Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Á frá­veitu­vatnið heima í sjónum?

Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvergerðingar undrast yfir­lýsingar ná­granna sinna um virkjun

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja.

Innlent
Fréttamynd

Hættir hjá Geisla­vörnum eftir 38 ára starf

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna, lætur af störfum í dag. Hann hefur stýrt stofnuninni í 38 ár. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kvaddi Sigurð með blómvendi og kökuboði við þessi tímamót þar sem Sigurður rifjaði upp farinn veg í viðburðaríku starfi á sviði geislavarna sem spannar meira en fjóra áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Mann­úð fyrir jólin

Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga tilheyra þeim þjóðfélagshópi sem haldið er í sárri fátækt og búa við algjöra neyð.

Skoðun
Fréttamynd

Menga á daginn og grilla á kvöldin

COP28 loftslagsráðstefnan í Dubai hefst í dag og því er nauðsynlegt að skoða frammistöðu Íslenskra fyrirtækja sem losa meira en 20 þúsund tonn af CO2 á síðasta ári. En berjast þarf að krafti við að draga úr losun því hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið á þessu ári. Haldi þessi þróun áfram mun hún hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir jarð­ar­búa, líf­ríki og vist­kerfi á jörð­inn­i.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ríkis­stjórnina skila auðu í bar­áttunni við verð­bólguna

Formaður Viðreisnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólgu og háa vexti. Það eina sem ríkisstjórnin hyggðist gera til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs væri flatur niðurskurður án allrar forgangsröðunar. Ekkert væri gert til að draga í raun úr útgjöldum ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Skattur á rafbíla fer í að bjarga ís­lenskunni

Aðgerðaráætlun menningarmálaráðherra gerir ráð fyrir að tæpum einum og hálfum milljarði verði veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Í nýlegu lagafrumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að nýtt kílómetragjald eigi að leggjast fyrst á rafbíla.

Skoðun
Fréttamynd

Trausti Fannar skipaður for­maður

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu ekki orku í að halda á­fram fyrr en í upp­hafi árs

Þingkona Flokks fólksins og eiginmaður hennar hafa stefnt sýslumanninum vegna fyrndra vaxta sem þau þurftu að greiða í tengslum við uppboð á heimili þeirra árið 2017. Málið á uppruna sinn að rekja til Hrunsins árið 2008. Ásthildur Lóa segir málið mikið réttlætismál og að sýslumaður hafi brotið á jafnræði. Það hafi ekki allir greitt þessa fyrndu vexti. 

Innlent
Fréttamynd

Lítill hluti stjórnarmála kominn fram á Al­þingi

Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt hvað fá mál af málaskrá ríkisstjórnarinnar eru komin fram á Alþingi þegar óðum styttist í jólaleyfi þingmanna, eða 35 frumvörp. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður væri tilhneigingin stundum að leggja mál fram rétt áður en frestur til þess renni út, sem væri í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­stjóri óskaði eftir helmingi minni launa­hækkun

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps í dag var meðal annars tekin fyrir beiðni frá Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra þar sem hún lagði fram ósk um að breyting á launum hennar frá 1. nóvember 2023 taki ekki breytingum samkvæmt launavísitölu þetta árið líkt og samið er um í ráðningarsamningi heldur verði í takt við þær breytingar sem BHM gerði á launatöflum 1. apríl 2023. Breyting samkvæmt launavísitölu þýðir um 11% hækkun á milli ára en breytingar á launatöflum BHM nemur 6,75%. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þessa beiðni sveitarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Ertu sekur um að verða 67 ára?

Eldri borgarar og öryrkjar sem treysta eingöngu á lágar bætur frá almannatryggingum lifa við gríðarlega fátækt og bágborin kjör. Þeir óttast sérstaklega að verða 67 ára því þá lækka bætur þeirra enn frekar þegar þeir færast yfir á ellilífeyri. Oft eru þetta konur sem unnu árum saman sem heimavinnandi húsmæður og eiga engan lífeyrissjóð.

Skoðun