Norður-Kórea

Rússar sagði hjálpa Norður-Kóreu að selja kol
Sala kola er stærsta tekjulind Norður-Kóreu og var reynt að stöðva söluna til að gera einræðisstjórn landsins erfiðara að þróa og smíða kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar.

Norður-Kórea sakar Bandaríkin um að ljúga um hergagnasendingar
Norður-Kórea sprengdi sína fyrstu vetnissprengju í fyrra og hefur ítrekað hótað að ráðast á Bandaríkin, einkum á eyjuna Gvam.

Trump segir Rússa aðstoða Norður Kóreumenn
Sagði þetta í viðtali við Reuters sem hann veitti með ískalda Diet Coke í öruggri fjarlægð.

Norður- og Suður-Kórea keppa undir sama fána
Ríkin ætla einnig að stilla upp sameiginlegu hokkíliði í kvennaflokki.

Enn eitt draugaskipið rekur á land í Japan
Landhelgisgæsla Japan tilkynnti fyrr í mánuðinum að alls hefðu 104 skip frá Norður-Kóreu rekið á land í Japan í fyrra.

Vísbendingar um aðra kjarnorkutilraun
Gervinhnattamyndir sýna umtalsverðan námugröft við Punggye-ri, þar sem Norður-Kórea hefur sex sinnum sprengt kjarnorkuvopn, nú síðast í september.

Moon segir Trump eiga miklar þakkir skildar
Forseti Suður-Kóreu þakkar Trump fyrir hans þátt í að koma á viðræðum við norðrið. Trump hafði áður stært sig af hlutverki sínu og sagst lykilmaður. Rætt verður um hernaðarmál á Kóreuskaga í bráð.

Forseti Suður-Kóreu segir Trump eiga heiður skilinn
Moon Jae-in segir að Bandaríkjaforseti eigi stóran þátt í að fulltrúar Norður- og Suður-Kóreustjórnar hafi nú rætt saman í fyrsta sinn í um tvö ár.

N-kóreskir íþróttamenn á vetrarólympíuleikana
Þíða er komin í samskipti Norður- og Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn fá að keppa á listskautum á vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu.

Fulltrúar sendir suður
Norður-Kóreumenn ætla sér að senda fulltrúa á vetrarólympíuleikana sem fram fara í febrúar í nágrannaríkinu Suður-Kóreu.

Munu ræða Ólympíuleika í fyrstu viðræðum í tvö ár
Einræðisstjórn Kim Jong-un í Norður-Kóreu hefur þegið boð Suður-Kóreustjórnar um að halda formlegar viðræður þann 9. janúar næstkomandi.

Fulltrúar Kóreuríkjanna funda í næstu viku
Norður-Kóreumenn hafa samþykkt að eiga fund með suður-kóreskum embættismönnum um það hvort landið ætli að taka þátt á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í næsta mánuði.

Neyðarlínan tengd á ný í Kóreu
Í fyrsta sinn í tvö ár hefur beinum samskiptum verið komið á milli ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Greina mátti sáttatón í nýársávarpi Kim Jong-un en Moon Jae-in fagnar tengingu neyðarlínunnar.

Trump segir hnapp sinn vera stærri og öflugri en hnappur Kim
Orð Bandaríkjaforseta koma í kjölfar áramótaávarps Kim Jong-un.

Norður-Kórea tekur aftur upp tólið
Ríkið sleit símasambandi við Suður-Kóreu árið 2016. Breyting varð þar á í morgun.

Kjarnorkustríð við Norður-Kóreu „aldrei verið líklegra“
Aðmírállinn Mike Mullen, fyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, segist ekki sjá leiðir til að leysa Kóreudeiluna með viðræðum.

Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið
Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna.

Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu
Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri.

Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip
Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu.

Norður-Kórea sögð vera „ósigrandi“ kjarnorkuveldi
Stjórnvöld Norður-Kóreu segjast ekki ætla að láta af kjarnorkuvopnatilraunum sínum.

Smyglaraskip í höndum Suður-Kóreu
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt Kínverja fyrir að hafa staðið að smygli olíu til Norður-Kóreu.

Trump reiður Kínverjum vegna olíudælingar í norðurkóreskt skip
Kínverjar neita því staðfastlega að þeir hafi verið að brjóta gegn ályktunum öryggisráðsins.

Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana
Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu.

Flóttamenn frá Norður-Kóreu urðu mögulega fyrir geislavirkni
Ekki er hægt að sannreyna, að svo stöddu, að breytingarnar sem fundust á litningum fólksins sé til kominn vegna kjarnorkusprenginga.

Kyrrsetja eignir háttsettra eldflaugasérfræðinga Norður-Kóreu
Með refsiaðgerðunum vilja bandarísk stjórnvöld uppfylla markmið sitt um „kjarnorkulausan Kóreuskaga,“ að því er haft er eftir Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu
Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess.

Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu
Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað.

Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin
Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni.

Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu
Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða.

Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri
Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins.