Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Veitan og Hansa gefa út nýtt lag

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, betur þekkt sem Hansa, var að gefa út lag með hljómlistahópnum Veitunni. Laginu Það sem gera þarf fyrir líka skemmtilegt myndband þar sem koma fyrir mörg kunnuleg andlit.

Tónlist
Fréttamynd

Kristófer hitti föður sinn í fyrsta skipti fjórtán ára gamall

„Hann mætir og byrjar að taka í höndina á öllum og ég er síðastur í röðinni. Þarna er maður nýbúinn að hlusta á þjóðsönginn og hann kemur til mín, hikar aðeins og segir svo: Good Luck.“ Þetta segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox þegar hann rifjar upp eftirminnilegt atvik með forseta Íslands á undankeppni EM í körfubolta. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir“

„Ég er náttúrulega frekar ný í þessum leik þannig margt er að koma á óvart. Það sem kemur alltaf hvað mest á óvart er hvað það leynast margir laumumeistarar út um allt,“ segir Birna Másdóttir um nýjustu þáttaröðina af GYM sem nú eru í sýningu.

Lífið
Fréttamynd

Hipsumhaps gefur út nýja plötu

Önnur breiðskífa Hipsumhaps er komin út ber heitið Lög síns tíma. Um er að ræða samtímaverk sem að hefur verið í vinnslu frá því að samkomubannið var sett á í mars á síðasta ári

Tónlist
Fréttamynd

Mark Ruffa­lo aftur á bak stimplar sig inn af krafti

Hljóm­sveitin Ólafur Kram, sem sigraði Músík­til­raunir í gær, leggur mikið upp úr texta­gerð og hefur gjarnan þann háttinn á laga­smíðinni að semja textann fyrst og síðan hljóð­heim í kring um hann. Tveir með­limir hljóm­sveitarinnar voru enn að ná sér niður úr sigur­vímunni þegar Vísir náði tali af þeim í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Ólafur Kram sigraði í Músík­til­raunum

Hljómsveitin Ólafur Kram bar sigur úr bítum í Músíktilraunum, sem fór fram í Hörpu í gær. Tólf hljómsveitir tóku þátt í keppninni og eftir æsispennandi úrslitakvöld var niðurstaða dómnefndar og símakosninga kynnt.

Tónlist
Fréttamynd

B.J. Thomas er dáinn

Margverðlaunaði tónlistarmaðurinn B.J. Thomas er dáinn, 78 ára að aldri. Thomas lést eftir að hafa glímt við alvarlegt lungnakrabbamein í nokkra mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Sjáðu sigur­dansinn hans Rúriks

Rúrik Gíslason, fótboltakappi og athafnamaður, sigraði Allir geta dansað í Þýskalandi í gær. Brá hann sér þar í líki þrumuguðsins Þórs, eða allavega Hollywood-útgáfuna af honum.

Lífið
Fréttamynd

Rúrik dansaði sig til sigurs í Þýskalandi

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, sigraði í þýska dansþættinum Let's Dance í kvöld. Rúrik tók við verðlaunagripnum klæddur eins og ofurhetjan Þór úr Marvel-teiknimyndasagnaheiminum.

Lífið
Fréttamynd

Natan Dagur komst ekki í lokaúrslitin

Þátttöku íslenska söngvarans Natans Dags Benediktssonar í norsku útgáfu hæfileikakeppninnar The Voice lauk í kvöld. Hann var einn fjögurra keppenda í lokaþættinum en hann komst ekki áfram í lokaúrslitin.

Lífið
Fréttamynd

Höfundur Gráðugu lirfunnar er látinn

Bandaríski rithöfundurinn og teiknarinn Eric Carle er látinn, 91 árs að aldri. Carle skrifaði og myndskreytti rúmlega sjötíu barnabækur en er þekktastur fyrir bókina um Gráðugu lirfuna (e. The Very Hungry Caterpillar).

Menning