Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2025 12:24 Verktakar sem samþykktir voru í forvali þurfa að skila inn tilboðum í gerð skipaganganna fyrir 9. júní næstkomandi. Kystverket/Multiconsult/Link Arkitektur Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. „Áhugi Kína á norðurslóðum fer ört vaxandi. Við höfum séð það í Norður-Noregi, á Svalbarða, á Íslandi, á Grænlandi. Og nú einnig skipagöngin við Stað,“ sagði Kåre Dahl Martinsen, prófessor í öryggis- og varnarmálum við varnarmálaskóla norska hersins, í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í febrúar. „Kína hefur reynt að ná fótfestu í höfnum í Noregi og nú reyna þeir fyrir sér í stærra innviðaverkefni,“ sagði Dahl Martinsen og vísaði til þess að í þjóðaröryggismati væri varað við vaxandi ógn af njósnum frá Kína. Göngin gætu opnast skipaumferð eftir sex ár, ef áætlanir ganga eftir.Kystverket/Multiconsult /LINK Arkitektur Þar sem skipagöngin yrðu mikilvæg leið fyrir skipaumferð meðfram ströndinni yrði að skilgreina þau sem „viðkvæma innviði“. Í öðrum Evrópulöndum hefði ekki komið til greina að Kína fengi að taka þátt í slíkri framkvæmd. Kínversk fyrirtæki gætu oft lagt fram „ómótstæðileg tilboð“ en þá gerðist það með ríkisstyrkjum, að sögn Dahl Martinsen. Ef það hefði öryggispólitíska þýðingu fyrir Kína væru engin takmörk fyrir því hversu mikið kínversk ríkisfyrirtæki gætu fengið í styrki. Fræðimaður við norska flotaskólann, Tor Ivar Strømmen, lýsti sömuleiðis áhyggjum vegna áhuga Kínverja á verkefninu. Þingmaður Hægriflokksins, Olve Grotle, kvaðst einnig efins um að kínversk fyrirtæki fengju að vinna verkið og sagði að fara yrði með gát. Í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2021 er sýnt hvernig verður að sigla um göngin: Sex verktakasamstæður sóttu um að fá að bjóða í skipagöngin: Skanska Norge AS og Vassbakk og Stol AS (Noregi). AF Gruppen Norge AS (Noregi). Eiffage Genie Civil (Frakkandi). Acciona Construccion S.A og Bertelsen og Garpestad AS (Spáni og Noregi). PowerChina International Group Limited, Sichuan Road and Brigde Corporation Ltd., Sinohydro bureau 7. Ltd, PowerChina Huadong Engineering (Kína). China Road and Brigde Corporation, CCCC Second Highway Engineering Co. Ltd., CCCC Highway Consultants Co. Ltd (Kína). Svo fór að norska siglingastofnunin Kystverket samþykkti fjóra verktaka út frá „tæknilegri og faglegri hæfni“ en hafnaði báðum kínversku verktökunum. Sagði að þá hefði skort bæði reynslu og hæfni til að takast á við verkið. Fulltrúar verktakanna sem samþykktir voru í forvalinu heimsóttu fyrirhugað framkvæmdasvæði nýlega ásamt fulltrúum siglingastofnunar Noregs, Kystverket.Tor Arne Aasen/Kystverket Verktakarnir fjórir hafa frest til 9. júní næstkomandi til að skila inn fyrsta verðtilboði. Tilboðin verða síðan metin og samið um þau, jafnvel í nokkrum umferðum, áður en besta tilboðið er valið. Markmiðið er að samningur verði undirritaður haustið 2025 og framkvæmdir hefjist árið 2026. Áætlað er að fimm ári taki að grafa göngin, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Verkið er þó háð því að samningur verði innan þess kostnaðarramma sem norska Stórþingið hefur samþykkt, upp á um 64 milljarða íslenskra króna. Annars þarf norska ríkisstjórnin að leggja málið aftur fyrir þingið. Noregur Öryggis- og varnarmál Kína NATO Norðurslóðir Skipaflutningar Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Ferðalög Samgöngur Tengdar fréttir Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. 17. nóvember 2024 09:51 Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
„Áhugi Kína á norðurslóðum fer ört vaxandi. Við höfum séð það í Norður-Noregi, á Svalbarða, á Íslandi, á Grænlandi. Og nú einnig skipagöngin við Stað,“ sagði Kåre Dahl Martinsen, prófessor í öryggis- og varnarmálum við varnarmálaskóla norska hersins, í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í febrúar. „Kína hefur reynt að ná fótfestu í höfnum í Noregi og nú reyna þeir fyrir sér í stærra innviðaverkefni,“ sagði Dahl Martinsen og vísaði til þess að í þjóðaröryggismati væri varað við vaxandi ógn af njósnum frá Kína. Göngin gætu opnast skipaumferð eftir sex ár, ef áætlanir ganga eftir.Kystverket/Multiconsult /LINK Arkitektur Þar sem skipagöngin yrðu mikilvæg leið fyrir skipaumferð meðfram ströndinni yrði að skilgreina þau sem „viðkvæma innviði“. Í öðrum Evrópulöndum hefði ekki komið til greina að Kína fengi að taka þátt í slíkri framkvæmd. Kínversk fyrirtæki gætu oft lagt fram „ómótstæðileg tilboð“ en þá gerðist það með ríkisstyrkjum, að sögn Dahl Martinsen. Ef það hefði öryggispólitíska þýðingu fyrir Kína væru engin takmörk fyrir því hversu mikið kínversk ríkisfyrirtæki gætu fengið í styrki. Fræðimaður við norska flotaskólann, Tor Ivar Strømmen, lýsti sömuleiðis áhyggjum vegna áhuga Kínverja á verkefninu. Þingmaður Hægriflokksins, Olve Grotle, kvaðst einnig efins um að kínversk fyrirtæki fengju að vinna verkið og sagði að fara yrði með gát. Í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2021 er sýnt hvernig verður að sigla um göngin: Sex verktakasamstæður sóttu um að fá að bjóða í skipagöngin: Skanska Norge AS og Vassbakk og Stol AS (Noregi). AF Gruppen Norge AS (Noregi). Eiffage Genie Civil (Frakkandi). Acciona Construccion S.A og Bertelsen og Garpestad AS (Spáni og Noregi). PowerChina International Group Limited, Sichuan Road and Brigde Corporation Ltd., Sinohydro bureau 7. Ltd, PowerChina Huadong Engineering (Kína). China Road and Brigde Corporation, CCCC Second Highway Engineering Co. Ltd., CCCC Highway Consultants Co. Ltd (Kína). Svo fór að norska siglingastofnunin Kystverket samþykkti fjóra verktaka út frá „tæknilegri og faglegri hæfni“ en hafnaði báðum kínversku verktökunum. Sagði að þá hefði skort bæði reynslu og hæfni til að takast á við verkið. Fulltrúar verktakanna sem samþykktir voru í forvalinu heimsóttu fyrirhugað framkvæmdasvæði nýlega ásamt fulltrúum siglingastofnunar Noregs, Kystverket.Tor Arne Aasen/Kystverket Verktakarnir fjórir hafa frest til 9. júní næstkomandi til að skila inn fyrsta verðtilboði. Tilboðin verða síðan metin og samið um þau, jafnvel í nokkrum umferðum, áður en besta tilboðið er valið. Markmiðið er að samningur verði undirritaður haustið 2025 og framkvæmdir hefjist árið 2026. Áætlað er að fimm ári taki að grafa göngin, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Verkið er þó háð því að samningur verði innan þess kostnaðarramma sem norska Stórþingið hefur samþykkt, upp á um 64 milljarða íslenskra króna. Annars þarf norska ríkisstjórnin að leggja málið aftur fyrir þingið.
Noregur Öryggis- og varnarmál Kína NATO Norðurslóðir Skipaflutningar Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Ferðalög Samgöngur Tengdar fréttir Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. 17. nóvember 2024 09:51 Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. 17. nóvember 2024 09:51
Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30