Lokaorð um Guðríði og eldflaugina Helgi Sæmundur Helgason skrifar 25. júní 2022 10:56 Á þjóðhátíðardaginn var þáttur á Rás 1 í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar með því huggulega heiti Guðríður og geimfarið. Í þættinum fær Jón Ársæll valinkunna fræðimenn á ýmsum sviðum til að rifja upp sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, fjalla um hið sögulega og hugmyndalega samhengi margumtalaðrar styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði (Fyrsta hvíta móðirin) og einnig um verk listakvennanna Steinunnar Gunnlaugsdóttur og Bryndísar Björnsdóttur sem þær settu upp í vor og nefndu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Eins og alþjóð veit stálu þær Steinunn og Bryndís styttu Ásmundar af stalli sínum á Laugarbrekku á Snæfellsnesi og komu henni fyrir í eldflaug (ekki geimfari) á bílastæðinu fyrir utan Nýlistasafnið. Skilaboðin með gjörningi listakvennanna voru þau að stytta Ásmundar sé rasískt rusl sem best færi á að eyðileggja (breyta í geimrusl). Því miður vantaði gagnrýnni umræðu um þessa ályktun listakvennanna í þætti Jóns Ársæls. Eins og ég hef áður fjallað um í greinum mínum hér á Vísi og í Fréttablaðinu þá fer því víðs fjarri að Ásmundur hafi lagt rasíska merkingu í þessa styttu (þrátt fyrir heitið). Um þetta sýnist mér allir vera sammála, meira að segja líka Steinunn og Bryndís sem héldu því fram í furðulegri yfirlýsingu nú á dögunum að verk þeirra hefði ekkert með persónur að gera! Að verk þeirra beindist aðeins að hugmyndafræðinni að baki styttu Ásmundar en hefði ekkert með persónulegan tilgang listamannsins að gera. Þessi yfirlýsing listakvennanna afhjúpar þversögnina í verki þeirra því hún sýnir að í reynd virða þær að einhverju leyti þá merkingu sem Ásmundur lagði í sitt eigið verk og því hlýtur styttan að eiga sér tilverurétt – hún er m.ö.o. ekkert rusl. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að heiti styttunnar kunni ekki að vera afsprengi rasískrar hugmyndafræði eins og þær Steinunn og Bryndís eru sannfærðar um og margir fræðimenn hafa tekið undir, þ.á m. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur í þætti Jóns Ársæls. Með gleggri greiningu og minni yfirgangi hefðu listakonurnar áreiðanlega náð að koma þessari skoðun til skila án þess að vega að æru Ásmundar. Það er líka mikilvægt að halda því til haga hér að mörgum þykir afar vænt um styttuna af Guðríði en það er vegna þess að hvað sem fræðilegri umfjöllun líður þá er styttan falleg og fólk tengir við þá merkingu sem Ásmundur ætlaði henni – að vekja athygli á sögu Guðríðar og minnast afreka hennar. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Menning Tengdar fréttir Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Á þjóðhátíðardaginn var þáttur á Rás 1 í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar með því huggulega heiti Guðríður og geimfarið. Í þættinum fær Jón Ársæll valinkunna fræðimenn á ýmsum sviðum til að rifja upp sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, fjalla um hið sögulega og hugmyndalega samhengi margumtalaðrar styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði (Fyrsta hvíta móðirin) og einnig um verk listakvennanna Steinunnar Gunnlaugsdóttur og Bryndísar Björnsdóttur sem þær settu upp í vor og nefndu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Eins og alþjóð veit stálu þær Steinunn og Bryndís styttu Ásmundar af stalli sínum á Laugarbrekku á Snæfellsnesi og komu henni fyrir í eldflaug (ekki geimfari) á bílastæðinu fyrir utan Nýlistasafnið. Skilaboðin með gjörningi listakvennanna voru þau að stytta Ásmundar sé rasískt rusl sem best færi á að eyðileggja (breyta í geimrusl). Því miður vantaði gagnrýnni umræðu um þessa ályktun listakvennanna í þætti Jóns Ársæls. Eins og ég hef áður fjallað um í greinum mínum hér á Vísi og í Fréttablaðinu þá fer því víðs fjarri að Ásmundur hafi lagt rasíska merkingu í þessa styttu (þrátt fyrir heitið). Um þetta sýnist mér allir vera sammála, meira að segja líka Steinunn og Bryndís sem héldu því fram í furðulegri yfirlýsingu nú á dögunum að verk þeirra hefði ekkert með persónur að gera! Að verk þeirra beindist aðeins að hugmyndafræðinni að baki styttu Ásmundar en hefði ekkert með persónulegan tilgang listamannsins að gera. Þessi yfirlýsing listakvennanna afhjúpar þversögnina í verki þeirra því hún sýnir að í reynd virða þær að einhverju leyti þá merkingu sem Ásmundur lagði í sitt eigið verk og því hlýtur styttan að eiga sér tilverurétt – hún er m.ö.o. ekkert rusl. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að heiti styttunnar kunni ekki að vera afsprengi rasískrar hugmyndafræði eins og þær Steinunn og Bryndís eru sannfærðar um og margir fræðimenn hafa tekið undir, þ.á m. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur í þætti Jóns Ársæls. Með gleggri greiningu og minni yfirgangi hefðu listakonurnar áreiðanlega náð að koma þessari skoðun til skila án þess að vega að æru Ásmundar. Það er líka mikilvægt að halda því til haga hér að mörgum þykir afar vænt um styttuna af Guðríði en það er vegna þess að hvað sem fræðilegri umfjöllun líður þá er styttan falleg og fólk tengir við þá merkingu sem Ásmundur ætlaði henni – að vekja athygli á sögu Guðríðar og minnast afreka hennar. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar