Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

FIFA setur Rubiales í bann

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að setja Luis Rubiales, forseta Knattspyrnusambands Spánar, í tímabundið bann frá afskiptum af knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sakar Jenni Hermoso um lygar

Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hann er sköpunar­vél“

Kevin De Bruyne, miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, telur Bruno Fernandes mest skapandi miðjumann ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Grinda­vík skoraði sjö og felldi Ægi

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lukaku gæti endað í hlýjum faðmi Mourinho

Eftir að hafa verið orðaður við sitt fyrrum félag Inter brenndi Romelu Lukaku allar brýr til Mílanó þegar hann virtist á leið til Juventus. Það féll upp fyrir en það stöðvaði ekki leið Lukaku til Ítalíu. Nú virðist hann vera á leið til Rómaborgar þar sem fyrrverandi þjálfari hans ræður ríkjum.

Fótbolti