Enn einn sigurinn hjá Hamri Hamar er á toppi Iceland Express-deildar kvenna eftir góðan útisigur á Haukum, 73-81, í kvöld. Hamar er búinn að vinna alla tíu leiki sína í deildinni en Haukar eru í fjórða sæti. Körfubolti 8. desember 2010 21:14
Keflavík fór létt með KR Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í dag og unnu topplið Hamars og Keflavíkur bæði sína leiki. Körfubolti 27. nóvember 2010 19:13
Bragi þjálfar Fjölnisstelpurnar Bragi H. Magnússon hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Fjölnis í Iceland Express deildinni en Bragi sem þjálfaði síðast karlalið Stjörnunnar tekur við liðinu af Eggerti Maríusyni sem hætti á dögunum. Þetta kom fyrst fram á karfan.is Körfubolti 25. nóvember 2010 13:45
Fjölnisstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í vetur Kvennalið Fjölnis vann langþráðan sigur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 60-57. Fjölnir hafði tapaði sjö fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Körfubolti 20. nóvember 2010 18:57
Hamarskonur halda sigurgöngu sinni áfram Hamar vann 18 stiga sigur á Snæfelli, 72-54, í Stykkishólmi í dag og hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs Hamars í efstu deild þar sem liðið er taplaust eftir átta umferðir. Körfubolti 20. nóvember 2010 16:32
Hamar vann uppgjör taplausu liðanna - myndir Hamarskonur eru á toppnum í Iceland Express deild kvenna eftir dramatískan 72-69 sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í gær en bæði liðin höfðu unnið sex fyrstu leiki sína í deildinni. Körfubolti 11. nóvember 2010 08:00
Umfjöllun: Butler kláraði Keflvíkinga Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69. Körfubolti 10. nóvember 2010 22:00
Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. Körfubolti 10. nóvember 2010 21:59
Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Körfubolti 10. nóvember 2010 21:58
Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. Körfubolti 10. nóvember 2010 21:56
Fjölnisstelpur einu stigi frá fyrsta sigrinum Haukar unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 81-80 sigur á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Snæfell vann á sama tíma sinn annan leik í röð á heimavelli þegar liðið landaði fjórtán stiga sigri á Grindavík, 65-51. Körfubolti 10. nóvember 2010 20:59
Butler tryggði Hamar sigur í Keflavík Jaleesa Butler var hetja Hamars sem vann góðan þriggja stiga sigur á Keflavík í æsispennandi leik í kvöld, 72-69. Körfubolti 10. nóvember 2010 20:53
Taplausu liðin keppa um toppsætið í kvöld Það verður stórleikur í kvennakörfunni í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Hamar í Toyota-höllinni í Keflavík í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna. Bæði lið hafa unnið fyrstu sex leiki sína og spila því um toppsætið í leiknum í kvöld. Körfubolti 10. nóvember 2010 16:45
Rúnar Ingi: Erum búnir að vera spila langt undir getu Njarðvíkingurinn Rúnar Ingi Erlingsson átti góðan leik í kvöld þegar Njarðvík vann 110-94 sigur á Stjörnunni í Garðbæ og sló Garðbæinga út úr 32 liða úrslitum bikarsins. Körfubolti 4. nóvember 2010 21:50
Bæði Grindavíkurliðin skipta um bandaríska leikmenn Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um bandaríska leikmenn í báðum meistaraflokksliðum sínum í Iceland Express deildunum. Karlakaninn, Andre Smith, fer heim af persónulegum ástæðum en kvennakananum, Charmaine Clark, var sagt upp vegna þess að hún stóð ekki undir væntingum. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur. Körfubolti 4. nóvember 2010 12:15
Sverrir Þór: Hún er gríðarlega mikilvæg fyrir okkur Fjögurra leikja sigurganga Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna endaði með fjórtán stiga tapi á móti Hamar í Hveragerði í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að sýnar stelpur hafi gert það besta út hlutunum eftir að hafa misst stigahæsta leikmann sinn, Dita Liepkalne, meiddan af velli eftir aðeins 54 sekúndur. Körfubolti 3. nóvember 2010 21:37
