
Bretland

Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler
Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs.

„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“
Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig.

Starmer segir tíma aðgerða til kominn
Forsætisráðherra Bretlands hyggst mynda bandalag fúsra þjóða til að stíga með beinum hætti inn í varnir Úkraínu komi til vopnahlés. Bretland sé tilbúið að senda herlið til Úkraínu til að gæta þess að staðið sé við skilmála vopnahlés.

Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu
Stjórnvöld í Bretlandi og Úkraínu skrifuðu undir lánssamning sem nemur um 400 milljörðum íslenskra króna til vopnakaupa og styrkingar á vörnum landsins.

„Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vilja friðarsamkomulag varðandi innrás Rússa í Úkraínu áður en hægt sé að senda evrópska hermenn til Úkraínu til að tryggja frið. Þá gaf hann í skyn að samkomulag milli hans og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, gæti táknað aðkomu Bandaríkjanna að öryggistryggingu handa Úkraínumönnum.

Mamma Gurru gríss gýtur í sumar
Teiknimyndagrísinn Gurra grís á von á systkini í sumar þar sem móðir hennar gengur með grís. Fyrir á Gurra bróðurinn Georg.

Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er kominn til Washington D.C. í Bandaríkjunum, þar sem hann mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu
BBC greinir frá því að Andrew og Tristan Tate hafi yfirgefið Rúmeníu í einkaþotu snemma í morgun og séu á leið til Bandaríkjanna.

Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð
Sundmaðurinn fyrrverandi Anthony James, sem keppti fyrir hönd Bretlands á Ólympíuleikunum á heimavelli 2012, hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

Steinhissa en verður Dumbledore
Bandaríski leikarinn John Lithgow mun fara með hlutverk Albus Dumbledore í nýjum Harry Potter þáttum sem nú eru í bígerð. Hann segist hafa orðið steinhissa þegar framleiðendur þáttanna heyrðu í honum vegna hlutverksins.

Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það.

Segir Selenskí á leið til Washington
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum.

Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu
Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum.

Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin
Pólsk kona sem hefur haldið því fram að hún sé Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf árið 2007 úr fjölskyldufríi á Portúgal, er grunuð um umsáturseinelti sem beinist að McCann-fjölskyldunni.

Bryan Adams seldi upp á hálftíma
Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana.

Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn
Bridget Jones er snúin aftur í enn eitt skiptið, nú miðaldra tveggja barna móðir. Þó Bridget sé alltaf jafn klaufsk og ógeðslega fyndin þá kveður við fullorðinslegri (og ögn væmnari) tón en áður. Fólk sem þyrstir í góða rómantíska gamanmynd með klassískum ástarþríhyrning verður ekki svikið.

Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld
Lögreglan í Lundúnum hefur ákært 66 ára gamla konu fyrir að hafa banað fimm ára barni með því að setja það í sjóðandi heitt bað. Barnið, sem hét Andrea Bernard, hlaut alvarleg brunasár og lést á sjúkrahúsi rúmum mánuði síðar.

Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni
Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu.

Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi
Íslenskur læknir sem búsettur er í Skotlandi er í klemmu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021. Bjarni Eyvindsson giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann verði giftur tveimur konum. Málið á sér engin fordæmi í skoskri réttarsögu.

Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu
„Það er ótrúlega skemmtilegt að vinna fyrir svona íkonískt fyrirtæki eins og Agent Provocateur,“ segir fyrirsætan Helen Óttarsdóttir sem sat nýverið fyrir hjá nærfatarisanum.

Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA
Conclave, spennumynd um valdabrölt innan páfagarðs var valin besta myndin á BAFTA-verðlaunahátíðinni, og Emilia Perez besta myndin á öðru tungumáli en ensku.

Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps
Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands.

Segir Úkraínu enn á leið í NATO
Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu.

Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni
Breska leikaranum Russell Brand hefur verið stefnt vegna meintrar kynferðislegrar áreitni í fyrstu stefnunni á hendur honum í Bretlandi.

Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum
Dómari á Bretlandseyjum samþykkti beiðni mæðra barns um að dómur í máli þeirra yrði birtur og líffræðilegur faðir barnsins nafngreindur, til að vara aðrar konur við bæði manninum sjálfum og sæðisgjöfum utan regluverks almennt.

Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind
Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni.

Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu
Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs.

Bob og Robbie í bobba
Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu.

Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi
Skoski sjónvarpsleikarinn Callum Kerr hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna andláts móður sinnar og eiginmanns hennar í Aveyron í suðvesturhluta Frakklands þar sem þau bjuggu. Franska lögreglan rannsakar andlát þeirra en grunur leikur á að þau hafi verið myrt.