert skert við skert starfshlutfall Ríkisstjórnin hefur breytt upprunalegum hugmyndum sínum um greiðslu atvinnuleysisbóta til fólks sem fer úr fullu starfi í lægra starfshlutfall vegna ástandsins á vinnumarkaði til þannig að þeir lægst launuðu verði ekkert skertir. Innlent 19. mars 2020 18:32
Beðið eftir útreikningum á kostnaði við atvinnufrumvarp Velferðarnefnd bíður eftir útreikningum frá stjórnvöldum varðandi frumvarp um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastörf vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Innlent 19. mars 2020 12:39
Markmiðið að tryggja afkomu fólks á óvissutímum „Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en þingfundi sem átti að vera á morgun var frestað til föstudags til að endurmeta frumvarp um atvinnuleysisbætur. Innlent 18. mars 2020 19:22
Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Innlent 18. mars 2020 18:07
Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. Innlent 18. mars 2020 16:24
Umsóknir um bætur hrannast inn Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. Innlent 17. mars 2020 18:18
Starfsmaður Alþingis smitaður Einn starfsmaður á skrifstofu Alþingis hefur greinst smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Innlent 17. mars 2020 17:29
Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. Innlent 17. mars 2020 12:30
Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. Innlent 17. mars 2020 10:35
Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. Innlent 16. mars 2020 20:20
Ásmundur hverfur við illan leik frá hugmynd um sérstakt heiðursbílflaut Hugmyndin um heiðursbílflaut fyrir heilbrigðisstarfsmenn féll vægast sagt í grýttan jarðveg. Innlent 16. mars 2020 12:42
Draga úr viðveru í þingsalnum Þingfundum hefur verið fækkað í vikunni en ráðgert er að afgreiða minnst þrjú fumvörp í vikunni sem tengjast aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Innlent 16. mars 2020 12:19
Stjórnmálaflokkar fari ekki í kapphlaup um athygli Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, varar við því að íslenskir stjórnmálaflokkar reyni að nýta sér ástandið vegna kórónuveirufaraldursins í pólitískum tilgangi. Atvinnuvegaráðherra telur að daglegir upplýsingafundir drepi allt lýðskrum. Innlent 15. mars 2020 11:35