
KSÍ

Åge um valið á Gylfa: „Mun hafa mjög góð og sterk áhrif“
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið valinn í íslenska karlalandsliðið í fótbolta á nýjan leik. Gylfi er hluti af landsliði Íslands sem leikur tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum.

Gylfi Þór valinn aftur í íslenska landsliðið
Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur opinberað landsliðshópinn fyrir komandi verkefni Íslands í undankeppni EM 2024, tveimur heimaleikjum gegn Lúxemborg annars vegar og Liechtenstein hins vegar.

Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“
Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur.

Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann.

Stúlkurnar að norðan tóku gleði sína á ný á landsleiknum
Sérstakir heiðursgestir á landsleik Íslands og Wales í gær voru leikmenn 4. flokks stúlkna í KF/Dalvík en þær fengu skoðunarferð um völlinn og kynningu á undirbúningi landsliðsins fyrir leik.

Mál Alberts komið til ákærusviðs
Rannsókn á máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar er lokið og það er komið á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Vanda í veikindaleyfi
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er komin í veikindaleyfi frá störfum sínum út þennan mánuð.

Halldór ósáttur: Mjög alvarlegt mál að vega að æru manna með þessum hætti
Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands vísaði máli Halldórs Árnasonar, aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla, frá í vikunni. Halldór er langt því frá sáttur með niðurstöðu KSÍ og segir vegið að æru sinni. Hann hefur talað við lögmann vegna málsins.

Nýr þjóðarleikvangur
Í tilefni umræðu undanfarinna daga, um aðsteðjandi vanda bæði félags- og landsliða okkar við að leika fótbolta hérlendis að vetri til ,langaði mig til þess að fara yfir málið sem stendur mér nærri.

Fékk rautt klukkutíma eftir leik fyrir að kalla dómara „helvítis hálfvita“
Máli Halldórs Árnasonar aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla var vísað frá áfrýjunardómstóli KSÍ í dag. Halldór vildi fá leikbanni hnekkt eftir rautt spjald sem hann fékk eftir leik Breiðabliks og KA fyrir skömmu.

Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í.

Sætta sig ekki við að bera kostnaðinn af því að gera Laugardalsvöll leikfæran
Blikar hafa tilkynnt Laugardalsvöll sem heimavöll sinn í Sambandsdeild Evrópu. Völlurinn þarf að vera leikfær í lok nóvember og framkvæmdarstjóri félagsins segir KSÍ bera ábyrgð á því.

Þórður mun þjálfa þrjú landslið Íslands
Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari U16 og U17 landsliða kvenna. Samhliða því mun hann þjálfa U23 lið kvenna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ.

Allir leikir Íslands í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport
Allir leikir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Fyrstu leikirnir verða 8. september gegn Lúxemborg ytra og svo 11. september gegn Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli.

Hareide um Albert: „Getum ekki verið með augun á leikmönnum allan sólarhringinn“
Åge Hareide segist hafa rætt við Albert Guðmundsson og hann muni fara eftir reglum KSÍ.

Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í
Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst.

Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun
Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun.

Valsmenn kæra Víkinga vegna afskipta Arnars
Valur hefur lagt fram kæru til aga- og úrskurðanefndar KSÍ þar sem þess er krafist að Víkingar hljóti refsingu vegna afskipta Arnars Gunnlaugssonar þjálfara í leik gegn Val þar sem hann var í leikbanni.

Ritar opið bréf til Vöndu: „Sem rýtingur í brjóst okkar stelpna“
Friðjón Árni Sigurvinsson, þjálfari fjórða flokks kvenna KF/Dalvíkur í fótbolta, ritar opið bréf til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, og birtir á samfélagsmiðlum. Greinir Friðjón Árni þar frá raunum liðsins sem fær ekki, sökum reglugerðar KSÍ, að taka þátt í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Reglugerðin sé sem rýtingur í brjóst stelpnanna sem sitji eftir niðurbrotnar.

„Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar“
Knattspyrnudeild ÍBV harmar framkomu stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Val í Bestu deild kvenna í lok síðasta mánaðar. ÍBV fékk hundrað þúsund króna sekt vegna ókvæðisorða sem nokkrir stuðningsmenn liðsins létu rigna yfir annan aðstoðardómara leiksins. Eyjamenn ætla að endurskoða verkferla hjá sér og vonast til að svona lagað komi ekki fyrir aftur.

Albert segist saklaus af ásökunum um kynferðisbrot
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson hefur hafnað ásökunum um kynferðisbrot. Hann hefur verið kærður og fær ekki að koma fram fyrir Íslands hönd á meðan.

„Þarna var náttúrulega farið langt, langt, langt yfir strikið“
Dómarastjóri KSÍ fordæmir fúkyrðaflaum sem aðstoðardómari á leik í Bestu deild kvenna þurfti að þola á dögunum. Hann kallar eftir stuðningi félaganna hérlendis til að sporna gegn slíkri hegðun.

Albert sagður neita sök
Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist saklaus af meintu kynferðisbroti sem hann hefur verið kærður fyrir. Forsvarsmenn liðsins ætla að standa með honum.

Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot
Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað.

Stuðningsmenn ÍBV sögðu dómara að hengja sig og skjóta sig
Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í garð dómara. Honum var meðal annars sagt að hengja sig og skjóta sig.

Höttur fékk rúmar fimmtán milljónir úr mannvirkjasjóði KSÍ í ár
Höttur á Egilsstöðum fékk langmest af öllum félögum þegar KSÍ úthlutaði úr mannvirkjasjóði fyrir árið 2023.

KSÍ sækir um að halda ársþing UEFA
Stjórn knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að sækja um að halda ársþing knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, árið 2027. Búast má við miklum áhuga á þinginu það ár.

Fjöldi leikja færður vegna þátttöku U-19 ára landsliðsins á EM
Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu tekur þátt í úrslitakeppni EM 2023 í sumar. Sökum þess hefur fjöldi leikja í Bestu deild karla og Lengjudeild karla verið færður til. Sjá má leikina hér að neðan.

„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“
Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi.

Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH
Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp.