Sjö börn fæddust andvana vegna manneklu Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni. 29.7.2020 13:59
Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita Ungt fólk er nú hærra hlutfall þeirra sem greinast með nýtt afbrigði kórónuveiru víða í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að breytt hegðun fólks sé orsök þess að hópsýkingar hafa komið upp og smitum fjölgað aftur að undanförnum. 29.7.2020 11:15
Samþykktu lög til að þrengja að samfélagsmiðlum Tyrkneska þingið samþykkti lög sem þrengja verulega að samfélagsmiðlum í landinu verði þeir ekki að vilja þarlendra stjórnvalda. Mannréttindasamtök vara við því að lögin ógni tjáningarfrelsi í Tyrklandi verulega. 29.7.2020 10:43
Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). 28.7.2020 16:50
Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds var tilnefndur til bandarísku Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta titillag sjónvarpsþáttar í dag. Ólafur samdi lag fyrir glæpaþættina „Defending Jacob“. 28.7.2020 16:19
Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28.7.2020 15:26
Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28.7.2020 14:18
Áströlsku gróðureldarnir taldir hafa skaðað þrjá milljarða dýra Tæplega þrír milljarðar dýra drápust eða þurftu að yfirgefa búsvæði sín vegna gróðureldanna miklu sem geisuðu í Ástralíu síðasta sumar. Alþjóðanáttúrusjóðurinn (WWF) segja eldana verstu hamfarir fyrir dýralíf á síðari tímum. 28.7.2020 12:54
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28.7.2020 11:53
WHO um faraldurinn: Ein stór bylgja, engar árstíðarsveiflur Nýtt afbrigði kórónuveiru hagar sér ekki eins og inflúensa sem tekur árstíðarsveiflur, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Fólk ætti að búa sig undir að faraldurinn verði aðeins ein stór bylgja. 28.7.2020 11:20