Bretland

Fréttamynd

Vaknaður eftir tíu mánaða dá og hefur ekki hugmynd um heimsfaraldurinn

Táningur sem lenti í skelfilegu bílslysi í fyrra hefur legið í dái í tíu mánuði og er þessa dagana að ranka við sér. Aðstandendur drengsins Joseph Flavill segja að hann hafi ekki nokkra einustu hugmynd um að heimsbyggðin hafi meira og minna verið í klóm heimsfaraldurs kórónuveiru í rúmt ár þrátt fyrir að hann hafi sjálfur tvívegis greinst með COVID-19 sjúkdóminn á meðan hann var í dái.

Erlent
Fréttamynd

Kafteinn Tom Moor­e lagður inn á sjúkra­hús vegna veirunnar

Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu.

Erlent
Fréttamynd

ESB hættir við um­deilda á­kvörðun um bólu­efnis­út­flutning

Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn

Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel.

Erlent
Fréttamynd

John­son fer til Skot­lands vegna vaxandi kröfu um sjálf­stæði

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun á morgun ferðast til Skotlands vegna vaxandi kröfu Skota um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði landsins fari fram. Johnson hefur verið mjög mótfallinn þeirri hugmynd og er gert ráð fyrir að hann muni berjast hart gegn því að Skotar yfirgefi ríkið.

Erlent
Fréttamynd

John­son segist al­gjör­lega miður sín

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist bera alla ábyrgð á aðgerðum ríkisstjórnar sinnar gegn kórónuveirufaraldrinum í landinu. Stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð í glímunni við faraldurinn.

Erlent
Fréttamynd

Hundrað þúsund dánir í Bretlandi

Rúmlega hundrað þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 í Bretlandi. Það er samkvæmt opinberum tölum en um 3,7 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Erfitt að segja til um hve­nær út­göngu­banni verður af­létt

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir margt benda til þess að baráttan við faraldurinn þar í landi sé að skila árangri en hann telur erfitt að spá fyrir um hvenær útgöngubanni verði aflétt. Aðgerðirnar virðist vera að virka en nú sé ekki rétti tímapunkturinn til að slaka á.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar

Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna.

Erlent
Fréttamynd

Ræddi við Biden um næstu skref

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Telur enga á­stæðu til að hræðast kynningu Borisar

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum.

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogar smyglhringsins dæmdir í fangelsi

Fjórir menn hafa verið dæmdir samtals 78 ára í fangelsi vegna dauða 39 farandmanna og kvenna frá Víetnam sem fundust í gámi í Essex árið 2019. Fólkið hefði kafnað í gámnum á meðan verið var að flytja hann frá Belgíu til Bretlands.

Erlent
Fréttamynd

Hópur réðst á fimmtán ára dreng um miðjan dag og myrti hann

Fimmtán ára drengur var myrtur í Birmingham á Englandi í gær þegar hópur manna vopnaðir hnífum veittist að honum á miðri íbúðargötu. Lögreglan segir að ráðist hafi verið á hann um klukkan hálf fjögur í gær og hann hafi dáið af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

„Grét og fann þessa höfnunartilfinningu aftur“

Jonathan Lancaster fæddist 31. ágúst árið 1984. Hann kom í heiminn með mikinn fæðingargalla og segir í ættleiðingarskjölum hans að foreldrar hans hafi fengið sjokk þegar þau sáu hann og náðu aldrei að mynda nein tengsl við hann. Lancaster segir sögu sína í þættinum Minutes With sem birtist reglulega á Facebook.

Lífið
Fréttamynd

Nei, Boris blundar ekki

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands blundar ekki á vinnutíma. Þetta sagði fjölmiðlafulltrúi Johnson á daglegum blaðamannafundi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Segir bókunum hafa fjölgað um 250 prósent

Johan Lundgren, forstjóri EasyJet, segir útlit fyrir mikinn ferðavilja meðal fólks þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirunnar. Hann segir bókunum hafa fjölgað um 250 prósent miðað við sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Breskir útgerðarmenn brjálaðir vegna Brexit

Forsvarsmenn skoskra skelfisksfyrirtækja mótmæltu aðstæðum á mörkuðum þeirra með því að leggja fjölda flutningabíla við þingið í London og ráðuneyti. Þeir segja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og skilyrði sem því fylgja vera að kæfa fyrirtækin og kalla eftir breytingum.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri bólu­settir fyrir veirunni en hafa smitast á Bret­landi

Fleiri hafa nú verið bólusettir fyrir kórónuveirunni en hafa greinst smitaðir á Bretlandi. Nú hafa meira en 3,5 milljónir Breta fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar við veirunni og þegar hafa 447 þúsund fengið báða skammta. Hingað til hafa 3,3 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni á Bretlandi.

Erlent