„Þetta er eiginlega gamla góða klisjan, ég sökk svolítið djúpt eftir sambandsslit“ Bear the Ant er nýtt tónlistar samstarf hjá þeim Birni Óla Harðarsyni og Davíð Antonssyni sem voru að gefa út lagið Higher Times. Davíð er þekktastur fyrir trommuleik sinn í hljómsveitinni Kaleo en þetta er frumraun Björns í tónlistinni. Félagarnir skrifuðu og framleiddu lagið saman en það varð til á myrkasta tíma ársins í miðju Covid og má heyra í því vonleysi í bland við von um betri tíma. Tónlist 18. febrúar 2022 12:50
Gera All Out of Luck að sínu og frumsýna nýtt myndband Reykjavíkurdætur hafa gefið út ábreiðu af hinu ástsæla Eurovisionlagi All Out of Luck sem Selma Björnsdóttir lenti í öðru sæti með árið 1999. Dæturnar hafa vakið mikla athygli hérlendis og erlendis fyrir þáttöku sína í Söngvakeppni Sjónvarpsins og eru þær allar miklir aðdáendur lagsins og Selmu. Lífið 18. febrúar 2022 09:31
„Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“ Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi. Lífið 17. febrúar 2022 21:00
Elti draumana til London og samdi svo lag um óvissuna við að fullorðnast Vilberg Andri Pálsson gefur út á miðnætti í dag lagið Kílómetrar. Vilberg er leiklistarnemi úti í London og tónlistarmaður og gerði hann einnig stuttmynd með sama nafni sem kemur út síðar á árinu en hefur nú þegar hlotið verðlaun. Lífið 17. febrúar 2022 18:01
Notuðu sumarlaunin til þess að framleiða kvikmynd Spennutryllirinn Harmur kemur í kvikmyndahús um helgina og er þetta fyrsta kvikmynd leikstjóranna Ásgeirs Sigurðssonar og Antons Karls Kristensen sem báðir eru á tvítugsaldrinum. Myndin hefur verið að fá verðskuldaða athygli en mikil ástríða einkennir framleiðslu myndarinnar sem leikstjórarnir fjármögnuðu sjálfir. Lífið 17. febrúar 2022 15:47
Pollapönkarar kaupa hlut í elstu hljóðfæraversluninni Þeir Arnar Gíslason og Guðni Finnson hafa keypt sig inn í rekstur Hljóðfærahússins. Þeir vinna saman í versluninni auk þess að standa vaktina í hljómsveitum á borð við Pollapönk, Dr. Mugison, Dr. Spock, Jónas Sig og Ensími svo eitthvað sé nefnt. Viðskipti innlent 17. febrúar 2022 15:28
Guggugulur fannst á Listasafni Akureyrar Verkið Guggugulur, sem hvarf á Akureyri fyrir sex árum síðan, er komið í leitirnar og mun kannski skila sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman. Innlent 17. febrúar 2022 13:18
Bjóða börnum að gerast listamenn Krakkaklúbburinn Krummi stendur mánaðarlega fyrir skemmtilegri dagskrá á Listasafni Íslands þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafnsins. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu og eru börn á öllum aldri velkomin. Lífið 17. febrúar 2022 12:30
Berdreymi verðlaunuð á Berlinale og verður sýnd í 44 löndum Samtök evrópska kvikmyndahúsa, Europa Cinemas, hafa valið íslensku kvikmyndina Berdreymi sem bestu evrópsku kvikmyndina í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Bíó og sjónvarp 17. febrúar 2022 11:54
Vill fá Guggugulan sem hvarf á Akureyri aftur heim til Ísafjarðar Myndlistarmaðurinn og Ísfirðingurinn Gunnar Jónsson lýsir eftir verki sínu, Guggugulum, sem hvarf á Akureyri þegar það var þar til sýnis árið 2016. Verkið er ljósmynd af málningu, Guggugulum, málningarlitnum sem þjóðþekkta skipið Guggan var máluð með. Innlent 17. febrúar 2022 07:00
Ráðherrar segja Verbúðina skemmtun góða Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og Willum Þór Þórsson eru sammála um að Verbúðin hafi verið góð skemmtun og að frjálst framsal aflaheimilda hafi verið skiljanlegt og jafnvel farsælt skref á sínum tíma. Innlent 16. febrúar 2022 15:59
Með lánsgítar á óþægilegum klappstól Í dag kemur út textamyndband við lagið Something með Rakel Sigurðardóttur, sem unnið er af listakonunni Erlu Daníelsdóttur. Lagið er þriðja smáskífan af komandi útgáfu hennar og verkefna tveggja annarra kvenna, Salóme Katrínar og ZAAR. Tónlist 16. febrúar 2022 15:15
Lón snúa aftur með nýtt lag - Nostalgískur blær LÓN snúa aftur með frábært nýtt lag sem nefnist Hold On. Meðlimir LÓNs kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu láta reyna á rólegri hljóðheim með þessu nýja verkefni. Albumm 16. febrúar 2022 14:31