Ágúst: Við getum spilað miklu betur en þetta Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var sáttur með sigurinn á Njarðvík í Iceland Express deild kvenna í kvöld en vonast þó eftir að liðið spili betur í toppslagnum á móti Keflavík í næsta leik. Körfubolti 3. nóvember 2010 21:26
Iceland Express-deild kvenna: Úrslit kvöldsins Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld og má með sanni segja að úrslit kvöldsins hafi verið eftir bókinni. Körfubolti 3. nóvember 2010 21:01
Umfjöllun: Kristrún með stórleik í öruggum sigri Hamars Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna með öruggum fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í kvöld, 72-58. Hamar er búið vinna sex fyrstu leiki sína og við hlið Keflavíkur á toppnum. Körfubolti 3. nóvember 2010 20:50
Bandarískur leikstjórnandi til Hauka Haukar hafa styrkt sig fyrir átök vetrarins í Iceland Express deild kvenna en félaigð hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Katie Snodgrass. Körfubolti 2. nóvember 2010 15:42
Keflavíkurkonur áfram með fullt hús eftir stórsigur á Haukum Kvennalið Keflavíkur vann 30 stiga sigur á Haukum í lokaleik fimmtu umferðar Iceland Express deildar kvenna í kvöld og er búið að vinna alla leiki sína eins og lið Hamars úr Hveragerði. Körfubolti 31. október 2010 22:15
Slavica tryggði Hamar sigur á Íslandsmeisturunum Hamar vann þriggja stiga sigur á KR, 79-76, í æsispennandi og dramatískum leik í Hveragerði í Iceland Express deild kvenna í dag. Snæfell vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið vann 66-50 sigur á botnliði Fjölnis. Körfubolti 30. október 2010 17:28
Njarðvík upp í annað sætið Njarðvík skellti sér upp í annað sæti Iceland Express deildar kvenna með sigri á Grindavík í kvöld, 67-54. Körfubolti 27. október 2010 22:38
KR lagði Snæfell KR-stúlkur unnu fínan sigur á ungu liði Snæfells í Vesturbænum í gær en stelpurnar úr Hólminum bíða enn eftir fyrsta sigri sínum í vetur. Körfubolti 25. október 2010 06:00
IE-deild kvenna: Sigrar hjá KR og Njarðvík Tveir leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í dag. Njarðvík vann fínan útisigur á Haukum og KR vann öruggan sigur á Snæfelli vestur í bæ. Körfubolti 24. október 2010 18:44
Hamar vann góðan sigur í Grindavík Kvennalið Hamars sótti tvö góð stig suður með sjó í dag er liðið lagði Grindavík í Röstinni. Grindavík stóð ágætlega í Hamri en Hvergerðingar lönduðu þó sigri að lokum. Körfubolti 23. október 2010 19:15
Njarðvíkurkonur burstuðu Fjölni í Ljónagryfjunni Njarðvík vann sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna þegar liðið vann 40 stiga sigur á Fjölni, 90-50, í lokaleik þriðju umferðar í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Körfubolti 20. október 2010 21:00
Haukar töpuðu stórt í Hveragerði Hamar gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur á bikarmeisturum Hauka í Iceland Express deild kvenna í kvöld, 89-58. Körfubolti 17. október 2010 20:52
Fyrsti sigur KR á tímabilinu KR vann öruggan sigur á Grindavík í eina leik dagsins í Iceland Express-deild kvenna, 68-49. Körfubolti 16. október 2010 17:21
Keflavík, Hamar og Haukar öll með fullt hús í kvennakörfunni Keflavík, Hamar og Haukar eru öll með fullt hús eftir aðra umferðina í Iceland Express deild kvenna en Íslandsmeistarar KR hafa hinsvegar tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tap á heimavelli á móti Keflavík í stórleik dagsins. Haukar byrjuðu daginn á því að fara á toppinn með stórsigri á Grindavík en Keflavík og Hamar bættust í hópinn seinna um daginn. Körfubolti 9. október 2010 17:45