Hefur miklar áhyggjur af KR-liðinu: „Vont að horfa á þetta“ KR vann sex Íslandsmeistaratitla í röð frá 2014 til 2019 en nú er liðið í bullandi fallhættu. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru ekkert öruggir með að þeir spili í deildinni næsta vetur án breytinga. Körfubolti 24. nóvember 2022 14:02
Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“ Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar. Körfubolti 24. nóvember 2022 08:00
Vinnie sló stoðsendingametið sem var sett á síðustu öld Vincent „Vinnie“ Malik Shahid setti nýtt stoðsendingamet í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær þegar hann leiddi Þórsara til fyrsta sigur síns á tímabilinu. Körfubolti 22. nóvember 2022 11:00
Björn fær nýra úr mömmu: „Vissi að þetta yrði endastöðin“ „Vegna þess hve léleg nýrun eru orðin þá má ég ekki við því aukaálagi sem fylgir því að æfa og spila körfubolta,“ segir KR-ingurinn Björn Kristjánsson sem neyðst hefur til að leggja körfuboltaskóna á hilluna. Körfubolti 22. nóvember 2022 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. Körfubolti 21. nóvember 2022 23:45
„Við getum brotnað niður eða eflst við þetta“ Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Körfubolti 21. nóvember 2022 22:31
Umfjöllun: Höttur - Stjarnan 89-92 | Stjarnan marði Hött í framlengingu Stjarnan komst aftur á skrið eftir tvo tapleiki í röð með að vinna Hött á Egilsstöðum í kvöld og stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu heimamanna. Stjarnan knúði fram sigur í framlengingu eftir að Höttur hafði unnið upp forskot á lokamínútu venjulegs leiktíma. Körfubolti 21. nóvember 2022 22:30
„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“ Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94. Körfubolti 21. nóvember 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Körfubolti 21. nóvember 2022 20:25
Björn Kristjánsson spilar ekki meira með KR á leiktíðinni Björn Kristjánsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir KR í Subway deild karla í körfubolta í bili. Hann var heiðraður með blómvendi fyrir leik liðsins gegn Val í gærkvöld en hann glímir við veikindi sem halda honum nú frá keppni. Körfubolti 21. nóvember 2022 20:01
„Núna erum við með Julio en vorum með Bjarna sjúkraþjálfara í vörninni í fyrra“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var léttur í lund eftir sigurinn á Njarðvík, 91-88, í Smáranum í kvöld. Körfubolti 20. nóvember 2022 22:58
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-110 | Allt nema eitt eins og það á að vera Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi Subway-deildar karla í körfubolta með fimmta sigrinum í röð þegar þeir unnu slaka KR-inga í Vesturbænum af afar miklu öryggi, 110-77. Körfubolti 20. nóvember 2022 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 91-88 | Blikar áfram rjúkandi heitir Annan heimaleikinn í röð vann Breiðablik sterkan sigur á Suðurnesjaliði. Að þessu sinni sigruðu Blikar Njarðvíkinga, 91-88, og jöfnuðu þar með Valsmenn að stigum á toppi Subway-deildar karla. Körfubolti 20. nóvember 2022 22:05
„Fyrir mér er þetta löngu búið“ Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti. Körfubolti 20. nóvember 2022 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. Körfubolti 20. nóvember 2022 21:04
Maté: Ekki fallegt og ekki skemmtilegt Haukar lögðu ÍR að velli í leik sem náði aldrei neinu flugi í Ólafssal í kvöld. Þjálfari liðsins gat verið ánægður með sigurinn en fannst sínir menn geta gert betur. Haukar unnu leikinn með 20 stigum, 93-73, og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu. Körfubolti 20. nóvember 2022 20:28
Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. Körfubolti 18. nóvember 2022 12:31
Braut tennurnar í Brynjari Björns fyrir níu árum og er nú mættur aftur á Klakann Grindvíkingar hafa tekið ákvörðun um að skipta um bandaríska leikmann liðsins en félagið lét David Azore fara eftir fimm umferðir í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 17. nóvember 2022 15:27
Reynslumikill Spánverji á að hjálpa Njarðvíkingum upp úr neðsta sæti í fráköstum Njarðvíkingar styrktu liðið sitt í landsleikjaglugganum því félagið samdi við 205 sentímetra framherja. Körfubolti 15. nóvember 2022 16:30
„Við setjum markmanninn bara strax fram“ Breiðablik hefur heillað með frammistöðu sinni í upphafi Subway-deildar karla í körfubolta, en leikstíll liðsins hefur komið andstæðingum þess í opna skjöldu. Körfubolti 14. nóvember 2022 07:00
„Ég þarf bara að sækja peninginn annað“ „Það eina sem Hæstiréttur segir er að ég eigi ekki að leita til körfuknattleiksdeildarinnar heldur félagsins alls. Það er þá það sem ég mun gera,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson, körfuboltamaður, sem enn stendur í launadeilu við sína gömlu vinnuveitendur hjá ÍR. Körfubolti 11. nóvember 2022 08:30
Sigurður fær að óbreyttu ekki krónu frá ÍR Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson þarf að heyja nýja baráttu ætli hann sér að fá ógreidd laun upp á tæpar tvær milljónir króna frá ÍR, eftir dóm Hæstaréttar í dag. Körfubolti 9. nóvember 2022 16:15
Brynjar segir KKÍ vera ákvörðunarfælið samband og vill sjá nýtt fólk í forystu Stjórn Körfuknattleiksambands Íslands var meðal þessa sem var til umræðu í nýjustu Framlengingunni í Körfuboltakvöldi en þar voru nokkur hitamál tekin fyrir. Körfubolti 8. nóvember 2022 10:00
„Liðið hefur verið samansafn af lokuðum pappakössum“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir sigur liðsins á útivelli gegn Njarðvík í kvöld. Jóhann telur Grindvíkinga hafa skortað hörku undanfarin ár og kvaðst ánægður að Gkay Skordilis, leikmaður Grindavíkur, hafi látið reka sig af velli. Körfubolti 4. nóvember 2022 23:46
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 80-85 Grindavík | Ljónharðir Grindvíkingar sóttu sigur í Ljónagryfjunni Grindavík sótti öflugan fimm stiga sigur á útivelli gegn Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-85. Sigri Grindavíkur var lítið ógnað en liðið leiddi nánast frá upphafi til enda. Körfubolti 4. nóvember 2022 23:05
Umfjöllun og viðtöl: KR-Höttur 72-83 | Höttur hafði betur í fimmta leiknum sínum í röð Höttur lagði KR að velli 72-83 þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í DHL-höllinni í Vesturbænum í kvöld. Körfubolti 4. nóvember 2022 19:54
Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var. Körfubolti 3. nóvember 2022 22:51
Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. Körfubolti 3. nóvember 2022 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 105-97 | Fjórði sigur meistaranna í röð Valur vann sinn fjórða leik í röð í Subway deildinni. Valur sýndi mikla yfirburði snemma í leiknum og Þór Þorlákshöfn náði sér ekki á strik fyrr en í fjórða leikhluta sem var of seint. Valur vann á endanum átta stiga sigur 105-97. Körfubolti 3. nóvember 2022 22:18
Tindastóll á sigurbraut á ný Tindastóll lagði Stjörnuna að velli í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld en leikið var á Sauðárkróki. Lokatölur 98-89 og Tindastóll því kominn á sigurbraut á ný eftir tvö töp í deildinni í röð. Körfubolti 3. nóvember 2022 22:07