Evrópusambandið

Fréttamynd

Með hálfan þingmann á Alþingi

Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

Flugvélahamur heyrir brátt sögunni til í Evrópu

Hinn svokallaði flugvélahamur (e. Airplane mode) mun brátt heyra sögunni til, í það minnsta í Evrópu, og munu flugfarþegar geta vafrað um á netinu og hringt í háloftunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélög geti veitt farþegum aðgang að 5G nettengingu í flugi.

Erlent
Fréttamynd

Evrópa of háð Banda­ríkjunum í öryggis­málum

Innrás Rússa í Úkraínu sýnir að Evrópulönd séu of háð Bandaríkjunum um eigið öryggi, að mati Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands. Hún vill að Evrópulönd auki vopnaframleiðslu og varnarviðbúnað sinn.

Erlent
Fréttamynd

Skatturinn hefur til skoðunar dóm um að hætta skuli birtingu á eigendum félaga

Nokkur Evrópusambandsríki hafa hætt að birta upplýsingar hverjir eiga fyrirtæki í kjölfar að Evrópudómstóllinn taldi að slíkt bryti gegn sáttmála Evrópusambandsins. Lögfræðingur segir að óljóst sé „hvaða – ef einhver – áhrif“ dómurinn muni hafa hér á landi. Full ástæða sé þó fyrir íslensk stjórnvöld til þess að gefa dómnum gaum en ákvæði sáttmála Evrópusambandsins um rétt til friðhelgis einkalífs sé „nánast orðrétt hið sama og finna má í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu“.

Innherji
Fréttamynd

Verður ríkis­á­byrgð sett á þúsund milljarða?

Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða að ríkisábyrgð verði sett á bankainnistæður upp á um eitt þúsund milljarða króna. Málið snýst í raun um kjarna Icesave-málsins enda ljóst að hefði umrædd löggjöf verið í gildi hér á landi þegar málið kom upp á sínum tíma hefði það tapast.

Skoðun
Fréttamynd

Hendur nýs formanns verða ekki bundnar vegna ESB

Krafan um Evrópusambandsaðild mun ekki verða til þess að Samfylkingin verði með hendur bundnar andspænis mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir að nýr formaður Samfylkingarinnar sé Evrópusinni verða Evrópumálin ekki fyrsta forgangsmál. Áhersla verður lögð á „klassísk jafnaðarmannamál.“

Innlent
Fréttamynd

Þegar Sam­fylkingin missti kjarkinn

Áhugi fólks á því að hefja aðildarviðræður að nýju við Evrópusambandið hefur sjaldan verið jafn mikil og núna. Það er könnun eftir könnun sem sýnir að meirihluti Íslendinga vill sækja um aðild til þess að vita hvað það hefur í för með sér.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu síður af innihalds­litlum klisjum – ESB er töfra­lausn!

Þá er Samfylkingin búin að halda sinn landsfund og endurnýja sitt forystulið. Allt virðist þar gott, nema eitt; nýr formaður. Hún er eflaust velviljuð og væn, en fyrir mér einkennist framganga hennar og málflutningur af kokhreysti og einföldun flókinna og margþættra mála; af billegum klisjum.

Skoðun
Fréttamynd

Setur Viðreisn í vanda

Með breyttri nálgun Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu, þar sem ekki verður lengur litið á inngöngu í sambandið sem forgangsmál, er ljóst að möguleikar flokksins á þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi hafa aukizt verulega hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Hins vegar er ljóst að staða Viðreisnar, hins flokksins í íslenzkum stjórnmálum sem hlynntur er inngöngu í sambandið, er á sama tíma orðin þrengri en áður.

Skoðun
Fréttamynd

Treysta ekki ESB í varnarmálum

Við getum ekki treyst á Evrópusambandið þegar kemur að varnarmálum. Fyrir vikið var ákveðið að sækja um aðild að NATO. Þetta kom efnislega fram í máli Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, fyrr í vikunni á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, samkvæmt frétt mbl.is.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er mjög al­var­leg staða komin upp“

Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp.

Erlent
Fréttamynd

Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins

Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram.

Fréttir
Fréttamynd

Bein út­sending: EES-samningurinn og á­skoranir 21.aldar

EES-samningurinn og áskoranir 21. aldarinnar eru umfjöllunarefni á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfdóttir utanríkisráðherra og Maroš Šefčovič, varaforseti þverstofnanlegra tengsla og framsýni hjá Evrópusambandinu, eru meðal gesta.

Innlent
Fréttamynd

Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara

Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu.

Erlent