Heimildamynd um Anthony Bourdain gagnrýnd fyrir gervirödd Heimildamynd um stjörnukokkinn Anthony Bourdain heitinn hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa beitt gervigreind til að endurgera rödd kokksins. Leikstjóri myndarinnar staðfesti að rödd kokksins hafi verið endurgerð með hjálp gervigreindar og notuð í myndinni. Bíó og sjónvarp 16. júlí 2021 14:10
„Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. Tónlist 16. júlí 2021 13:18
Måneskin gefur út nýtt tónlistarmyndband Måneskin, hljómsveitin sem bar sigur úr bítum í Eurovision á þessu ári fyrir hönd Ítalíu, hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við lagið I Wanna Be Your Slave. Tónlist 16. júlí 2021 11:20
Antonio Banderas, Harrison Ford og Pheobe Waller-Bridge í nýrri Indiana Jones Næsta ævintýri fornleifafræðingsins Indiana Jones verður stjörnum prýtt en tilkynnt hefur verið að Antonio Banderas muni fara með hlutverk í næstu mynd, þeirri fimmtu í kvikmyndaseríunni. Bíó og sjónvarp 16. júlí 2021 10:54
Mannfólkið breytist í slím á Akureyri næstu helgi Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím verður haldin í fjórða sinn á Akureyri dagana 23. - 24. júlí. Tónlist 15. júlí 2021 17:40
„Ef þú ert með vandaðan tónlistarsmekk verður kynjahlutfallið jafnt“ Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja. Tónlist 15. júlí 2021 15:01
Meghan og Harry framleiða teiknimyndaþætti fyrir Netflix Harry Bretaprins og Meghan Markle hafa tilkynnt að þau séu að framleiða teiknimyndaþætti fyrir Netflix en þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu þeirra Archwell. Meghan er höfundur og framleiðandi þáttanna en þeir bera titilinn Pearl. Bíó og sjónvarp 15. júlí 2021 12:37
Netflix sækir á leikjamarkaðinn Forsvarsmenn Netflix stefna á að bæta tölvuleikjum við streymisveitu sína á næsta ári. Fyrirtækið hefur ráðið fyrrverandi yfirmann hjá EA Games og Facebook til að stýra verkefninu. Viðskipti erlent 15. júlí 2021 11:15
Myrtu alla James Bond Netverjar nokkrir tóku sig til og bjuggu til dauðasenur fyrir hvern James Bond, það er hverja útgáfu njósnarans sem leikin er af hverjum leikara. Netverjarnir sem um ræðir eru tæknibrellusérfræðingar sem halda úti YouTube-rásinni Corridor Crew. Lífið 15. júlí 2021 10:49
Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. Bíó og sjónvarp 15. júlí 2021 10:01
Rauðhausarokk af gamla skólanum fyrir allan peninginn Dr. Gunni kallaði sjálfan Eirík Hauksson til að syngja lag á óútkomna plötu og sá var nú ekki feiminn við míkrófóninn. Tónlist 15. júlí 2021 09:01
Þeramínspil í Máli og menningu Dúettinn Huldumaður og víbrasjón hefur verið á tónleikaferðalagi um norður- og vesturhluta landsins undanfarinn mánuð en sveitin hefur þá sérstöðu að nota hljóðfærið þeramín í tónlistinni. Tónlist 14. júlí 2021 15:19
Sér hvað listamenn sem hún vinnur með eru ástríðufullir Esther Þorvaldsdóttir hefur í gegn um tíðina starfað á flestum sviðum tónlistarbransans en ferill hennar hófst sem aðstoðarmaður hjá menningarstjórnunarfyrirtækinu Aura. Á þeim áratugi sem liðinn er hefur hún keypt fyrirtækið og fært út kvíarnar. Tónlist 14. júlí 2021 14:30
Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. Bíó og sjónvarp 14. júlí 2021 13:02
Loki Laufeyjarson fær aðra seríu Hrekkjaguðinn Loki Laufeyjarson mun fá aðra sjónvarpsþáttaseríu hjá Marvel en lokaþáttur fyrstu seríunnar kom út í dag. Tilkynnt var um að önnur sería verði framleidd í kreditsenunni í lokaþættinum. Bíó og sjónvarp 14. júlí 2021 10:41
Tiger King þættir Amazon hættir í framleiðslu? Svo virðist vera sem ekkert verði úr þáttum í framleiðslu Amazon um dýrahirðinn og dæmda glæpamanninn Joe Exotic, sem vakti mikla athygli í Netflix-heimildaþáttunum Tiger King. Leikarinn Nicolas Cage hafði tekið að sér aðalhlutverkið, sem Joe Exotic, en hann hefur ýjað að því að hann muni ekki fara með hlutverkið. Bíó og sjónvarp 14. júlí 2021 10:00
