fréttamaður

Nadine Guðrún Yaghi

Nadine starfaði á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á árunum 2014-2021 og sá um fréttaskýringaþáttinn Kompás.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dvaldi i búri heilan skóladag

Tveir nemendur Verslunarskóla Íslands ferðuðust á skrifborðsstólum í skólann í dag, einn litaði hárið á sér bleikt og annar dvaldi í búri heilan skóladag. Þetta og margt fleira er meðal þess sem nemendur gerðu á árlegum góðgerðardegi skólans.

Gunnar Bragi ætlar að aðstoða Sigmund Davíð í kosningabaráttunni

Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður og fyrrverandi ráðherra ætlar að ganga til liðs við nýjan flokk Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi hefur þó ekki tekið ákvörðun um það hvort hann verði sjálfur í framboði fyrir flokkinn í alþingiskosningunum í október.

Met slegið í magni úrgangs

Í ár hefur met verið slegið í magni úrgangs sem berst Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Sorpu tengir aukninguna við batnandi efnahag þjóðarinnar.

Málið afar þungbært fyrir fjölskyldu Sanitu

Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi.

Veigra sér við umræðu um offitu af hræðslu við viðbrögð sjúklings

Læknar veigra sér við að opna umræðu um offitu við sjúklinga af hræðslu við viðbrögð þeirra að sögn formanns félags fagfólks um offitu. Á sama tíma leitar feitt fólk síður til læknis af hræðslu við fordóma. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu sem Félag fagfólks um offitu stóð fyrir í dag.

Falsa nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum

Falsaðar nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum eru nú algeng sjón í á vefsíðu sem dreifir nektarmyndum af unglingum. Yfir sjö hundruð nektarmyndir voru á sérstöku íslensku svæði á vefsíðunni í júlí.

Sjá meira