Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Tindastóll og Þróttur mætast á Sauðárkróki í Bestu deild kvenna í fótbolta. Stólarnir eru í harðri fallbaráttu en Þróttarar verða að vinna til að halda í við topplið Breiðabliks. Íslenski boltinn 14.8.2025 17:17
Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Eftir að hafa verið undir í hálfleik kom Valur til baka og vann 4-2 sigur á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í gær. Jordyn Rhodes skoraði þrennu í seinni hálfleik og þá leit eitt af mörkum ársins dagsins ljós. Íslenski boltinn 14.8.2025 15:32
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Valur tók á móti Stjörnunni á N1 vellinum á Hlíðarenda í 13. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Valskonur unnu 4-2 í miklum markaleik og skoraði Jordyn Rhodes, leikmaður Vals þrennu. Íslenski boltinn 13.8.2025 17:17
Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Íslenski boltinn 12.8.2025 17:17
Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Bestu mörkin tóku fyrir umdeilda dóma í leik Þróttar og Víkings í síðustu umferð Bestu deildar kvenna. Norski dómarinn Marit Skurdal hafði í nægu að snúast í leiknum og hártog þýddi bara eitt í hennar augum. Íslenski boltinn 10. ágúst 2025 11:32
Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Björgvin Karl Gunnarsson var ánægður með leik FHL þrátt fyrir 0-2 tap fyrir FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. FH skoraði fyrra mark sitt á 76. mínútu. FHL var án þriggja erlendra leikmanna og lagði þess vegna upp með að spila þétta vörn sem gekk nokkuð vel. Íslenski boltinn 9. ágúst 2025 17:07
Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL FH náði öðru sæti Bestu deildar kvenna af Þrótti í dag með 0-2 sigri á FHL í Fjarðabyggðarhöllinni. FH var klárlega betra liðið en mörkin létu bíða eftir sér. Íslenski boltinn 9. ágúst 2025 16:40
Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Þróttur minnkaði forskot Breiðabliks á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Víkingum í Laugardalnum. Nú má sjá mörkin og rauða spjaldið hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 9. ágúst 2025 10:20
Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Bæði mörk Þróttar komu í fyrri hálfleik. Heimakonur spiluðu síðustu átján mínútur einni færri og náðu að loka leiknum. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 8. ágúst 2025 21:02
„Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var ánægður með að liðið hafi klárað leikinn einum færri síðustu átján mínúturnar. Sport 8. ágúst 2025 20:47
„Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Valur vann 1-2 sigur á Þór/KA í 12. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í kvöld. Öll mörkin komu í seinni hálfleik og skoruðu Valskonur sigurmarkið úr umdeildri vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en heimakonur voru þá nýbúnar að jafna leikinn úr vítaspyrnu. Íslenski boltinn 7. ágúst 2025 21:04
„Ákvað bara að láta vaða“ Kristin Dís Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði draumamark í kvöld gegn Fram þegar hún kom Breiðabliki í 2-0 með bylmingsskoti fyrir utan teig í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 7. ágúst 2025 20:58
„Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Fyrsti markaskorari Stjörnunnar í kvöld í 3-0 sigri þeirra á Tindastól, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, gat verið mjög ánægð með leikinn í kvöld. Hún var mjög fegin að sjá boltann í netinu en hafði látið verja oft frá sér í sumar. Íslenski boltinn 7. ágúst 2025 20:50
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Breiðablik styrkti stöðu sína á toppi Bestu deildar kvenna með 6-1 útisigri á Fram á Lambhagavellinum í kvöld og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Samantha, Kristín Dís, Birta (2), Edith og Líf með mörk Breiðabliks en mark Fram skoraði Lily. Blikar voru að vinna sinn áttunda leik í röð í öllum keppnum. Íslenski boltinn 7. ágúst 2025 17:17
Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Valur jafnaði Þór/KA að stigum í Bestu deild kvenna með 1-2 sigri í Boganum á Akureyri í kvöld. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skoraði sigurmarkið á 83. mínútu úr umdeildri vítaspyrnu. Eftir leikinn eru liðin jöfn í 4.-5. sæti en Valur hefur þó leikið einum leik betur. Íslenski boltinn 7. ágúst 2025 17:17
Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Stjörnukonur lögðu Tindastól af velli með sannfærandi hætti í Bestu deild kvenna í dag. Stjarnan var betri aðilinn nánast allan tímann og Stólarnir áttu í stökustu vandræðum með að skapa sér færi. Niðurstaðan 3-0 og Stjarnan hoppar upp í 6. sæti. Íslenski boltinn 7. ágúst 2025 17:17
Natasha með slitið krossband Landsliðskonan Natasha Anasi leikur ekki meira með Val á yfirstandandi leiktíð vegna meiðsla. Hún sleit krossband á dögunum og verður frá fram á næsta ár. Íslenski boltinn 5. ágúst 2025 09:37
„Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Fyrstu viðbrögð Matthíasar Guðmundssonar þjálfara Vals eftir tapið gegn meisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta voru einfaldlega að betra liðið vann. Íslenski boltinn 4. ágúst 2025 20:49
„Skemmtilegra þegar vel gengur“ Agla María Albertsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru létt með Val að Hlíðarenda í uppgjöru tveggja af bestu liðum síðari ára í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 4. ágúst 2025 20:45
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Breiðablik sigrar Val 3-0 og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Breiðablik vinnur þar með sinn sjöunda leik í röð í öllum keppnum. Birta og Agla María með mörk Breiðabliks en þriðja markið var sjálfsmark eftir hornspyrnu. Íslenski boltinn 4. ágúst 2025 20:00
Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Kristján Guðmundsson er hættur sem aðalþjálfari kvennaliðs Vals í Bestu deildinni en meðþjálfari hans, Matthías Guðmundsson, verður áfram. Íslenski boltinn 1. ágúst 2025 10:17
„Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Kvennalið FH er á leið í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Árangurinn kemur fyrirliðanum Örnu Eiríksdóttir ekki á óvart, hún segir mikla vinnu liggja þar að baki og sér ekki eftir því að hafa sagt skilið við systur sínar í Val. Íslenski boltinn 31. júlí 2025 11:02
Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sunna Rún Sigurðardóttir hefur samið við Íslandsmeistara Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hún kemur frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Íslenski boltinn 30. júlí 2025 17:17
Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær þar sem sjö mörk litu dagsins ljós. Fótbolti 26. júlí 2025 15:16
„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Eftir erfitt ár í Kanada var Shaina Ashouri ekki lengi að stimpla sig inn í endurkomunni til Íslands og skoraði opnunarmarkið í 2-1 sigri Víkings gegn Stjörnunni í kvöld. Íslenski boltinn 25. júlí 2025 21:09