Ótrúleg innkoma Ísaks sem skoraði þrennu og lagði upp eitt Ísak Bergmann Jóhannesson átti vægast sagt góða innkomu er hann kom inn af bekknum í mögnuðu 6-3 útisigri Fortuna Dusseldorf gegn Unterhaching í framlengdum leik í þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 31. október 2023 23:01
„Maður þarf stundum að reyna að leika aðeins á þessa dómara“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var eðlilega súr og svekkt eftir 2-0 tap gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 31. október 2023 22:08
Selma Sól: Mér fannst við bara gera nóg Ísland tapaði 2-0 gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Eftir fjóra leiki er íslenska liðið með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Selma Sól lék 86 mínútur á miðjunni hjá Íslandi í dag og var svekkt með tapið. Fótbolti 31. október 2023 22:03
Sædís Rún: „Ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap þegar liðið tók á móti Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður liðsins, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. Fótbolti 31. október 2023 21:55
Belgar unnu endurkomusigur gegn Evrópumeisturunum Belgía vann sterkan 3-2 sigur er liðið tók á móti Evrópumeisturum Englands í riðli 1 í A-deild Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 31. október 2023 21:36
Orri hafði betur í Íslendingaslag og FCK fer í átta liða úrslit FC Kaupmannahöfn er á leið í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur gegn Midtjylland í Íslendingaslag í kvöld. Fótbolti 31. október 2023 21:27
Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. Fótbolti 31. október 2023 21:16
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Fótbolti 31. október 2023 21:15
Tvö rauð og Mané hetja Al-Nassr gegn lærisveinum Gerrards Sadio Mané reyndist hetja Al-Nassr er liðið tók á móti Steven Gerrard og lærisveinum hans í Al-Ettifaq í sádi-arabíska Konungsbikarnum í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik og Al-Nassr því á leið í átta liða úrslit. Fótbolti 31. október 2023 20:10
Gylfi skoraði tvö er Lyngby komst í átta liða úrslit eftir vítaspyrnukeppni Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Lyngby er liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu með útisigri gegn Helsingør í vítaspyrnukeppni kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 2-2. Fótbolti 31. október 2023 19:47
Danir enn með fullt hús stiga í riðli Íslands Danir eru enn með fullt hús stiga í riðli okkar Íslendinga í Þjóðadeild kvenna eftir 2-1 sigur gegn Wales í kvöld. Fótbolti 31. október 2023 18:54
Byrjunarlið Íslands: Hafrún og Ingibjörg koma inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið þá ellefu leikmenn sem verða í byrjunaliði liðsins gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli í kvöld. Fótbolti 31. október 2023 17:51
Kennie Chopart yfirgefur KR eftir sjö ára samband Danski varnarmaðurinn Kennie Chopart hefur yfirgefið KR eftir að hafa leikið með liðinu frá árinu 2016. Fótbolti 31. október 2023 17:10
Spilaði í þriðju deild fyrir tveimur árum en er núna þriðja besta fótboltakona heims Uppgangur spænsku fótboltakonunnar Sölmu Paralluelo undanfarin ár hefur verið með ólíkindum. Fótbolti 31. október 2023 16:30
Leikmenn United farnir að efast um Ten Hag Leikmenn Manchester United eru byrjaðir að efast um Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, vegna sumra ákvarðana hans. Enski boltinn 31. október 2023 15:30
