Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Fram vann 2-1 sigur á Víkingi í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag en spilað var á heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Hamingjan var þó öll gestanna úr Úlfarsárdal. Íslenski boltinn 9.5.2025 19:57
Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi FH lagði Stjörnuna 2-1 í Kaplakrika í kvöld í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna. Með sigrinum jafnar FH bæði Íslandsmeistara Breiðablik og Þrótt Reykjavík að stigum á toppi deildarinnar – öll liðin eru nú með 13 stig. Íslenski boltinn 9.5.2025 17:17
Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sandra María Jessen, markadrottning síðasta sumars, skoraði þrjú fyrstu mörkin sín í Bestu deildinni í sumar þegar Þór/KA konur sóttu þrjú stig í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði. Íslenski boltinn 8.5.2025 17:16
Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn 8.5.2025 17:16
Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn 8.5.2025 15:47
Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn 4.5.2025 10:00
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því. Íslenski boltinn 3. maí 2025 19:00
FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum FH gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA, 0-3, í Boganum í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Með sigrinum jöfnuðu FH-ingar Íslandsmeistara Blika að stigum á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 3. maí 2025 16:40
Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Þróttur tók á móti Tindastóli og vann 1-0 í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins á fyrstu mínútu. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks og FH í efstu sætum deildarinnar, taplaus með tíu stig. Tindastóll hefur tapað síðustu þremur leikjum eftir sigur í fyrstu umferðinni. Íslenski boltinn 3. maí 2025 16:17
Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. Íslenski boltinn 3. maí 2025 15:53
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig. Íslenski boltinn 3. maí 2025 15:50
„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Telma Ívarsdóttir er snúin heim í Breiðablik eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Rangers í Glasgow. Hún ætlar þó ekki að stoppa lengi og reynir frekar fyrir sér í atvinnumennskunni strax í haust. Íslenski boltinn 3. maí 2025 10:01
„Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ „Á meðan þið voruð að drulla yfir FH voruð þið að peppa Stjörnuna í aðdraganda móts,“ segir Mist Rúnarsdóttir þegar frammistaða Stjörnunnar í Bestu deild kvenna var rætt í Bestu mörkunum. Íslenski boltinn 2. maí 2025 18:18
„Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sérfræðingar Bestu marka kvenna fóru yfir mikilvægi Fanndísar Friðriksdóttur í sóknarleik Vals í síðasta þætti. Íslenski boltinn 1. maí 2025 15:17
Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Gæti Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, átt eftir að feta í fótspor systur sinnar Hlínar með því að komast út í atvinnumennsku og í A-landsliðið? Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru sannfærðir um það. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 23:17
Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Íslandsmeistarar Breiðabliks og Þróttur eru í hópi fjögurra efstu liða Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir þrjár umferðir, eftir sigurleiki í gærkvöld. Mörkin úr leikjunum má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 17:35
„Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, er ánægð með byrjun liðsins á tímabilinu. Þróttur sótti eins marks sigur gegn Víkingi í jöfnum baráttuleik í kvöld og hefur ekki tapað enn í deildinni. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 20:34
Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 20:31
Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Þróttur sótti 0-1 sigur gegn Víkingi í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Markmaðurinn Sigurborg Sveinbjörnsdóttir skoraði afar óheppilegt sjálfsmark sem reyndist eina markið í mjög færafáum leik. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 20:00
Henríetta lánuð til Þór/KA Henríetta Ágústsdóttir mun leika með Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún kemur á láni frá Stjörnunni. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 18:01
Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Fótboltakonan Snædís María Jörundsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna á ný eftir eitt og hálft tímabil í herbúðum FH. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 16:33
Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er gengin aftur í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta á láni frá skoska félaginu Rangers. Hún mun spila með Breiðabliki næstu tvo mánuðina. Íslenski boltinn 29. apríl 2025 13:52
Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær og voru skoruð tíu mörk í leikjunum þremur. Íslenski boltinn 28. apríl 2025 14:17
Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0 | Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Valur tók á móti toppliði Þór/KA á N1 vellinum á Hlíðarenda í dag þegar þriðja umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína. Leikurinn fór rólega af stað en Valur gekk frá þessu í síðari hálfleik og hafði betur með þremur mörkum gegn engu. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 19:40
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Þrátt fyrir að vera marki undir þegar mínúta var til leiksloka vann Stjarnan 1-2 sigur á Tindastóli í Bestu deild kvenna í dag. Stjörnukonur fengu þar með sín fyrstu stig í sumar. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 19:05
Uppgjörið: FH - FHL 3-1 | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út um leikinn FH tók á móti FHL og vann 3-1 í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir setti fyrstu tvö mörk FH, sem er enn taplaust. Hope Santaniello skoraði fyrsta mark nýliðanna FHL í efstu deild. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 16:00
„Hún er klárlega skemmtikraftur“ FHL er nýliði í Bestu deild kvenna í fótbolta sumar og einn leikmaður liðsins hefur þegar vakið mikla athygli hjá sérfræðingum Bestu markanna. Íslenski boltinn 27. apríl 2025 11:02