Afganistan Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Talíbanar virðast hafa tekið ákvörðun um að banna konum að nema hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ef marka má nýjustu fregnir. Erlent 4.12.2024 07:48 Sáraroðið frá Ísafirði notað til bjargar brenndum börnum í Afganistan Kerecis hlaut nýverið 24 milljóna styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs í alþjóðlegt samstarfsverkefni sem snýr að því að bæta meðferð brunasára í Afganistan. Kerecis framleiðir roð til sáragræðinga en brunasár eru afar algeng í þeim heimshluta. Forstjóri segir mikilvægt að varan sé ekki einungis aðgengileg í vestrænum heimi. Viðskipti innlent 7.7.2024 22:01 Fulltrúar Talíbana á ráðstefnu í Ósló Ráðstefnan Afghanistan Future Though Forum hefur farið fram í Ósló síðustu daga þar sem fulltrúar Talíbana eru meðal gesta. Utanríkisráðherra Noregs segir að það séu ekki leiðtogar Talíbana sem sækja fundi heldur fulltrúar á þeirra vegum. Erlent 15.5.2024 10:36 Hundruð létust í flóðum Hunduð létust í flóðum í Baghlan-héraði í norðurhluta Afganistan í dag og er óttast að tala látinna muni hækka. Erlent 11.5.2024 18:56 Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. Erlent 3.4.2024 13:00 Hverjir eru ISKP? Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þegar Kalífadæmi Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi féll í mars 2019 markaði það ekki endalok hryðjuverkasamtakanna sjálfra. Síðan þá hefur hver leiðtoginn á fætur öðrum verið felldur af bandarískum hermönnum en samtökin sjálf hafa þó tórað áfram, í einhverri mynd. Erlent 26.3.2024 09:00 Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. Erlent 20.2.2024 11:46 Segir Talíbana mögulega myndu láta undan alþjóðlegum þrýstingi Margir embættismenn Talíbana styðja endurskoðun banns gegn menntun stúlkna. Þetta segir Rangina Hamidi, sem var menntamálaráðherra áður en Talíbanar komust aftur til valda í Afganistan. Erlent 29.11.2023 08:19 Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. Innlent 13.11.2023 19:38 Annar stór skjálfti í Afganistan Annar stór jarðskjálfti reið yfir Afganistan í nótt aðeins nokkrum dögum eftir að tveir stórir skjálftar komu á sama svæði með þeim afleiðingum að rúmlega þúsund létu lífið. Erlent 11.10.2023 07:38 Tala látinna í Afganistan komin yfir tvö þúsund Meira en tvö þúsund manns hafa látist og tíu þúsund manns slasast eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir Afganistan í gær, skjálftarnir eru sagðir þeir mannskæðustu í landinu í langan tíma. Erlent 8.10.2023 10:30 Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið. Erlent 7.10.2023 22:41 Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. Erlent 7.10.2023 17:14 Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi. Erlent 4.10.2023 10:49 Berst fyrir því að FIFA leyfi kvennalandsliði Afganistan að keppa Knattspyrnukonan Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði kvennlandsliðs Afganistan í knattspyrnu, berst fyrir því að liðið fái að leika fyrir hönd þjóðar sinnar, jafnvel þótt konum í landinu sé nú bannað að stunda íþróttir. Erlent 18.9.2023 06:45 Vill að talibanar verði sóttir til saka fyrir brot á rétti stúlkna Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum segir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir að banna stúlkum að mennta sig og stunda vinnu. Það telur hann glæp gegn mannkyninu. Erlent 16.8.2023 11:13 Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku. Innlent 13.6.2023 15:33 Segjast hafa fellt manninn að baki árásinni á alþjóðavellinum í Kabúl Talíbanar í Afganistan segjast hafa drepið einn af leiðtogum ISIS samtakanna þar í landi. Nafn mannsins hefur ekki verið gert opinbert en hann er sagður hafa staðið á bak við árás á flugvöllinn í Kabúl árið 2021, þar sem 170 óbreyttir borgarar og þrettán bandarískir hermenn létu lífið. Erlent 26.4.2023 08:19 Talíbanar banna konum að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa stjórnvöld Talíbana í Afganistan bannað afgönskum konum að starfa fyrir stofnunina. Ekkert skriflegt liggur fyrir um bannið en starfsmenn SÞ segjasta hafa verið upplýstir um þetta munnlega. Erlent 5.4.2023 08:06 Öflugur skjálfti í Afganistan og Pakistan Að minnsta kosti 12 eru látnir og tugir slasaðir eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,5 stig reið yfir í Pakistan og Afganistan í gærkvöldi. Erlent 22.3.2023 07:26 Fyrrverandi