Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Sæluvíman kom mér í gegnum leikinn

Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður úr Hafnarfirði, lék sinn fyrsta keppnisleik síðan hann varð fyrir axlarmeiðslum í leik með uppeldisfélagi sínu, FH, í leik gegn ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildarinnar síðasta vor.

Handbolti
Fréttamynd

Greitt 160 milljónir í leigu á sendiherrabústað

Utanríkisráðuneytið seldi sendiherrabústaðinn í New York árið 2009 vegna niðurskurðar og hefur verið á leigumarkaði síðan. Gamli bústaðurinn var seldur á 470 milljónir en leigan í fyrra nam 1,8 milljónum á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Útboði WOW lýkur í dag

Skuldabréfaútboði WOW air lýkur í dag. Unnið er að því að afla aukins fjármagns og vonir standa til að heildarstærð skuldabréfaútgáfunnar verði tæplega 60 milljónir evra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja til staðarval fyrir nýtt sjúkrahús

Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að borgarstjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í Reykjavík

Innlent
Fréttamynd

Ógurlegt tjón eftir Mangkhut

Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti.

Erlent
Fréttamynd

Þingmenn fræðast um notagildi núvitundar

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að Bretar hafi notað núvitund með góðum árangri á mörgum sviðum samfélagsins. Nefndin fær í dag kynningu frá breskum þingmanni sem er annar formanna sérstakrar þverpólitískrar nefndar.

Innlent
Fréttamynd

Fýlukast

Stórstjörnum í hinum alþjóðlega íþróttaheimi fyrirgefst margt, enda gagnrýnislaus aðdáun á þeim mikil. Sumar eru nánast í guða tölu og engu er líkara en þær geti ekki gert neitt rangt. Raunin er þó önnur því skrifa mætti heilu doðrantana um þær íþróttahetjur sem hafa orðið uppvísar að ýmsu misjöfnu.

Skoðun
Fréttamynd

Gerum lífið betra

Ísland er að mörgu leyti gott samfélag. Menningarlíf landsmanna er í blóma, stutt er í óviðjafnanlega náttúrufegurð og yfirleitt er mikil nálægð við fjölskyldu og vini. Hins vegar er sumt sem er þyngra en tárum taki. Í hverri viku deyr einn Íslendingur vegna ofneyslu lyfja og annar mun fremja sjálfsvíg

Skoðun
Fréttamynd

Rónateljarinn

Það hefur þráfaldlega verið bent á ömurlegt ástand í húsnæðismálum okkar minnstu bræðra og systra. Fíklar og aðrir sem ekki hafa náð að átta sig í/á brjáluðu samfélaginu, til langframa eða tímabundið, mæla göturnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Viðskiptamenn ársins

Yfirmaður minn einu sinni var mikið og skært nýstirni í íslensku viðskiptalífi. Hann þótti rosagóður í bissness.

Skoðun
Fréttamynd

Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Hvassviðri og úrkoma

Snjókoma, slydda, hvassviðri og almennt leiðindaveður eru í kortunum fyrir vikuna. Á miðvikudag gengur veðrið í norðan 15 til 23 metra á sekúndu, hvassast austast

Innlent
Fréttamynd

Bíllaus fagna tíu ára starfi

Samtök um bíllausan lífsstíl fagna í dag tíu ára afmæli. Af því tilefni verður haldinn afmælis­aðalfundur á Kexi Hosteli klukkan 17.30. Björn Hákon Sveinsson, formaður samtakanna, segir að fyrir tíu árum hafi þetta verið jaðarskoð

Innlent
Fréttamynd

Krefjast endurskoðunar á skerðingum

Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að Tryggingastofnun eigi að hafa frumkvæði að því að endurskoða lífeyrisgreiðslur allra þeirra sem hlotið hafa skerðingar vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit umboðsmanns.

Innlent
Fréttamynd

Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR

Jóhanna Þorsteinsdóttir segist sátt við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar hennar um túlkun Tryggingastofnunar á útreikningi búsetuhlutfalls sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur. Eftir að hafa fengið miklar skerðingar á lífeyrisgreiðslum flutti hún til Danmerkur og komst aftur á vinnumarkað.

Innlent
Fréttamynd

Höfum þroskast heilmikið sem lið á undanförnum árum

Stjarnan vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil í karlaflokki gegn Blikum um helgina. Markverðir liðanna voru í aðalhlutverki og þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn þar sem Garðbæingar höfðu betur, 4-1. Jóhann Laxdal sagði að Garðbæingar hefðu verið ákveðnir í að tapa ekki þriðja bikarúrslitaleiknum í röð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Allir vinir í eftirpartíinu

"Ég var ekkert í íþróttum og sá mig ekki fyrir mér fara inn á þá braut. Það var samfélagið í kringum þetta sem heillaði mig til að byrja með. Svo uppgötvaði ég hvað sportið er klikkaðslega skemmtilegt,“ segir Gabríella Sif Beck, fyrirliði Roller Derby liðsins Ragnaraka. Fjölbreytileikinn hafi höfðað til hennar.

Lífið
Fréttamynd

Rassálfar í leikhúsinu

Fjórtán börn taka þátt í sýningu Þjóðleikhússins um Ronju ræningjadóttur. Þrjú þeirra gáfu sér tíma til að segja frá verkefnum sínum og það er útlit fyrir fjörugan leikvetur.

Lífið
Fréttamynd

Leiðin að EM hefst í dag

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur vegferð sína í átt að því að komast í EuroBasket 2021 með því að mæta Portúgal ytra í fyrsta leik liðanna í forkeppni fyrir undankeppni fyrir mótið síðdegis á sunnudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Serena Williams breytir tennis

Það hafa fáir fjallað um Naomi Osaka sem lagði átrúnaðargoðið sitt, Serenu Williams, í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis um síðustu helgi. Williams hefur nefnilega bein í nefinu og munninn svo sannarlega fyrir neðan n

Lífið