Bóluefni Pfizer fær fullt markaðsleyfi í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt alfarið notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech við kórónuveirunni í Bandaríkjunum. Hingað til hefur bóluefnið verið notað í skjóli neyðarleyfis. Talið er að ákvörðunin gæti hvatt fleiri Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig. Erlent 23. ágúst 2021 14:11
ÍTF vill fleiri en tvö hundruð í hverju hólfi og grímurnar burt Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna, telur rétt að endurskoða reglur um sóttvarnir á kappleikjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Íslenski boltinn 23. ágúst 2021 13:30
Hefja notkun á heimalöguðu bóluefni Forseti Taívans reið á vaðið í dag og var á meðal þeirra fyrstu sem fengu nýtt innlent bóluefni gegn kórónuveirunni. Gagnrýnisraddir eru þó uppi um að notkun efnisins hafi verið samþykkt of hratt. Erlent 23. ágúst 2021 13:11
Starfsmaður Landakots greindist með kórónuveiruna Starfsmaður á öldrunarlækningadeild K1 á Landakoti hefur greinst smitaður af Covid-19. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá forsvarsmönnum Landspítala. Innlent 23. ágúst 2021 13:08
Hvað dvelur hraðprófin? Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja. Skoðun 23. ágúst 2021 12:31
Fleiri foreldrar sem hringi og vilja koma börnum fyrr að Bólusetningar hjá tólf til fimmtán ára börnum hófust í Laugardalshöll í morgun. Básar hafa verið settir upp fyrir börn sem kvíða sprautinni og sjúkrarúmum fjölgað vegna hættu á yfirliði. Skólahjúkrunarfræðingar sjá um bólusetninguna. Innlent 23. ágúst 2021 12:00
Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. Innlent 23. ágúst 2021 11:44
Loka mötuneyti nemenda vegna smits í umhverfi starfsmanna Mötuneyti nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur verið lokað eftir að smit kom upp í nærumhverfi starfsmanna þar og þeir sendir í sóttkví. Skólameistari FG segir að koma verði í ljós hvort reglur um sóttkví og einangrun muni valda miklu raski í skólastarfinu. Innlent 23. ágúst 2021 11:26
62 greindust með veiruna innanlands í gær 62 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 27 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, en 35 utan sóttkvíar. Innlent 23. ágúst 2021 10:47
Faraldurinn hafi haft fleira jákvætt í för með sér en fólk átti sig á Tómstunda- og félagsmálafræðingurinn Ingveldur Gröndal segist telja að fleiri jákvæða fleti megi finna á kórónuveirufaraldrinum en fólk virðist almennt halda. Ingveldur skrifaði BA-ritgerð um jákvæð áhrif faraldursins. Lífið 23. ágúst 2021 10:35
Skutu fjölda hunda á leið í athvarf Eftirlitsstofnun sveitarfélaga í Ástralíu rannsakar nú lítið sveitarfélag þar í landi, eftir að ákvörðun var tekin um að skjóta fjölda hunda sem biðu þess að komast í dýraathvarf. Ástæðan virðist vera hræðsla embættismanna sveitarfélagsins við útbreiðslu Covid-19. Erlent 23. ágúst 2021 10:35
Þú getur nálgast niðurstöðu um smitið áður en símtalið berst Undanfarinn mánuð hafa á bilinu eitt þúsund til sex þúsund manns farið í sýnatöku vegna einkenna eða sóttkvíar hjá heilsugæslum víða um land. Biðin eftir niðurstöðu getur reynst mörgum löng. Þeir sem reynast smitaðir eiga möguleika á að vita niðurstöðuna nokkru áður en símtalið berst frá göngudeild Landspítalans. Innlent 23. ágúst 2021 10:30
Landsliðsfyrirliðinn með veiruna Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er með kórónuveiruna. Stutt er í næstu leiki landsliðsins sem verða í undankeppni HM 2022. Óvíst er hvort þetta hafi áhrif á komandi verkefni. Fótbolti 23. ágúst 2021 09:20
Örvunarskammtar draga verulega úr smithættu í Ísrael Þriðji skammturinn af bóluefni Pfizer dró verulega úr líkum á smiti og alvarlegum veikindum hjá sextugu fólki og eldra borið saman við þá sem fengu tvo skammta samkvæmt upplýsingum ísraelskra heilbrigðisyfirvalda. Erlent 23. ágúst 2021 09:14
Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. Innlent 23. ágúst 2021 08:24
Útgöngubann í aðdraganda heimsóknar Kamölu Harris Yfirvöld í Víetnam hafa sett á útgöngubann í ákveðnum hverfum í Ho Chi Minh, höfuðborg landsins, frá og með deginum í dag, degi áður en Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna kemur þangað í tveggja daga opinbera heimsókn. Erlent 23. ágúst 2021 07:34
Starfsmaður Hringekjunnar smitaður Verslunin Hringekjan í Þórunnartúni í Reykjavík verður lokuð í dag eftir að starfsmaður verslunarinnar greindist smitaður af kórónuveirunni. Innlent 23. ágúst 2021 07:23
Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. Atvinnulíf 23. ágúst 2021 07:01
Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun. Innlent 23. ágúst 2021 06:30
Finnst koma til greina að ríkið dreifi sjálfsprófum á heimili Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, ber því hraðprófafyrirkomulagi vel söguna sem ríkisstjórnin skoðar hvort hægt sé að taka upp á Íslandi til að leyfa stærri samkomur. Hann mætti í veislu í gær þar sem allir veislugestir voru skimaðir fyrir Covid-19 með hraðprófum áður en þeir fengu að fara inn í veislusalinn. Innlent 22. ágúst 2021 23:45
Börn leitað til umboðsmanns vegna bólusetningar Börn hafa leitað til embættis umboðsmanns barna vegna bólusetninga sem hefjast á morgun. Umboðsmaður leggur áherslu á að börn og foreldrar gefi sér tíma til þess að ræða ávinning og áhættu bólusetninga til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun. Innlent 22. ágúst 2021 18:46
Formaður sjúkrahússlækna segir ráðherrum að hætta að hlusta á forstjórann Theódór Skúli Sigurðsson, formaður sjúkrahússlækna, segir af og frá að mönnunarvandi sé eina vandamál Landspítalans en ekki fjármögnun. Það megi álykta af orðum ráðherra eftir fund með forstjóra Landspítalans. Theódór segir að sparnaðaraðgerðir hafi gengið svo langt að heilbrigðisstarfsmenn hafi hreinlega átt að hætta að hjúkra og lækna. Markmiðið væri að spara. Innlent 22. ágúst 2021 15:31
Eðlilegt líf – Já takk Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið. Skoðun 22. ágúst 2021 15:00
Segir óskiljanlegt að sóttvarnir hér lúti ekki sömu lögum og erlendis Rökstyðja þarf hvers vegna sóttvarnareglur hér á landi til langs tíma lúti ekki sömu reglum og sóttvarnir erlendis. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir skýrum svörum frá sóttvarnayfirvöldum. Innlent 22. ágúst 2021 14:50
„Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýjar leiðbeiningar um sóttkví flóknar og of matskenndar. Hún segir tíma til kominn að hætta að skima einkennalaust og heilbrigt fólk. Innlent 22. ágúst 2021 14:00
Fjölgar um tvo á Landspítalanum Nú liggja 24 sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo frá því í gær. Þar af liggja sjö á gjörgæsludeild og eru þrír þeirra óbólusettir. Fimm eru í öndunarvél. Sjö af sautján sjúklingum á bráðalegudeildum eru óbólusettir. Fjöldi á gjörgæslu og í öndunarvél stendur í stað milli daga. Innlent 22. ágúst 2021 13:53
Von á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og þriðjudag Von er á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og hinn þegar ráðist verður í bólusetningu barna á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar eru beðnir um að fylgja börnum sínum. Innlent 22. ágúst 2021 12:00
54 greindust smitaðir af veirunni innanlands Að minnsta kosti 54 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Það eru töluvert færri en í gær, þegar 71 greindist smitaður. 33 af þeim sem greindust eru fullbólusettir og 21 óbólusettur. Innlent 22. ágúst 2021 10:50
Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. Innlent 21. ágúst 2021 23:16
Myndu leyfa mótefnalyfið ef Landspítali óskaði eftir því Lyfjastofnun myndi samþykkja notkun mótefnalyfsins Ronapreve ef Landspítalinn óskaði eftir því að fá að nota það í meðferð sjúklinga með Covid-19. Lyfið fékk leyfi í Bretlandi í gær. Innlent 21. ágúst 2021 22:26