Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Tap hjá Sverri í Aþenuslagnum

Sverrir Ingi Ingason stóð í vörn Panathinaikos í kvöld þegar liðið mætti AEK Aþenu á útivelli í höfuðborgarslag í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri skoraði fyrir slaginn við Chelsea

Tveggja mánaða bið eftir marki lauk hjá framherjanum stæðilega Andra Lucasi Guðjohnsen í dag þegar hann gerði þriðja mark Gent í 3-0 sigri gegn OH Leuven í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert ekki fyrstur til að vinna Empoli

Eftir tvennuna gegn Lazio í síðasta leik var Albert Guðmundsson í fyrsta sinn í byrjunarliði Fiorentina í dag, þegar liðið mætti grönnum sínum í Empoli, í ítölsku A-deildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: KR - Fram 7-1 | Benóný Breki og KR með sýningu

KR vann ótrúlegan 7-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Benóný Breki skoraði fjögur mörk í liði heimamanna, Óðinn Bjarkason skoraði í sínum fyrsta leik í Bestu deildinni á meðan Luke Rae og Atli Sigurjónsson skoruðu einnig. Markús Páll Ellertsson skoraði mark Fram. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Þróttur - Þór/KA 0-0 | Marka­laust í Laugar­dalnum

Þróttur og Þór/KA skildu jöfn þegar liðin áttust við á Avis-vellinum í dag. Hvorugt lið náði að skora þrátt fyrir álitleg færi í leiknum. Bæði lið sigla lygnan sjó í efri hluta Bestu deildar kvenna en Þór/KA situr í þriðja sæti á meðan Þróttur situr í því fimmta þegar ein umferð er eftir af Íslandsmótinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tottenham lék tíu United-menn grátt

Tottenham vann frábæran 3-0 útisigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag og jók þar með enn pressuna á Erik ten Hag, knattspyrnustjóra United. Heimamenn misstu Bruno Fernandes af velli með rautt spjald og verða án hans í næstu deildarleikjum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Upp­hafið að endinum hjá Ten Hag?

Manchester United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og þá gerði liðið jafntefli við Twente frá Hollandi í Evrópudeildinni í vikunni. Næstu þrír leikir liðsins eru í erfiðari kantinum og gætu verið upphafið að endinum hjá þjálfara liðsins, Erik ten Hag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu fyrstu mörk Orra Steins í treyju Real Sociedad

Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur opnað markareikning sinn á Spáni en hann kom inn af bekknum og skoraði tvö í 3-0 sigri liðsins á Valencia. Þetta voru hans fyrstu mörk síðan hann gekk í raðir Sociedad frá FC Kaupmannahöfn.

Fótbolti
Fréttamynd

Nökkvi Þeyr kom að marki og Messi bjargaði stigi

Nökkvi Þeyr Þórisson var með svokallaða íshokkí-stoðsendingu í 3-1 sigri sinna manna í St. Louis City á Sporting Kansas City í MLS-deildinni í knattspyrnu. Þá skoraði Lionel Messi glæsimark sem bjargaði stigi fyrir Inter Miami gegn Charlotte.

Fótbolti
Fréttamynd

„Á­byrgðin er mín“

Þjóðverjinn Hansi Flick tók á sig alla sök eftir fyrsta tap Barcelona undir hans stjórn í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvera­gerði fær stimpilinn frá Mosó

Sjálfsagt var fagnað langt fram á nótt í Mosfellsbæ eftir að Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í gær, í fyrsta sinn. Við þessi tímamót fær Hveragerði ákveðinn stimpil sem Mosfellsbær hefur lengi haft.

Íslenski boltinn