„Kærkomin hvíld“ stóð ekki lengi yfir Björgunarsveitarfólk fékk stutta hvíld þegar óveðrinu slotaði í dag eftir annasama helgi. Seinni partinn í dag bárust björgunarsveitum á suðvesturhorni og á Norðurlandi útköll vegna ófærðar. Þetta segir í tilkynningu Davíðs Márs Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Innlent 7. febrúar 2022 20:32
Fleiri viðvaranir: Hvassviðri og ofankoma í kortunum Gular viðvaranir tóku gildi víðsvegar á Suðurlandi, suðvestur og vesturhorni landsins klukkan 18 í dag. Gert er ráð fyrir töluverðri ofankomu og hvassviðri en hiti verður víðast hvar á og yfir frostmarki. Innlent 7. febrúar 2022 18:35
„Það kom smá babb í bátinn“ Eigendur North West Hotel & Restaurant við Þjóðveginn í Húnaþingi vestra láta sig dreyma um að geta opnað veitingastaðinn á morgun klukkan 17 eftir að stormurinn í nótt gerði þeim grikk. Til stóð að opna í dag en snjósprengja snemma í morgun seinkaði þeim áformum. Innlent 7. febrúar 2022 14:43
Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. Innlent 7. febrúar 2022 14:39
Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. Innlent 7. febrúar 2022 11:50
Landsmenn undrandi í morgunsárið, spyrja spurninga og grínast Hluti þjóðarinnar og kannski sérstaklega íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru búnir að undirbúa sig fyrir svakalegan storm sem virðist hafa valdið einhverjum vonbrigðum, ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Lífið 7. febrúar 2022 10:53
Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. Innlent 7. febrúar 2022 10:33
Björgunarsveitir reikna með fleiri útköllum seinni partinn Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi gengið vel þar sem björgunarsveitir hafi byrjað að fá útköll rétt fyrir fjögur. Það hafi því virst sem að spáin væri að ganga eftir. Innlent 7. febrúar 2022 09:52
Leikskólar og frístundaheimili opna klukkan eitt Leikskólar og frístundastarf grunnskólanema á höfuðborgarsvæðinu opnar klukkan eitt í dag. Þetta var niðurstaða almannavarna á höfuðborgarsvæðinu og skóla- og frístundarsviðanna sem funduðu fyrir stuttu. Innlent 7. febrúar 2022 09:42
„Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér“ „Þetta hefur gengið mjög vel. Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér. Það voru allir tilbúnir og gátu brugðist við þeim verkefnum sem hafa komið upp.“ Innlent 7. febrúar 2022 08:27
Fárviðri suðvestanlands: Býst við „krapasulli“ og vatnselg Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingar segir að óveðrið sem gengur yfir hafi hingað til verið verst suðvestanlands. „Ef þú horfið á vindinn, þá er þetta ansi hvasst,“ sagði Einar í samtali við Bítið á Bylgjunni nú á sjötta tímanum. Innlent 7. febrúar 2022 06:10
Færðin farin að spillast í efri byggðum borgarinnar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkuð hafi verið um foktjón í veðrinu sem nú gengur yfir. Flest verkefni björgunarsveitanna hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Suðurlandi. Innlent 7. febrúar 2022 05:48
Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. Innlent 7. febrúar 2022 01:55
Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. Innlent 7. febrúar 2022 00:59
Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. Innlent 7. febrúar 2022 00:04
Um 78 starfsmenn gista í nótt og aðrir eiga að bíða af sér veðrið Um 78 starfsmenn Landspítalans munu gista þar í nótt til að tryggja lágmarksmönnun á meðan versta óveðrið gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Stjórnendur spítalans biðja aðra stafsmenn um að leggja ekki af stað til vinnu fyrr en veðrinu slotar og óhætt er að fara af stað. Innlent 6. febrúar 2022 23:24
Lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti í kvöld vegna yfirvofandi óveðurs um allt land. Samhæfingarmiðstöð almannavarna og aðgerðastjórnstöðvar um land allt verða virkjaðar um og eftir miðnætti. Innlent 6. febrúar 2022 17:26
Sýnatökur og bólusetning falla niður í fyrramálið Mikil skerðing verður á þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á morgun, vegna ofsaveðursins sem áætlað er að skelli á landinu í nótt. Heilsugæslustöðvar verða þó opnar með lágmarksmönnun, til að sinna bráðaþjónustu. Innlent 6. febrúar 2022 15:51
Öllu flugi Play á morgun aflýst Öllum flugferðum Play á morgun hefur verið aflýst, vegna ofsaveðursins sem útlit er fyrir að skelli á landinu í nótt. Innlent 6. febrúar 2022 15:20
Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. Innlent 6. febrúar 2022 15:00
Fólk geti gert ráð fyrir að mæta ekki í vinnu og skóla í fyrramálið Almannavarnir funda nú með Veðurstofunni og Vegagerðinni um hvort biðlað verði til skóla að hafa lokað á morgun og vinnustaða að fá starfsfólk sitt seinna til vinnu. Búist er við því að mjög þungfært verði á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og vilja Almannavarnir að sem fæstir séu á ferð á meðan verið er að ryðja göturnar. Innlent 6. febrúar 2022 14:50
Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja víðast hvar eftir næturveðrið Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. Innlent 6. febrúar 2022 14:45
Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa. Innlent 6. febrúar 2022 14:20
Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. Innlent 6. febrúar 2022 12:45
Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. Innlent 6. febrúar 2022 12:19
„Lognið“ á undan storminum Í dag má búast við nokkuð stífri norðanátt með éljum fram eftir degi, þó þurrt verði og bjart syðra. Frost verður á bilinu núll til átta stig. Innlent 6. febrúar 2022 07:35
Almannavarnir funda með viðbragðsaðilum vegna lægðarinnar Almannavarnir funduðu í dag með sérfræðingum Veðurstofunnar, viðbragðsaðilum, ábyrgðaraðilum raforku, fjarskipta og samgangna vegna óveðursins sem gengur brátt yfir landið. Innlent 5. febrúar 2022 17:58
Appelsínugul viðvörun fyrir landið allt og líkur á rauðri fyrir borgina Appelsínugul veðurviðvörun hefur nú verið gefin út fyrir landið allt á aðfaranótt mánudags. Óvenjulega slæmt veður er í kortunum, að sögn veðurfræðings. Fréttir 5. febrúar 2022 15:25
Björgunarsveitafólk fylgdi sjúkrabíl í hvassviðri Mikið hvassviðri og skafrenningur gekk yfir Suðurlandið í morgun í snörpum hvelli. Björgunarsveitafólk hafði í nægu að snúast, meðal annars fylgdi það sjúkrabíl í útkall vegna veikinda. Innlent 5. febrúar 2022 11:45
Vegfarendur á Suðurlandi beðnir um að leita skjóls Flestar ökuleiðir á Suðurlandi eru lokaðar eða erfiðar yfirferðar. Vegagerðin biðlar til vegfarenda að bíða í öruggu skjóli til hádegis. Innlent 5. febrúar 2022 10:31