Big Bang-stjarna vill til Íslands í nýju þáttunum Kaley Cuoco, ein af stjörnum gamanþáttana ofurvinsælu Big Bang Theory, segist gjarnan vilja taka upp einn þátt í annarri þáttaröð Flight Attendand, nýjum þáttum hennar, hér á landi. Bíó og sjónvarp 14. júlí 2021 08:46
Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. Bíó og sjónvarp 13. júlí 2021 22:44
Krúnan og Mandalorian sópa að sér Emmy tilnefningum Tilnefningar til Emmy verðlaunanna hafa verið tilkynntar og eru þar þáttaraðirnar The Crown og The Mandalorian tilnefningaflestar. Hvor þáttanna er tilnefndur til 24 verðlauna en á eftir fylgja WandaVision, Ted Lasso og Handmaid‘s Tale hvað tilnefningafjölda varðar. Bíó og sjónvarp 13. júlí 2021 16:42
Grúsk gefur frá sér nýtt lag Hljómsveitin Grúsk hefur gefið frá sér nýtt lag en það er þriðja lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar sem gefin verður út í haust. Tíu ár eru liðin síðan fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út en Grúsk var endurvakin á þessu ári. Tónlist 13. júlí 2021 15:21
Ákvað á innan við klukkutíma að taka Brekkusönginn Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun fara með umsjón Brekkusöngsins á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun en að sögn Harðar Orra Grettissonar, formanns Þjóðhátíðarnefndar, var Magnús fyrsti kostur eftir að tilkynnt var að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki sjá um að halda uppi stuði í Herjólfsdal þann 1. ágúst næstkomandi. Tónlist 13. júlí 2021 11:06
Ný útgáfa Thom Yorke af Creep lítur dagsins ljós Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar Radiohead, hefur gefið út nýja útgáfu af Creep, vinsælasta lagi hljómsveitarinnar. Um er að ræða níu mínútna langt remix þar sem mjög hefur verið hægt á gangi lagsins. Tónlist 13. júlí 2021 10:29
Ramsay ekki viss um að íslenskur hákarl sé ætur Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er ekki par hrifinn af íslenskum hákarli og gerir hann það dagljóst í þáttunum Uncharted, sem sýndir eru á National Geographic. Í þættinum má sjá Ramsay prófa hákarl hjá Finnboga Bernódussyni, vélsmiði í Bolungarvík. Bíó og sjónvarp 12. júlí 2021 16:31
Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. Innlent 12. júlí 2021 13:38
Óvenjuleg opnunarhelgi hjá Black Widow Fyrsta kvikmynd Marvel kvikmyndaversins í rúm tvö ár fór í sýningu á föstudag og á nokkuð óvenjulegan hátt. Kvikmyndin sem um ræðir er Black Widow, sem fjallar um ofurnjósnarann Natasha Romanoff og rússneskra félaga hennar. Bíó og sjónvarp 12. júlí 2021 11:11
Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu The Witcher Fyrsta smástiklan fyrir aðra seríu Netflix-þáttanna The Witcher er komin í loftið. Nú eru bara fimm mánuðir í að þættirnir komi út og er því nær tveggja ára bið eftir annarri seríu lokið en fyrsta sería þáttanna fór í loftið í desember 2019. Bíó og sjónvarp 12. júlí 2021 09:59
Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. Erlent 11. júlí 2021 10:20
Ein milljón fyrir Þorstein og Bjarna Málverk listamannsins Þrándar Þórarinssonar, sem hefur vakið talsverða athygli, seldist á uppboði fyrir heila milljón króna. Menning 11. júlí 2021 09:34
Auglýsa eftir aukaleikurum á Hellu fyrir stórt Netflix-verkefni Auglýst hefur verið eftir aukaleikurum fyrir erlent verkefni á vegum Netflix á Facebook-síðu íbúa Hellu. Samkvæmt Facebook-færslunni er leitað að karlmönnum á aldrinum 22-55 ára og um sjötugt. Bíó og sjónvarp 9. júlí 2021 22:00
Vök frumsýnir nýtt myndband tekið í Rauðhólum Hljómsveitin Vök hefur sent frá sér nýtt myndband við smáskífu sína, Skin sem kom út fyrir viku. Skin kemur í kjölfarið á smáskífunni, Lost in the Weekend. Bæði lögin gefa innsýn í hvers er að vænta af nýrri plötu sem meðlimir Vakar vinna nú að. Lífið 9. júlí 2021 15:27