Hafa ekki skorað á móti Þýskalandi á íslenskri grundu í 37 ár Þýskum landsliðskonum hefur gengið afar vel í heimsóknum sínum til Íslands í gegnum tíðina. Ekki aðeins hafa þær unnið alla leikina heldur hefur íslenska liðinu ekki tekist heldur að skora. Fótbolti 31. október 2023 15:01
Sú besta í heimi beið í tuttugu mínútur eftir treyjunni Spænski knattspyrnukonan Aitana Bonmatí fékk í gær Gullhnöttinn sem besti leikmaður kvenna á síðasta ári. Fótbolti 31. október 2023 14:01
Rannsaka sérstaklega kaup Chelsea á Eto'o og Willian Félagsskipti Samuel Eto'o og Willian eru meðal þess sem gæti komið Chelsea í vandræði vegna hugsanlegra brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 31. október 2023 13:00
Neville gagnrýnir kaupin á Antony og kennir Glazerunum um þau Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, gagnrýnir kaup félagsins á brasilíska kantmanninum Antony. Hann kennir hins vegar eigendum United um þau en ekki knattspyrnustjóranum og segir að þau hafi verið gerð í óðagoti. Enski boltinn 31. október 2023 12:31
Púað á Martínez á verðlaunahátíð Gullboltans Púað var á Emiliano Martínez þegar hann tók við Yashin verðlaununum á verðlaunahátíð Gullboltans í gær. Fótbolti 31. október 2023 12:00
Bjóða stuðningsmönnum sínum frítt ferðalag á jólaleikinn Chelsea spilar á útivelli á aðfangadag og það á heimavelli Wolves í Wolverhampton norðvestur af Birmingham. Enski boltinn 31. október 2023 10:30
Lineker ekki lengur í vafa með Messi Lionel Messi fékk Gullhnöttinn, Ballon d'Or, í áttunda sinn á ferlinum í gær en enginn annar leikmaður í sögunni hefur fengið hann oftar en fimm sinnum. Fótbolti 31. október 2023 10:01
Tímasetning Ballon d'Or hátíðarinnar kemur Asllani ekki á óvart Ef það er eitthvað sem segir manni að virðing fyrir kvennafótboltanum sé enn ekki kominn á þann stall sem hún að að vera í alþjóða fótboltasamfélaginu þá er það Ballon d'Or hátíðin sem var haldin í gær. Fótbolti 31. október 2023 09:30
Draumafermingarferð á Villa Park: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ungur stuðningsmaður Aston Villa fékk treyju frá uppáhalds leikmanni sínum í liðinu í fyrstu ferð sinni á Villa Park. Enski boltinn 31. október 2023 09:01
Ástralar hætta við HM framboð og við fáum líklegast annað jóla-HM Ekkert virðist ætla að koma í veg fyrir það að heimsmeistaramót karla í fótbolta fari fram í Sádí Arabíu árið 2034 og þá líklegast á miðju tímabili í evrópska fótboltanum. Fótbolti 31. október 2023 08:15
Leitin að föður Luis Díaz enn án árangurs Leitin að föður Liverpool leikmannsins Luis Díaz hefur enn ekki borið árangur en Luis Manuel Díaz var rænt um helgina. Enski boltinn 31. október 2023 07:40
42 ára maður lést á Diego Armando Maradona leikvanginum Stuðningsmaður Napoli var að reynast að stelast inn á leik Napoli og AC Milan í ítalska boltanum um helgina en það ferðalag hans endaði skelfilega. Fótbolti 31. október 2023 06:38
Níu handteknir eftir árás á liðsrútu Lyon Alls hafa níu verið handteknir eftir að stuðningsmenn Marseille réðust á liðsrútu Lyon fyrir leik liðanna í frönsku úrvalsdeildinni með þeim afleiðingum að sauma þurfti 13 spor í andlit Fabio Grosso, þjálfara Lyon. Fótbolti 30. október 2023 23:31
Arnór orðaður við Leicester City Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er orðaður við Leicester City, topplið ensku B-deildarinnar, en hann spilar í dag með Blackburn Rovers í sömu deild. Enski boltinn 30. október 2023 23:00
Messi kosinn bestur í áttunda sinn Argentínumaðurinn Lionel Messi hlaut í kvöld Gullboltann (Ballon d‘Or) fyrir að vera besti knattspyrnumaður í heimi. Þetta er í áttunda sinn sem hann hlýtur verðlaunin. Fótbolti 30. október 2023 21:48