Bandaríkjastjórn felli niður refsiaðgerðir gegn Alþjóðasakamáladómstólnum Evrópusambandið hvatti Bandaríkjastjórn í dag til þess að fella niður refsiaðgerðir sem hún hefur lagt á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins. Aðgerðir Bandaríkjamanna séu óásættanlegar og fordæmalausar. 3.9.2020 22:39
Íbúar í Urriðaholti þurfa að panta strætó utan annatíma Ný strætóleið sem verður tekin í notkun fyrir Urriðaholt í Garðabæ á sunnudag verður ein fjögurra leiða á höfuðborgarsvæðinu sem verður aðeins ekin í pöntunarþjónustu á vissum tímum. Hátt í 2.500 manns búa nú í hverfinu sem er enn í byggingu. 3.9.2020 21:47
Covid-smit hægir á Leðurblökumanninum Robert Pattinson, aðalleikarinn í væntanlegri kvikmynd um Leðurblökumanninn, er sagður smitaður af Covid-19. Framleiðsla á myndinni hefur verið stöðvuð tímabundið af þeim sökum en tökur voru nýhafnar. 3.9.2020 20:48
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3.9.2020 18:51
Botnlanginn fjarlægður úr Víði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, gekkst undir botnlangauppskurð á mánudag eftir að einkenni í kviðarholi sem hann byrjaði að finna fyrir í hálendisferð í síðustu viku fóru versnandi. 3.9.2020 18:01
Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni. 2.9.2020 23:55
Tveir smitaðir á Ísafirði, tólf í sóttkví Tólf manns hafa verið settir í sóttkví eftir að tvö ný kórónuveirusmit greindust á Ísafirði í dag. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða segir að unnið sé að smitrakningu með sýnatökum og mótefnamælingum. 2.9.2020 23:34
Jarðskjálfti af stærðinni þrír fannst í Hafnarfirði Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um jarðskjálfti af stærðinni þrír hafi fundist í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn átti upptök sín við Kleifarvatn á Reykjanesskaga. 2.9.2020 23:23
Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2.9.2020 22:30
Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2.9.2020 18:27