Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Dæmt í máli Kristins gegn HR

Í dag klukkan 14 verður kveðinn upp dómur í máli Kristins Sigurjónssonar gegn Háskólanum í Reykjavík. Kristinn starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild skólans en var sagt upp störfum vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hóp í október á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Játar að hafa myrt áhrifavaldinn sem fannst í ferðatösku

33 ára gamall karlmaður sem handtekinn var í gær grunaður um morðið á rússnesku samfélagsmiðlastjörnunni og lækninum Ekaterinu Karaglanovu sem fannst látin í ferðatösku á heimili sínu í Moskvu í síðustu viku hefur játað að hafa myrt Karaglanovu.

Erlent
Fréttamynd

Einn handtekinn grunaður um hrottalegt morð á áhrifavaldi

Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum í Rússlandi kom fram að einn hefur verið handtekinn grunaður um morðið á hinni 24 ára Ekaterinu Karaglanovu sem fannst látin í ferðatösku á heimili sínu á laugardag. Árásarmaðurinn hafði skorið hana á háls og stungið hana ítrekað með eggvopni.

Erlent
Fréttamynd

Siðmenning og siðleysi á samfélagsmiðlum

Í pistlum mínum um ástina og stefnumót hef ég nokkuð oft minnst á þessi rafrænu samskipti og hvaða misskilningi þau geta valdið. Auðvitað er þetta ekki einungis bundið við samskipti kynjana eða stefnumótaheiminn. Í samskiptum sem við eigum við fólk augliti til auglitis gilda ákveðnar óskráðar reglur sem hafa þróast með mannkyninu yfir nokkur hundruði ára.

Makamál
Fréttamynd

Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon

Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins.

Lífið