Veður

Veður


Fréttamynd

Lægðin heldur á­fram að stjórna veðrinu í dag og á morgun

Lægðin sem hefur stjórnað veðrinu hjá okkur síðustu daga heldur því áfram í dag og á morgun. Á vef Veðurstofunnar segir að lægðin fari nú að flytja sig um set og verði skammt suðvestur af Reykjanesi í kvöld og haldi síðan för sinni áfram til austurs fyrir sunnan land og grynnist smám saman.

Veður
Fréttamynd

Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum

Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Kærkomin hvíld“ stóð ekki lengi yfir

Björgunarsveitarfólk fékk stutta hvíld þegar óveðrinu slotaði í dag eftir annasama helgi. Seinni partinn í dag bárust björgunarsveitum á suðvesturhorni og á Norðurlandi útköll vegna ófærðar. Þetta segir í tilkynningu Davíðs Márs Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Innlent
Fréttamynd

„Það kom smá babb í bátinn“

Eigendur North West Hotel & Restaurant við Þjóðveginn í Húnaþingi vestra láta sig dreyma um að geta opnað veitingastaðinn á morgun klukkan 17 eftir að stormurinn í nótt gerði þeim grikk. Til stóð að opna í dag en snjósprengja snemma í morgun seinkaði þeim áformum.

Innlent
Fréttamynd

Hættustigi vegna óveðursins aflétt

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Færðin farin að spillast í efri byggðum borgarinnar

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkuð hafi verið um foktjón í veðrinu sem nú gengur yfir. Flest verkefni björgunarsveitanna hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn.

Innlent
Fréttamynd

Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt

Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð.

Innlent
Fréttamynd

Fylgstu með lægðinni

Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa yfir hættustigi al­manna­varna vegna ó­veðursins

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti í kvöld vegna yfirvofandi óveðurs um allt land. Samhæfingarmiðstöð almannavarna og aðgerðastjórnstöðvar um land allt verða virkjaðar um og eftir miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Fólk geti gert ráð fyrir að mæta ekki í vinnu og skóla í fyrra­málið

Al­manna­varnir funda nú með Veður­stofunni og Vega­gerðinni um hvort biðlað verði til skóla að hafa lokað á morgun og vinnu­staða að fá starfs­fólk sitt seinna til vinnu. Búist er við því að mjög þung­fært verði á höfuð­borgar­svæðinu í fyrra­málið og vilja Al­manna­varnir að sem fæstir séu á ferð á meðan verið er að ryðja göturnar.

Innlent
Fréttamynd

Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun

Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

„Lognið“ á undan storminum

Í dag má búast við nokkuð stífri norðanátt með éljum fram eftir degi, þó þurrt verði og bjart syðra. Frost verður á bilinu núll til átta stig.

Innlent