Kjaramál

Fréttamynd

Vald­níðsla fram­kvæmda­valdsins!

Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt.

Skoðun
Fréttamynd

Alvarlegri og þyngri vinnumansalsmál en áður

Alvarlegri vinnumansalsmál eru að koma upp nú en áður hjá aðildarfélögum ASÍ. Verkefnastjóri segir þrjú fyrirtæki hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðasta ári þar sem grunur sé um vinnumansal, það stefni í að málin verði mun fleiri í ár. Lögreglan hefur lagt fram kæru í nokkrum málum á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Þú átt leik Katrín

Kæra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það var ánægjuleg að fylgjast með þátttöku þinni í Kvennaverkfallinu. Þú sýndir með framgöngu þinni að þú hafnar því að vera bara hlutlaus áhorfandi. Þú velur að stíga ákveðið fram á sviðið og krefjast þess, eins og annað jafnréttissinnað fólk, að kynbundin launamunur verði leiðréttur.

Skoðun
Fréttamynd

Bein útsending: Baráttufundur ungra bænda

Samtök ungra bænda efna til baráttufundar í Salnum í Kópavogi í dag. Þar munu átta ungir bændur taka til máls og þrír gestafyrirlesarar auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þáttöku gesta í sal. Von er á ráðherrum og þingmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Að­koma stjórn­valda nauð­syn­leg fyrir gerð lang­tíma­kjara­samninga

„Við greiðum allt með krónum ekki prósentum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson á þingi SGS sem sett var í dag. Hann sagði að í næstu kjarasamningum yrði áfram lögð áhersla á krónutöluhækkanir og að aðkoma stjórnvalda væri nauðsynleg til að ná að gera langtímakjarasamninga. Samningar sambandsins renna út eftir um þrjá mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Kvennafrídagurinn í myndum

Allt lagðist á eitt við að gera Kvennafrídaginn og baráttufund við Arnarhól að mest sótta viðburði Íslandssögunnar. Ef að líkum lætur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Áfram rífandi stemming niðri í bæ

Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu merki þess mátti sjá í umferðinni í morgun sem var afar lítil. Þá eru margir vinnustaðir ansi tómlegir eða hreinlega lokaðir vegna verkfallsins.

Innlent
Fréttamynd

Munar þig um 47 milljónir?

Í dag eru 48 ár frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns og krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi kvenna til samfélagsins. Talið er að um 90% kvenna hafi lagt niður störf þennan fyrsta kvennafrídag þann 24. október 1975.

Skoðun
Fréttamynd

Allir hata konur og allt sökkar

Þriðjudaginn 24. október er Kvennaverkfall. Þá leggja konur og kvár niður störf til að mótmæla vanmati á störfum kvenna, kynbundnu ofbeldi og öðru óréttlæti sem fólk verður fyrir kyns síns vegna. Verkfallið er skipulagt af félagasamtökum sem berjast fyrir jafnrétti með ýmsum hætti og stéttarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Engin skylda að greiða laun í kvenna­verk­falli

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins.

Innlent
Fréttamynd

Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum

Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Mikil hækkun launa­kostnaðar ein helsta á­hættan fyrir ytri stöðu þjóðar­búsins

Mikil hækkun launakostnaðar á framleidda einingu hér á landi á síðustu árum er „langt yfir“ þeim viðmiðunarmörkum sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) hefur sett til að meta mögulegt ójafnvægi á ytri stöðu hagkerfa. Verði framhald á launahækkunum umfram framleiðnivöxt mun það að líkindum leiða til verðbólgu, meiri viðskiptahalla og um leið gengislækkunar krónunnar, að mati Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Þór­dís Kol­brún segir hækkun launa í krónu­tölu ekki málið

Eftir stuttar hamingjuóskir var hart sótt að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýjum fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún sagði ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda hjá ríkinu. Sá vandi yrði ekki leystur með nýjum fjárfrekum verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Laun ó­fag­lærðra hækkað mun hraðar en annarra stétta með fjölgun ferða­manna

Launakjör ófaglærðra á Íslandi, sem eru nú þau bestu sem þekkjast í Evrópu, hafa batnað mun hraðar en annarra stétta frá aldamótum en kaupmáttur lágmarkslauna hefur þannig nærri tvöfaldast á meðan þeir sem eru með meistarapróf úr háskóla hafa upplifað nánast enga kaupmáttaraukningu, að sögn forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Meginskýringin að baki þessari þróun sé „eðlileg afleiðing“ af efnahagsástandinu þar sem aukinn straumur ferðamanna til landsins hafi búið til mikla sókn í ófaglært vinnuafl.

Innherji
Fréttamynd

Frum­varp um fé­laga­frelsi

Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar.

Skoðun
Fréttamynd

Grænir kjara­samningar

Það er sameiginlegt verkefni þjóða heimsins að vinda ofan af loftslagsbreytingum og þeim skaðlegu áhrifum sem þær munu hafa á hag framtíðarkynslóða.

Skoðun
Fréttamynd

Veit­ing­a­stað­ir í „mjög erf­iðr­i stöð­u“ og ótt­ast er að gjald­þrot­um fjölg­i

Launahlutfall veitingastaða hefur farið hratt hækkandi. Á fyrstu mánuðum ársins var það komið yfir 50 prósent hjá mörgum veitingastöðum en lækkaði í maí og júní þegar umsvifin jukust samhliða auknum ferðamannastraumi og betra veðri, samkvæmt launakönnun Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Framkvæmdastjóri samtakanna, sem segir greinina „í mjög erfiðri stöðu“ sem hvorki verkalýðshreyfingin né stjórnvöld sýni skilning á, hefur áhyggjur af því að gjaldþrotum muni fjölga og aðrir veitingastaðir muni stytta opnunartíma sinn og fækka störfum. 

Innherji
Fréttamynd

Vandað verk­lag við að­hald í ríkis­rekstri

Áform stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri eru ekki ný af nálinni og koma iðulega til tals í tengslum við fjárlagafrumvarp hvers tíma. En umræða um þau flýgur oft hærra þegar kjarasamningar eru á næsta leiti.

Skoðun