Eyþór Ingi flutti ódauðlegan slagara með stæl Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson var gestur í Glaumbæ á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld. Tónlist 16. febrúar 2022 12:30
„Horfið á Fávita með ömmu ykkar“ Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag. Bíó og sjónvarp 16. febrúar 2022 07:00
Júníus Meyvant og KK frumsýna nýtt lag og myndband Júníus Meyvant og KK voru að gefa út lagið Skýjaglópur en lagið og textinn er samið af Júníusi og er hvoru tveggja mjög hugljúft. „Hvað myndi KK gera?“ og trúin var að hluta til innblásturinn á bakvið lagið sem þeir unnu svo saman. Lífið 15. febrúar 2022 16:01
Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. Bíó og sjónvarp 15. febrúar 2022 14:46
Kúrekastemning og rólegheit þessa vikuna Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 15. febrúar 2022 14:31
Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. Innlent 15. febrúar 2022 13:01
Ellefu ára og gjörsamlega stal senunni í Glaumbæ Í skemmtiþættinum Glaumbær sem er dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum mættu þeir Ari Eldjárn og Eyþór Ingi og tóku nokkur vel valin lög með Birni Stefánssyni. Tónlist 15. febrúar 2022 12:31
Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. Menning 15. febrúar 2022 10:15
Kynnar á Óskarsverðlaunahátíðinni eftir þriggja ára hlé Eftir þrjár Óskarsverðlaunahátíðir í röð án kynnis verður nú breyting á. Þrjár konur – þær Regina Hall, Amy Schumer og Wanda Sykes – munu sameiginlega taka að sér hlutverkið á 94. Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer 27. mars næstkomandi. Lífið 15. febrúar 2022 08:09
Hlátrasköll og faðmlög hjá fólkinu á bak við Verbúðina Áttundi og síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í gær eins og fór eflaust ekki framhjá neinum. Leikarar og aðstandendur hittust á Ölveri í gærkvöldi. Lífið 14. febrúar 2022 22:46
Segir söguþráð Verbúðarinnar mjög nálægt sannleikanum Fyrrum þingkona Kvennalistans segir Verbúðina endurspegla andrúmsloftið á níunda áratugnum og telur söguþráðinn mjög nálægt sannleikanum. Hún segist viss um að Kristín Halldórsdóttir heitin sé fyrirmynd skeleggrar persónu í þáttunum. Innlent 14. febrúar 2022 22:00
„Viljum halda leyndinni eins lengi og mögulegt er“ Tónlistaratriðið Nappi var kynnt inn í liðnum „íslenskt og áhugavert“ á íslenska listanum á FM957 síðasta laugardag en mikil leynd hvílir yfir þessu verkefni. Tónlist 14. febrúar 2022 16:30
Hugmyndir fyrir Valentínusarsófakúrið Í dag er Valentínusardagurinn, dagur ástarinnar og eru eflaust einhverjir sem ætla að taka stefnumót með ástinni sinni sem endar jafnvel upp í sófa að kúra yfir mynd. Færðin í dag er ekki upp á marga fiska svo það er upplagt að hafa stefnumótið heima, elda góðan mat eða jafnvel sækja veitingar af uppáhalds staðnum og velja svo ástarmynd af þessum lista. Lífið 14. febrúar 2022 16:01
Ari Eldjárn fór á kostum í flutningi á Park Life með Blur Í skemmtiþættinum Glaumbær sem er dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum mættu þeir Ari Eldjárn og Eyþór Ingi og tóku nokkur vel valin lög með Birni Stefánssyni. Tónlist 14. febrúar 2022 15:30
Snoop Dogg og Kelly Clarkson kynnar í bandarísku útgáfunni af Eurovision Bandaríkjamenn ætla að halda sína eigin útgáfu af Eurovision, Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo virðist sem keppnin muni einfaldlega einfaldlega heita American Song Contest. Lífið 14. febrúar 2022 14:41
„Lífið tekur mann stundum í aðra átt“ Elektró pönk-rokk tvíeykið Monstra gefur út sitt annað lag Blossoming sem er eitt af lögunum af komandi EP plötu þeirra. Albumm 14. febrúar 2022 14:31
Frumsýna myndbandið við Hjartað mitt: „Sjö ára dóttir mín er innblásturinn af þessu lagi“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu myndbandi við lagið „Hjartað mitt“, sem er eitt þeirra laga sem tekur þátt í undankeppni Eurovision hér á landi í ár. Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson er höfundur lagsins og Magnús Þór Sigmundsson skrifar textann en Stefanía Svavarsdóttir flytur lagið. Tónlist 14. febrúar 2022 13:00