Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valur og Stjarnan mættust í Origo höllinni að Hlíðarenda í kvöld, þar sem tímabilið var undir fyrir Stjörnumenn, Valsmenn komnir í 2-0 í einvíginu. Síðasti leikur liðanna gat ekki verið mikið jafnari, tvíframlengdur tveggja stiga sigur og var svipað uppá teningnum í kvöld, í það minnsta framan af. Körfubolti 11. apríl 2022 23:20
„Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir“ Finnur Freyr þjálfari Valsmanna var stoltur af frammistöðu sinna manna eftir að þeir sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld. Hvaða tilfinningar börðust um í brjósti Finns strax eftir leik? Körfubolti 11. apríl 2022 22:54
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 95-94 | Dramatískur sigur í framlengdum leik Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Hingað til hefur heimaliðið sigrað leikina í þessari seríu og á því varð engin breyting. Lokatölur 95-94 eftir framlengingu. Körfubolti 11. apríl 2022 22:32
Baldur Þór: Stál í stál í seinni hálfleik Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var sáttur með sigur sinna manna gegn Keflvíkinum í í kvöld. Stólarnir eru nú með 2-1 forystu í einvíginu og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Körfubolti 11. apríl 2022 21:28
Ræddu punghögg Halldórs: „Á bara að skammast sín og fara í burtu“ Leikar eru farnir að æsast í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta og litlu munaði að upp úr syði í Keflavík á föstudag eftir fantabrögð Halldórs Garðars Hermannssonar. Körfubolti 11. apríl 2022 11:30
Umfjöllun og viðtöl: KR 64–74 Njarðvík | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. Körfubolti 9. apríl 2022 23:10
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 86-85 Þór Þorlákshöfn | Háspenna í Grindavík Grindavík tók á móti Þórsurum í leik tvö í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar í kvöld. Fyrri leikur liðanna var jafn og spennandi allan tímann þar sem Þórsarar sigldu fram úr á lokasprettinum. Það var svipað uppá teningnum í kvöld nema nú tókst heimamönnum að snúa lukkunni sér í hag og kláruðu leikinn með ótrúlegri sigurkörfu frá EC Matthews, lokatölur í Grindavík 86-85. Körfubolti 9. apríl 2022 22:49
Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn „Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Körfubolti 9. apríl 2022 22:31
Sverrir Þór: Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur Spennustigið var í hæstu hæðum í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn lögðu Íslandsmeistara Þórs með einu stigi eftir sigurkörfu frá EC Matthews. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, viðurkenndi að sigrarnir gerðust vart mikið sætari en þessi. Körfubolti 9. apríl 2022 22:00
Tóku til í stúkunni eftir tap Keflavík jafnaði einvígið gegn Tindastól í úrslitakeppni Subwaydeildarinnar í gærkvöldi með góðum sigri á heimavelli. Tapið stöðvaði þó ekki vaska stuðningsmenn Tindastóls í því að ganga vel frá eftir sig og fengu þeir verskuldað hrós fyrir. Körfubolti 9. apríl 2022 12:31
Umfjöllun: Keflavík – Tindastóll 92-75 | Heimamenn svöruðu og einvígið er jafnt Keflavík og Tindastóll mættust í öðrum leik liðanna í einvígi sínu í 8-liða úrslitum í Subway deild karla fyrr í kvöld. Mikið var undir, sérstaklega fyrir Keflavík, þar sem lið vinna sjaldan upp tveggja leikja mun í einvigjum í úrslitakeppninni í körfubolta. Keflvíkingar svöruðu síðasta leik og unnu 92-75 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Körfubolti 8. apríl 2022 22:50
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan– Valur 92-94 | Valsmenn með 2-0 forystu eftir tvíframlengdan leik Valsmenn unnu dramatískan tveggja stiga sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í örðum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 94-92. Valsmenn þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum, en framlengja þurfti leik kvöldsins í tvígang. Körfubolti 8. apríl 2022 21:36
Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny „Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld. Körfubolti 6. apríl 2022 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 93-88 | Góður endasprettur Þórsara tryggði þeim sigur í fyrsta leik Þór Þorlákshöfn er komið í 1-0 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík leiddi á löngum köflum en heimamenn sigu fram úr í lokafjórðungnum. Körfubolti 6. apríl 2022 22:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 99-90 KR | Deildarmeistararnir náðu loks að leggja KR Deildarmeistarar Njarðvíkur tóku á móti KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hart var tekist á. Alvöru úrslitakeppnisleikur hér í kvöld og rífandi stemming í húsinu. KR-ingar hafa haft gott tak á Njarðvíkingum í vetur og völtuðu yfir þá síðast þegar liðin mættust, svo það má segja það hafi verið smá pressa á deildarmeisturunum fyrir þennan leik. Körfubolti 6. apríl 2022 21:54
Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur ekki riðið sérlega feitum hesti frá viðureignum sínum gegn uppeldisfélaginu KR, en fyrir leikinn í kvöld hafði hann tapað 13 af 14 síðustu leikjum gegn þeim, þar af báðum leikjunum í deildinni í vetur og seinni leiknum ansi illa. Það var annað uppi á teningnum í kvöld og því lá beinast við að spyrja hvort Benni væri loksins búinn að ná að kveða niður KR-grýluna. Körfubolti 6. apríl 2022 21:25
Ríkjandi meistarar hafa ekki tapað fyrsta leik í næstu úrslitakeppni síðan fyrir hrun Það eru liðin fjórtán ár síðan að ríkjandi Íslandsmeistarar í körfubolta byrjuðu úrslitakeppnina ár eftir á tapi. Það gerðist síðast hjá KR-ingum vorið 2008. Körfubolti 6. apríl 2022 15:04
Kári Jónsson: Gott að geta verndað heimavöllinn Kári Jónsson skoraði 21 stig fyrr í kvöld þegar Valsmenn náðu forystu í einvíginu við Stjörnuna í átta liða úrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Leikið var að Hlíðarenda og unnu Valsmenn 90-85 sigur í hörkuleik. Kári var m.a. ánægður með sóknarleik sinna manna í kvöld. Körfubolti 5. apríl 2022 23:26
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 90-85 | Fyrsti heimasigur Vals í úrslitakeppni í 30 ár Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. Körfubolti 5. apríl 2022 22:54
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 101-80 | Stólarnir komnir með forystu eftir öruggan sigur Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Tindastóll náði forrustu í lok fyrsta leikhluta og leiddu eftir hann. Tindastóll hélt forustunni út leikinn og sigruðu að lokum nokkuð örugglega. Lokatölur 101-80. Körfubolti 5. apríl 2022 21:33
Baldur Þór: Allir einbeittir á einn hlut Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna gegn Keflvíkingum í kvöld. Körfubolti 5. apríl 2022 20:45
Hafa mæst sex sinnum áður og liðið sem vinnur leik eitt hefur alltaf komist áfram Tindastóll og Keflavík hefja einvígi sitt í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og sagan segir að leikur kvöldsins skipti gríðarlega miklu máli. Körfubolti 5. apríl 2022 15:30
Valsmenn hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni á Hlíðarenda í þrjátíu ár Valur tekur í kvöld á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla. Það er óhætt að segja að heimamenn hafi beðið lengi eftir sigurleik á heimavelli sínum í úrslitakeppni. Körfubolti 5. apríl 2022 13:01
„Hann var ósáttur og við vildum ekki hafa einhverja neikvæðni í kringum liðið“ Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, segir að það fyrir verið öllum aðilum fyrir bestu að Bandaríkjamaðurinn Isaiah Manderson yfirgæfi félagið. Körfubolti 5. apríl 2022 11:30
KR lætur Manderson fara fyrir úrslitakeppnina KR hefur ákveðið að láta Bandaríkjamanninn Isaiah Manderson fara áður en úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta hefst. KR mætir Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Körfubolti 4. apríl 2022 21:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Njarðvík 69-62 | Sanngjarn sigur: 30-3 áhlaup gerði í raun útum leikinn Deildarmeistarar Fjölnis hófu úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta á sjö stiga sigri á Njarðvík er liðin mættust í Dalhúsum í kvöld, lokatölur 69-62. Frábær kafli Fjölnis snemma leiks lagði grunninn að sigri kvöldsins. Körfubolti 4. apríl 2022 20:00
Höttur og Sindri komin í 1-0 Höttur og Sindri fögnuðu sigri á heimavelli þegar úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta hófst með tveimur spennandi leikjum í kvöld. Körfubolti 1. apríl 2022 21:36
Benedikt fyrstur til að gera þrjú félög að deildarmeisturum Körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson skrifaði söguna í gærkvöldi þegar hann gerði Njarðvíkurliðið að deildarmeisturum í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 1. apríl 2022 14:15
Skoraði sína fyrstu körfu í efstu deild með skoti frá miðju Þórsarinn Bergur Ingi Óskarsson skoraði síðustu körfu Þórsara í Subway-deild karla í körfubolta í bili en Þórsliðið er fallið og lék sinn síðasta leik á tímabilinu í gær. Körfubolti 1. apríl 2022 13:30
Sjáðu körfuna sem gerði út um úrslitakeppnisdraum Blika Lokaumferð Subway-deildar karla bauð upp á mikla dramatík en hún var hvergi meiri en í Smáranum þar sem Breiðablik tók á móti Stjörnunni. Körfubolti 31. mars 2022 23:30