Fögnuðu hönnun Kristjönu S Williams fyrir BIOEFFECT Ný gjafasett BIOEFFECT voru afhjúpuð á Hafnartorgi í gær. Hönnuður þeirra er listakonan Kristjana S Williams. Lífið 21. október 2022 15:09
Emilíana Torrini klippti sig stutt eftir ágreining við Vogue Tónlistarkonan Emilíana Torrini rifjar upp erfiða upplifun sína af myndatöku sem hún fór í hjá tískutímaritinu Vogue þegar hún var aðeins tuttugu ára gömul. Lífið 20. október 2022 12:32
Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. Tíska og hönnun 19. október 2022 06:00
„Ég á mér draum“ Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði. Skoðun 18. október 2022 08:01
Skemmtilegir hlutir til að gera í London Stórborgin London er þekkt fyrir mikinn fjölbreytileika þar sem ólíkir menningarheimar mætast í hringiðu af list, tísku, tónlist, góðum mat og áhugaverðu fólki. Blaðamaður kíkti í helgarferð til þeirrar menningarmiðju sem London er og skrifaði niður nokkra skemmtilega hluti sem hægt er að gera þar. Ferðalög 16. október 2022 16:25
Keypti sér kjól eftir nánast hverja vakt Rósa María Árnadóttir er fagurkeri og lífskúnstner sem elskar tjáningarformið sem tískan býr yfir. Hún passar sig að elta ekki allar tískubylgjur heldur fylgja sínu eigin innsæi og sínum stíl og segir áhugann á tísku líklega koma frá móður sinni, sem er mikil smekkkona. Rósa María er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 16. október 2022 09:00
Íslenskt merki sakar Ferm Living um hönnunarstuld „Við erum ennþá í smá sjokki yfir því að Ferm Living hafi stolið hönnuninni okkar,“ segir íslenska hönnurnarteymið Stúdíó Flétta á Instagram. Þær ásaka danska merkið Ferm Living um að stela hönnuninni sinni. Í færslunni báru þær saman hönnun merkisins við sína eigin. Lífið 14. október 2022 15:30
The Devil Wears Prada nostalgía á rauða dreglinum Leikkonan Anne Hathaway rifjaði upp gamla takta úr kvikmyndinni The Devil Wears Prada þegar hún mætti klædd eins og persónan Andy Sachs á tískusýningu. Nú hefur leikkonan greint frá því að líkindin hafi átt sér stað fyrir slysni. Lífið 13. október 2022 10:37
Reykjavík Design leitar að samstarfsaðilum Leggjum okkar að mörkum til að styðja við íslenska hönnun og framleiðslu Lífið samstarf 13. október 2022 08:50
66°Norður opnar í ILLUM 66°Norður hefur opnað verslun í nýju, flottu svæði tileinkað útivistarfatnaði á þriðju hæð ILLUM í Kaupmannahöfn. Tíska og hönnun 12. október 2022 16:03
„Tíska er list í lifandi formi“ Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 9. október 2022 07:01
Bætt andleg og líkamleg heilsa hjá The House of Beauty – Happy hour tilboð! Sigrún Lilja, sem oftast hefur verið kennd við íslenska hönnunarmerkið Gyðju Collection, hefur í nógu að snúast þessa dagana þegar fólk flykkist inn eftir sumarið, tilbúið í að setja heilsubót í forgang. Á líkamsmeðferðarstofunni hennar The House of Beauty hefur verið sett af stað glæsilegt HAPPY HOUR tilboð fyrir þá sem vilja nýta haustið til að bæta heilsu, líkamlega formið og auka sjálfstraustið. Lífið samstarf 8. október 2022 10:01
Venus Williams valdi Hildi Yeoman fyrir Glamour viðtal Tennisdrottningin Venus Williams prýðir nýjustu forsíðu tímaritsins Glamour. Það vakti sérstaka athygli okkar á Lífsinu að hún klæddist flíkum frá íslensku versluninni Yeoman í viðtali við Glamour. Tíska og hönnun 7. október 2022 18:59
Adidas skoðar framtíð Kanye Fyrirtækið Adidas er að endurskoða samstarf sitt við tónlistarmanninn Kanye West. „Farsælt samstarf byggir á sameiginlegri virðingu og sömu gildunum,“ sagði fyrirtækið í tilkynningu. Lífið 7. október 2022 16:30
„Að ganga fram og sjá alla klappa fyllti mann af þakklæti“ Lína Birgitta sigurðardóttir sýndi vörumerki sitt Define the Line Sport á tískusýningu í París um helgina. Tískuvikan í París fer fram þessa dagana þar sem helstu vörumerki heims sýna það sem væntanlegt er fyrir næsta vor og sumar. Tíska og hönnun 6. október 2022 12:45
Múmínbollasafnið nálgast sjöunda tug „Fallega hluti á að nota. Þetta eru kaffibollar heimilisins, hvort sem þeir eru metnir á tugi þúsunda eða ekki. Ég nota dýrasta bollann minn í vinnunni og þegar vinnufélagarnir komust að því hvað hann kostaði spurðu þau hvað ég væri eiginlega að hugsa en ég er bara að drekka úr honum kaffi, til þess er hann,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir, eldheitur múmínaðdáandi og forfallinn safnari. Lífið samstarf 6. október 2022 11:20
Kanye West svarar fyrir sig eftir gagnrýni á „White Lives Matter“ boli Rapparinn Kanye West sætir mikilli gagnrýni um þessar mundir fyrir að hafa klæðst bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París í vikunni. Þá fullyrti hann að „Black Lives Matter“ hafi verið svik og sagði fólk taka þátt í að „rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun.“ Lífið 5. október 2022 14:51
Spreyjuðu kjól á Bellu Hadid á miðri sýningu Coperni Bella Hadid er búin að vera stærsta stjarnan á tískuvikunni í París og gekk hún meðal annars fyrir Givenchy, Stellu McCartney, Sacai, Isabell Marant, Vivienne Westwood og fleiri. Á sýningu eftir sýningu hefur hún borið af og toppnum var náð á Coperni tískusýningunni. Tíska og hönnun 3. október 2022 20:01
Beyoncé skín skært fyrir Tiffany & Co Söngkonan Beyoncé skín skært klædd demöntum frá toppi til táar í nýju myndbandi frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co. Í því má sjá hana dansa og syngja á fullum skemmtistað af fólki ásamt því að sitja á baki glitrandi hests. Lífið 3. október 2022 17:31
Ágætis staðfesting að fá hrós frá Virgil Abloh Bergur Guðnason er þrítugur fatahönnuður sem hefur komið víða að í heimi tískunnar. Bergur útskrifaðist úr LHÍ árið 2017, bjó um stund í París þar sem hann starfaði fyrir tískuhús á borð við Haider Ackermann og Acne Studios og hannaði þar flíkur fyrir tískupalla sem fóru í sölu síðar meir. Hann starfar nú hjá 66 norður og er meðal annars að hanna sérstakar línur fyrir væntanlega verslun fyrirtækisins í Bretlandi. Bergur Guðna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 2. október 2022 07:00
Hrópað húrra fyrir átta ára Húrra Afmælisveisla tískufataverslunarinnar Húrra var haldin í gær og mættu velunnarar og tískuáhugamenn landsins til að skála fyrir afmælisbarninu. Lífið 1. október 2022 21:54
Vörumerki Línu Birgittu á tískuvikunni í París Tískuvörumerkið Define the Line í eigu Línu Birgittu Sigurðardóttur fékk boð um að taka þátt í tískuvikunni í París. „Ég fékk boð um að taka þátt í PFW fyrir nokkrum mánuðum en það var fyrirtæki í New York sem hafði samband við mig eftir að hafa fylgst með vörumerkinu,“ segir Lína í samtali við Vísi. Lífið 1. október 2022 18:06
Hefur unnið sem fyrirsæta um allan heim Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur ferðast um allan heim í starfi sínu sem fyrirsæta og gengið á tískupöllum fyrir risa á borð við Dior og Kenzo ásamt því að hafa setið fyrir í herferðum fyrir stórfyrirtæki á borð við Zöru og Bottega Veneta. Kristín Lilja er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 1. október 2022 11:31
Svipta hulunni af þema Met Gala Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári. Lífið 30. september 2022 18:00
Orrifinn hannar bleiku slaufuna í ár Söfnunarátakið Bleika slaufan er farið af stað en í ár var slaufan hönnuð af þeim Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Lífið 30. september 2022 12:01
Segir fótleggi eiginkonu fyrrverandi vera flottasta Fatamerki Kim Kardashian, Skims hefur nú bætt brjóstahöldurum við vöruúrvalið sitt. Í auglýsingaherferð fyrir undirfötin má sjá fyrirsætuna og leikkonuna, Brooke Shields. Í auglýsingunni fer Shields fögrum orðum um fótleggi konu fyrrverandi eiginmanns síns. Tíska og hönnun 28. september 2022 15:33
Áslaug Magnúsdóttir gerð að góðgerðarsendiherra tísku Athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir var gerð að góðgerðarsendiherra tísku hjá samtökunum Fashion 4 Development. Vistvæna tískuvörumerkið Katla, sem hún stofnaði, hlaut einnig verðlaun fyrir störf sín í þágu umhverfismála en hún er forstjóri fyrirtækisins. Lífið 28. september 2022 15:30
Það heitasta í haust að mati Gumma kíró Gummi kíró fór yfir hausttískuna í Brennslunni á FM957 í dag. Kírópraktorinn er orðinn þekktur fyrir dýran fatasmekk, en hann spáir einstaklega mikið í fötum og því helsta sem er að gerast í tískuheiminum. Tíska og hönnun 28. september 2022 14:01
Mætti óvænt og fagnaði nýju línunni Fyrirsætan Cara Delevingne mætti á tískuvikuna í París í gær þar sem línunni Cara Loves Carl var fagnað. Óvissa var með hvort hún myndi mæta á viðburðinn, en hún lét ekki sjá sig í partýinu sem var haldið þegar línan fór í sölu fyrr í mánuðinum. Lífið 28. september 2022 12:00
„Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta“ „Það er alveg hreint ótrúlegt að við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. Tíska og hönnun 25. september 2022 13:31