Heilbrigðismál

Fréttamynd

Styrkja en tryggja ekki fólk með sykursýki: „Gerið betur, í alvöru talað“

Færsla sem tryggingarfélagið Vörður birti á samfélagsmiðlum í gær fór öfugt ofan í marga sem þjást af sykursýki. Alþjóðlegur dagur sykursýki var í gær og Vörður minnti af því tilefni á Dropann, styrktarfélag barna sem greinst hafa með sykursýki. „Við látum okkur þetta málefni varða og styrkjum Dropann með stolti“, segir í færslu Varðar. Félagið tryggir hins vegar hvorki börn né fullorðna með sykursýki. 

Innlent
Fréttamynd

Ein­stak­lingum í upp­bótar­með­ferð fjölgað úr 276 í 438

Árið 2019 voru 276 einstaklingar í svokallaðri „uppbótarmeðferð“ vegna ópíatafíknar á Íslandi en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Umræddir einstaklingar eru aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri en ávísanirnar koma aðallega frá sérfræðingum í geðlækningum.

Innlent
Fréttamynd

Uppræting ofbeldis – mikilvægasta lýðheilsumálið!

Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið.

Skoðun
Fréttamynd

Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg

Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 

Innlent
Fréttamynd

Fékk sársaukafyllsta sjúkdóm í heimi eftir efnabruna

Lífið tók U-beygju hjá ungri konu fyrr á þessu ári þegar hún greindist með sjaldgæfan taugasjúkdóm sem kallaður hefur verið sársaukafyllsti sjúkdómur í heimi. Þrátt fyrir gríðarlega mikil veikindi og miklar breytingar í lífinu lætur hún ekki deigan síga. Framtíðarplönin eru fleiri en áður eða líf með sjúkdómi og líf án hans. Allt geti gerst.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að fylgja vísindunum í notkun hugvíkkandi efna“

Formaður læknaráðs Landspítalans er ánægður yfir auknum áhuga á geðheilbrigðismálum sem lýsi sér m.a. í nýrri þingsályktunartillögu um sílósíbín sem finnst í ofskynjunarsveppum. Það sé hins vegar mikilvægt að bíða eftir frekari rannsóknum um efnið. Íslendingar hafi þegar fengið tilboð um að taka þátt í síðasta fasa stórrar rannsóknar á gagnsemi efnisins.  

Innlent
Fréttamynd

Áminning læknis skal standa

Heilbrigðisráðuneytið hefur úrskurðað að ákvörðun embættis landlæknis um að áminna lækni vegna tveggja mála sem tengjast vanrækslu í starfi skuli standa.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Rær í fimmtíu tíma til stuðnings Píeta

Einar Hansberg ætlar að vekja athygli á mikilvægu starfi Píeta-samtakanna á Íslandi með því að framkvæma æfingu sem inniheldur 56 kaloríur á Concept2-tæki, 10 upphífingar og 11 réttstöðulyftur á 15 mínútna fresti í alls 50 klukkutíma.  Vísir sýnir beint frá æfingunni.

Lífið
Fréttamynd

Fyrirtækjarisi á sviði heilbrigðisþjónustu settur í söluferli

Fyrirtækjasamstæðan Veritas, sem er í aðaleigu Hreggviðs Jónssonar og rekur fjölmörg umsvifamikil félög á sviði heilbrigðisþjónustu, verður brátt sett í formlegt söluferli sem kemur í kjölfar áhuga sem fjárfestingarsjóðir hafa sýnt fyrirtækinu síðustu mánuði. Forstjóri félagsins, sem veltir samtals nálægt 30 milljörðum króna, segir tímasetninguna núna til að láta reyna á sölu vera góða en innlent fjármálafyrirtæki hefur verið ráðið til að hafa umsjón með ferlinu. Verði af sölunni yrði um að ræða risaviðskipti á íslenskan mælikvarða.

Innherji
Fréttamynd

Kyn­mis­ræmi er ekki sjúk­dómur

Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis.

Skoðun
Fréttamynd

4.048 Íslendingar hafa hafnað því alfarið að gefa líffæri

Frá því að breytt lög um líffæragjafir tóku gildi í byrjun árs 2019 hafa 4.048 einstaklingar alfarið hafnað líffæragjöf en 2.013 hafnað líffæragjöf að hluta. Lítill munur er á milli kynjanna hvað þetta varðar; 2.018 karlar hafa alfarið hafnað líffæragjöf en 1.940 konur.

Innlent
Fréttamynd

Þver­pólitísk sátt um of­skynjunar­sveppi

Þingmenn úr öllum flokkum standa að baki þingsályktunartillögu sem var mælt fyrir á Alþingi í dag um að heimila notkun efnisins sílósíbín í geðlækningaskyni. Efnið er svokallað hugvíkkandi efni og er virka efnið í 250 mismunandi sveppategundum, sem stundum eru nefndir ofskynjunarsveppir.

Innlent
Fréttamynd

Bættari heilsa með góðu heilsulæsi

Heilbrigðisráðherra hefur boðað til heilbrigðisþings fimmtudaginn 10. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Að þessu sinni er heilbrigðisþingið helgað lýðheilsu og er öllum opið

Skoðun
Fréttamynd

Tími er kominn á nýtt átak í mæðravernd

Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði.

Skoðun
Fréttamynd

Leikskólabörn að greinast með flensuna

Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu.

Innlent
Fréttamynd

Engin laun í leyfi vegna brjóst­náms­að­gerðar

Landsréttur segir að kynmisræmi teljist ekki sjúkdómur í skilningi laga. Trans manneskja sem fór í brjóstnámsaðgerð eigi því ekki rétt á launum í leyfi í kjölfar aðgerðarinnar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Segir bið­tíma eftir plássi á hjúkrunar­heimilum hafa styst

Heilbrigðisráðherra segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri beðið eftir plássi á höfuðborgarsvæðinu. Mikil uppbygging hafi verið á hjúkrunarrýmum um land allt en borgarfulltrúi segir upbbygingu annars staðar ekki minnka þörf á uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Hún vill bara fá að deyja í dag“

Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt.

Innlent
Fréttamynd

Skaða­minnkandi þjónusta

Skv. Fréttablaðinu í dag varð uppákoma á ráðstefnu SÁÁ þann 3. nóvember sl. Þar sakaði lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson starfsfólk skaðaminnkunarþjónustu Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um að þjónusta börn undir lögaldri án þess að hann, eða lögreglan, séu látin vita.

Skoðun