Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Telur að for­maður HSÍ eigi að segja af sér

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust.

Innlent
Fréttamynd

Nú eru þeir strákarnir þeirra

Hvernig gat þetta gerst, að Handknattleikssamband Íslands gerði samning við Arnarlax, þá norsku aurgoða sem hafa hreiðrað um sig í fjörðum landsins og eru að þar leggja lífríkið í rúst? Formaður HSÍ hefur gerst sekur um alvarlegan dómgreindarbrest og ætti að segja af sér strax.

Skoðun
Fréttamynd

Fé­lag Guð­bjargar á­formar að selja fyrir um tíu milljarða í út­boði Ís­fé­lagsins

Fjárfestingafélag Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleigandi Ísfélagsins, mun standa að sölu á miklum meirihluta þeirra bréfa sem verða seld til nýrra fjárfesta í almennu hlutafjárútboði sjávarútvegsfyrirtækisins sem hófst í morgun. Miðað við lágmarksgengið í útboðinu, sem metur Ísfélagið á 110 milljarða, þykir félagið nokkuð hagstætt verðlagt í samanburði við önnur sjávarútvegsfyrirtæki á markaði og verðmöt sem greinendur hafa gert í tengslum við skráninguna.

Innherji
Fréttamynd

Um þriðjungur starfs­fólks farinn heim til Pól­lands

Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­fé­lagið verð­metið á yfir 110 milljarða í út­boði á um fimm­tán prósenta hlut

Sjávarútvegsfyrirtækið Ísfélagið, sem varð til við sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma um mitt þetta ár, hefur ákveðið að hefja almennt hlutafjárútboð þar sem til stendur að selja tæplega fimmtán prósenta hlut í félaginu. Miðað við lágmarksgengið í tilboðsbók A í útboðinu, sem er beint að minni fjárfestum, er fyrirtækið verðmetið á samtals rúmlega 110 milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Beint streymi: Matvælaþing í Hörpu

Matvælaþing er haldið í annað sinn í Hörpu í dag. Hringrásarhagkerfið verður meginviðfangsefni þingsins í ár, en í tilkynningu um viðburðinn segir að það sé í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040 sem var mótuð á síðasta þingi.

Innlent
Fréttamynd

Telja fast­eignir og lausa­fé Vísis ehf. vel tryggt

Staðan á Reykjanesskaga hefur ekki áhrif á starfsemi útgerðarinnar Vísis en fiskvinnsla í Grindavík hefur stöðvast. Stjórnendur vinna við að bregðast við aðstæðum og munu taka ákvarðanir í samræmi við þróun mála. Stjórnendur telja fasteignir og lausafé félagsins í Grindavík vera vel tryggt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bátar verði fluttir úr höfninni

Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn.

Innlent
Fréttamynd

Lax og bleikja af landi frá Sam­herja í verslanir

Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Besta fisk­veiði­kerfið - drepum ekki gull­gæsina

Fáar eða nokkrar þjóðir eiga jafn mikið undir farsælli nýtingu fiskistofna sinna og við Íslendingar. Þessi staða hefur verið okkar leiðarstjarna við þróun og uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins sem hvarvetna fær mikið lof af kunnáttufólki og fræðimönnum.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Vest­firðinga óttast að gagn­rýna fisk­eldi

Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi.

Innlent
Fréttamynd

Lag Bjarkar og Rosalíu kemur út á fimmtu­daginn

Lagið Oral, úr smiðju tónlistarkonunnar Bjarkar með Rosalíu sem gestasöngkonu, kemur út fimmtudaginn næstkomandi, þann 9. nóvember. Lagið er að sögn Bjarkar framlag til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. 

Lífið
Fréttamynd

Vill stjórn­endur laxeldisfyrirtækja í fangelsi

Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn.

Innlent
Fréttamynd

„Ég ætlaði varla að trúa þessu“

Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 

Innlent
Fréttamynd

Slátra lúsa­hrjáðum laxi fyrir veturinn

Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 

Innlent
Fréttamynd

Nóg komið

Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun.

Skoðun