Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

HM í Katar „gullgæs“ fyrir Talibana sem græddu milljarða

Hreyfing Talibana í Afganistan græddi andvirði milljarða króna á uppbyggingu Katara fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú stendur yfir í síðarnefnda ríkinu. Það gerðu þeir fyrir tilstuðlan greiðslna frá katarska ríkinu undir yfirskini friðaviðræðna. 

Fótbolti
Fréttamynd

Neville gapandi hissa á Thiago Silva

Gary Neville, sparkspekingur og fyrrverandi landsliðsmaður Englands, botnar ekkert í því hvernig brasilíski varnarmaðurinn Thiago Silva fer að því að spila jafn vel og hann gerir, 38 ára að aldri.

Fótbolti
Fréttamynd

Nkunku fer til Chelsea næsta sumar

Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að franski sóknarmaðurinn Christopher Nkunku fari til enska fótboltafélagsins Chelsea sumarið 2023. Nkunku á að baki 8 A-landsleiki fyrir Frakkland og var einn þeirra sem átti að fara til Katar þar sem HM fer nú fram. Hann þurfti hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu hópslags­málin þegar allt sauð upp úr í leik Zenit og Spar­tak

Zenit St. Pétursborg og Spartak Moskva áttust við í rússneska bikarnum í knattspyrnu á sunnudag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að það sauð allt upp úr í leiknum og á endanum fengu sex leikmenn rautt spjald eftir hópslagsmál undir lok leiks. Þá höfðu alls tíu gul spjöld farið á loft í venjulegum leiktíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi færist nær Miami

Lionel Messi mun að öllum líkindum ganga í raðir Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í sumar. Hann yrði launahæsti leikmaður í sögu deildarinnar. Messi er ekki eini leikmaðurinn orðaður við Inter Miami en Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er einnig sagður vera á leiðinni til félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjóðverjar halda í vonina eftir jafntefli við Spán

Spánn og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í stórleik dagsins á HM í fótbolta. Að liðin deili með sér stigunum þýðir að Spánn er í kjörstöðu til að fara áfram í 16-liða úrslit þökk sé ótrúlegum 7-0 sigri á Kosta Ríka í fyrstu umferð mótsins. Þýskaland þarf hins vegar sigur gegn Kosta Ríka í lokaumferðinni sem og að treysta á að Spánn vinni Japan.

Fótbolti