þingkona myrt í Kabúl Mursal Nabizada, 32 ára fyrrverandi þingkona, og lífvörður hennar voru skotin til bana á heimili Nabizada í Kabúl í gær. Bróðir Nabizada og annar lífvörður særðust í árásinni. Erlent 16.1.2023 07:31 Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Erlent 5.1.2023 23:08 Afgönskum konum bannað að stunda háskólanám Ráðamenn Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, hafa fyrirskipað að öllum konum landsins verði bannað að stunda nám í háskólum landsins. Erlent 20.12.2022 23:19 Birgir fundaði með talíbönum í Afganistan Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi. Innlent 18.12.2022 23:30 Nítján létust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk Nítján létust og yfir þrjátíu særðust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk í jarðgöngum norður af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Fjölmargir festust inni í göngunum og gæti tala látinna hækkað. Erlent 18.12.2022 21:18 Faðir tók morðingja sonar síns af lífi í opinberri aftöku Talsmaður Talíbana í Afganistan segir föður fórnarlambs morðingja, hafa tekið morðingjann af lífi í opinberri aftöku á íþróttaleikvangi. Fjöldi áhorfenda var viðstaddur, þeirra á meðal leiðtogar Talíbana. Erlent 8.12.2022 08:06 HM í Katar „gullgæs“ fyrir Talibana sem græddu milljarða Hreyfing Talibana í Afganistan græddi andvirði milljarða króna á uppbyggingu Katara fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú stendur yfir í síðarnefnda ríkinu. Það gerðu þeir fyrir tilstuðlan greiðslna frá katarska ríkinu undir yfirskini friðaviðræðna. Fótbolti 29.11.2022 12:31 Að minnsta kosti nítján látnir eftir árás á skóla í Kabúl Að minnsta kosti nítján eru látnir og á þriðja tug slasaðir eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á Kajj námsmiðstöðina í höfuðborg Afganistan í morgun. Nemendur voru í prófi þegar sprengingin varð en á svæðinu en enginn hefur tekið ábyrgð á árásinni enn sem komið er. Erlent 30.9.2022 08:05 Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. Erlent 5.9.2022 10:23 Minnst átta létust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum. Erlent 5.9.2022 06:47 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 13 ›
Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Talíbanar virðast hafa tekið ákvörðun um að banna konum að nema hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ef marka má nýjustu fregnir. Erlent 4.12.2024 07:48
Sáraroðið frá Ísafirði notað til bjargar brenndum börnum í Afganistan Kerecis hlaut nýverið 24 milljóna styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs í alþjóðlegt samstarfsverkefni sem snýr að því að bæta meðferð brunasára í Afganistan. Kerecis framleiðir roð til sáragræðinga en brunasár eru afar algeng í þeim heimshluta. Forstjóri segir mikilvægt að varan sé ekki einungis aðgengileg í vestrænum heimi. Viðskipti innlent 7.7.2024 22:01
Fulltrúar Talíbana á ráðstefnu í Ósló Ráðstefnan Afghanistan Future Though Forum hefur farið fram í Ósló síðustu daga þar sem fulltrúar Talíbana eru meðal gesta. Utanríkisráðherra Noregs segir að það séu ekki leiðtogar Talíbana sem sækja fundi heldur fulltrúar á þeirra vegum. Erlent 15.5.2024 10:36
Hundruð létust í flóðum Hunduð létust í flóðum í Baghlan-héraði í norðurhluta Afganistan í dag og er óttast að tala látinna muni hækka. Erlent 11.5.2024 18:56
Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. Erlent 3.4.2024 13:00
Hverjir eru ISKP? Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þegar Kalífadæmi Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi féll í mars 2019 markaði það ekki endalok hryðjuverkasamtakanna sjálfra. Síðan þá hefur hver leiðtoginn á fætur öðrum verið felldur af bandarískum hermönnum en samtökin sjálf hafa þó tórað áfram, í einhverri mynd. Erlent 26.3.2024 09:00
Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. Erlent 20.2.2024 11:46
Segir Talíbana mögulega myndu láta undan alþjóðlegum þrýstingi Margir embættismenn Talíbana styðja endurskoðun banns gegn menntun stúlkna. Þetta segir Rangina Hamidi, sem var menntamálaráðherra áður en Talíbanar komust aftur til valda í Afganistan. Erlent 29.11.2023 08:19
Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. Innlent 13.11.2023 19:38
Annar stór skjálfti í Afganistan Annar stór jarðskjálfti reið yfir Afganistan í nótt aðeins nokkrum dögum eftir að tveir stórir skjálftar komu á sama svæði með þeim afleiðingum að rúmlega þúsund létu lífið. Erlent 11.10.2023 07:38
Tala látinna í Afganistan komin yfir tvö þúsund Meira en tvö þúsund manns hafa látist og tíu þúsund manns slasast eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir Afganistan í gær, skjálftarnir eru sagðir þeir mannskæðustu í landinu í langan tíma. Erlent 8.10.2023 10:30
Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið. Erlent 7.10.2023 22:41
Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. Erlent 7.10.2023 17:14
Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi. Erlent 4.10.2023 10:49
Berst fyrir því að FIFA leyfi kvennalandsliði Afganistan að keppa Knattspyrnukonan Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði kvennlandsliðs Afganistan í knattspyrnu, berst fyrir því að liðið fái að leika fyrir hönd þjóðar sinnar, jafnvel þótt konum í landinu sé nú bannað að stunda íþróttir. Erlent 18.9.2023 06:45
Vill að talibanar verði sóttir til saka fyrir brot á rétti stúlkna Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum segir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir að banna stúlkum að mennta sig og stunda vinnu. Það telur hann glæp gegn mannkyninu. Erlent 16.8.2023 11:13
Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku. Innlent 13.6.2023 15:33
Segjast hafa fellt manninn að baki árásinni á alþjóðavellinum í Kabúl Talíbanar í Afganistan segjast hafa drepið einn af leiðtogum ISIS samtakanna þar í landi. Nafn mannsins hefur ekki verið gert opinbert en hann er sagður hafa staðið á bak við árás á flugvöllinn í Kabúl árið 2021, þar sem 170 óbreyttir borgarar og þrettán bandarískir hermenn létu lífið. Erlent 26.4.2023 08:19
Talíbanar banna konum að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa stjórnvöld Talíbana í Afganistan bannað afgönskum konum að starfa fyrir stofnunina. Ekkert skriflegt liggur fyrir um bannið en starfsmenn SÞ segjasta hafa verið upplýstir um þetta munnlega. Erlent 5.4.2023 08:06
Öflugur skjálfti í Afganistan og Pakistan Að minnsta kosti 12 eru látnir og tugir slasaðir eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,5 stig reið yfir í Pakistan og Afganistan í gærkvöldi. Erlent 22.3.2023 07:26
Fyrrverandi þingkona myrt í Kabúl Mursal Nabizada, 32 ára fyrrverandi þingkona, og lífvörður hennar voru skotin til bana á heimili Nabizada í Kabúl í gær. Bróðir Nabizada og annar lífvörður særðust í árásinni. Erlent 16.1.2023 07:31
Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Erlent 5.1.2023 23:08
Afgönskum konum bannað að stunda háskólanám Ráðamenn Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, hafa fyrirskipað að öllum konum landsins verði bannað að stunda nám í háskólum landsins. Erlent 20.12.2022 23:19
Birgir fundaði með talíbönum í Afganistan Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi. Innlent 18.12.2022 23:30
Nítján létust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk Nítján létust og yfir þrjátíu særðust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk í jarðgöngum norður af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Fjölmargir festust inni í göngunum og gæti tala látinna hækkað. Erlent 18.12.2022 21:18
Faðir tók morðingja sonar síns af lífi í opinberri aftöku Talsmaður Talíbana í Afganistan segir föður fórnarlambs morðingja, hafa tekið morðingjann af lífi í opinberri aftöku á íþróttaleikvangi. Fjöldi áhorfenda var viðstaddur, þeirra á meðal leiðtogar Talíbana. Erlent 8.12.2022 08:06
HM í Katar „gullgæs“ fyrir Talibana sem græddu milljarða Hreyfing Talibana í Afganistan græddi andvirði milljarða króna á uppbyggingu Katara fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú stendur yfir í síðarnefnda ríkinu. Það gerðu þeir fyrir tilstuðlan greiðslna frá katarska ríkinu undir yfirskini friðaviðræðna. Fótbolti 29.11.2022 12:31
Að minnsta kosti nítján látnir eftir árás á skóla í Kabúl Að minnsta kosti nítján eru látnir og á þriðja tug slasaðir eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á Kajj námsmiðstöðina í höfuðborg Afganistan í morgun. Nemendur voru í prófi þegar sprengingin varð en á svæðinu en enginn hefur tekið ábyrgð á árásinni enn sem komið er. Erlent 30.9.2022 08:05
Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. Erlent 5.9.2022 10:23
Minnst átta létust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum. Erlent 5.9.2022 06:47
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent