Skóla- og menntamál Rafræn innritun í framhaldsskóla Menntamálaráðuneytið hefur að undanförnu unnið að breytingum á innritun í framhaldsskóla og hefur ráðuneytið ákveðið að taka upp rafræna innritun. Nemendur sem ljúka 10. bekk grunnskóla í vor munu sækja um á Netinu og verða þar með þeir fyrstu sem innritast þannig í framhaldsskóla. Innlent 13.10.2005 19:09 Íslenskukennsla skert um 33%? Samtök móðurmálskennara mótmæla harðlega fyrirhugaðri skerðingu íslenskunáms í framhaldsskólum. Þau segja að ef áformin um styttingu námstíma til stúdentsprófs nái fram að ganga hafi kennsla í íslensku verið skert um 33% á innan við tíu árum. Innlent 13.10.2005 19:09 Aldrei fleiri í framhaldsskóla Aldrei hafa fleiri 16 ára ungmenni á Íslandi verið skráð í framhaldsskóla en síðastliðið haust en þá voru 93 prósent ungmenna á þessum aldri skráð til skólavistar. Innlent 13.10.2005 19:07 Yfir 50% námsmanna í vinnu Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki. Innlent 13.10.2005 19:06 Skólagjöld ekki handan við hornið Menntamálaráðherra telur ótímabært að segja til um hvort skólagjöld verði tekin upp við Háskóla Íslands í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um háskólann. Heildstæð löggjöf um háskólastigið verður lögð fram á þingi næsta vetur. Innlent 13.10.2005 19:06 HÍ ódýr í rekstri Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 19:05 Samstarf við kínverskan háskóla Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, mun undirrita samning um víðtækt samstarf við Háskólann í Shanghaí í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína nú í maí. Innlent 13.10.2005 19:03 Páskafrí grunnskólanna ekki stytt Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Innlent 13.10.2005 18:58 Rektorskjör í HÍ í dag Rektorskjör verður í Háskóla Íslands í dag. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild, eru í framboði en þau urðu hlutskörpust í fyrri umferð kosninganna sem fram fór 10. mars. Innlent 13.10.2005 18:55 Kristín og Ágúst efst í kjörinu Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku. Innlent 13.10.2005 18:53 Formaður FG fagnar yfirlýsingunni Formaður Félags grunnskólakennara fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji stuðla að því að gera samræmd próf í grunnskóla skilvirkari. Menntamálaráðherra telur ekki rétt að hætta prófunum. Innlent 13.10.2005 18:51 Bifröst fékk leyfi frá ráðuneytinu Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur fengið heimild menntamálaráðuneytis til að hefja nýtt grunnám til BA-gráðu í haust þar sem fléttað verður saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Námið verður vistað í nýrri háskóladeild, félagsvísinda- og hagfræðideild, og hefur Magnús Árni Magnússon verið ráðinn deildarforseti. Innlent 13.10.2005 18:50 Námskynning í Háskóla Íslands Árleg námskynning Háskóla Íslands hefst nú klukkan 11. Þar kynna kennarar og nemendur ellefu deilda skólans námsframboð og rannsóknarverkefni, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Þá geta áhugasamir hlýtt á örfyrirlestra um ýmsar hliðar raunvísinda og verkfræði í Öskju. Innlent 13.10.2005 18:50 Elur á leti nemenda Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Innlent 13.10.2005 18:49 Nemendur njóta ekki sannmælis Margir nemendur njóta ekki sannmælis í skriflegum prófum, segir formaður Félags grunnskólakennara, en félagið vill að samræmd próf verði lögð niður í núverandi mynd. Innlent 13.10.2005 18:49 Samræmd próf lögð niður Aðalfundur Félags grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Í ályktun fundarins kemur fram að með vaxandi þróun undanfarin ár í átt að einstaklingsmiðuðu námi og í ljósi framtíðarsýnar fræðsluyfirvalda þá hafi samræmd próf ekki þann tilgang og vægi sem þeim hafi verið ætlað í upphafi. Innlent 13.10.2005 18:48 Þrír endar hjá Verzlingum! Það verður seint sagt um sýninguna Welcome to the Jungle að hún sé dæmigerð eða fyrirsjáanleg og oft er dansað á línunni hvað ýmsa hluti varðar, án þess þó að farið sé yfir hana. Eitt af því sem ekki samræmist almennum leikhúsvenjum er að á söngleiknum eru þrír endar, góður, slæmur og pólitískur endir. Menning 13.10.2005 18:48 Röskva vann mann af Vöku Sú óvenjulega staða er komin upp í Stúdentaráði HÍ eftir kosningar í gær að enginn listi hefur hreinan meirihluta. Listi Vöku, sem gjarnan er kenndur við hægrimenn, tapaði manni til Röskvu, gjarnan kenndri við vinstri menn, þannig að báðir listar fengu fjóra menn. Háskólalistinn hélt sínum manni og er því kominn í oddaaðstöðu. Innlent 13.10.2005 15:32 Samstarfi við SHÍ slitið Slitnað hefur upp úr samstarfi Stúdentaráðs Háskóla Íslands og námsmannahreyfinganna Bandalags íslenskra námsmanna (BÍSN), Iðnnemasambands Íslands (INSÍ) og Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) í kjölfar lánasjóðsfundar síðastliðinn föstudag. Innlent 13.10.2005 18:45 Allir fengu hyasintu Tæplega 90 nemendur voru útskrifaðir úr Borgarholtsskóla um helgina. Fengu allir hýasintu vioð útskriftina í tilefni jólanna. Lífið 13.10.2005 15:13 Samstarfsverkefni sagt gleymt Samstarfsverkefni Fjölmenntar og Geðhjálpar er "algjörlega í uppnámi," að sögn Helga Jósefssonar verkefnisstjóra. Fjármunir til vorannar eru ekki fyrir hendi og engin loforð þar um. Innlent 13.10.2005 15:13 Mótmæla hækkun skráningargjalda Nemendafélög ríkisháskólanna hafa sent frá sér ályktanir og verið með heilsíðuauglýsingar í dagblöðum til þess að mótmæla því að skráningargjöld í skólunum verði hækkuð um 13.500 krónur. Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis og verður það tekið til atkvæðagreiðslu klukkan hálftvö í dag. Innlent 13.10.2005 15:08 50% fleiri strákar mjög slakir Helmingi fleiri strákar en stúlkur í tíunda bekk eru mjög slakir í stærðfræði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum PISA-könnunarinnar. Um 6% drengja hafa litla sem enga kunnáttu í stærðfræði en aðeins tæp 3% stúlkna. Innlent 13.10.2005 15:08 Styrkja íslenskukennslu erlendis Nú styrkja íslensk stjórnvöld kennslu í íslensku við 17 erlenda háskóla, að því er fram kemur í Stiklum, vefriti um menningar- og landkynningarmál. Innlent 13.10.2005 15:06 Andakílsskóli verði lagður niður Samkvæmt skýrslu Háskólans á Akureyri, sem unnin var fyrir sameiningarnefnd sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar um skólamál, er hagkvæmast að leggja Andakílsskóla niður. Nemendum af svæðinu verði þess í stað ekið í skóla í Borgarnesi. Innlent 13.10.2005 15:06 Breytt dagsetning samræmdra prófa Dagsetningum samræmdra lokaprófa í 10. bekk næstkomandi vor hefur verið breytt vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á skólahaldi í grunnskólum í haust. Röð prófanna hefur einnig að nokkru leyti verið breytt frá því sem áður var tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Innlent 13.10.2005 15:01 Sitja ekki við sama borð? Um 200 nemendur, nýútskrifaðir úr grunnskóla, höfðu samband við menntamálaráðuneytið í haust vegna þess að þeir fengu ekki inngöngu í framhaldsskóla. Aðstoðaði ráðuneytið þá við að fá inngöngu í skóla og fengu þeir allir inni. Það sama gildir ekki um þá sem voru aftur að hefja framhaldsskólanám eftir hlé. Innlent 13.10.2005 14:57 HÍ tekur við nýnemum Háskóli Íslands hefur ákveðið að taka við umsóknum um skólavist á vormisseri 2005. Síðastliðið vor var gripið til sparnaðaraðgerða og meðal þeirra var að taka ekki nýja nemendur inn í skólann á miðju háskólaári, þ.e. um áramót. Innlent 13.10.2005 14:57 Formaður SHÍ fagnar lækkuninni Formaður Stúdentaráðs fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka endurgreiðslubyrði námslána um eitt prósentustig. Fyrir nýútskrifaðan háskólastúdent með 250 þúsund krónur á mánuði samsvarar þetta þrjátíu þúsund krónum á ári. Innlent 13.10.2005 14:56 Endurgreiðslubyrði námslána lækkuð Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá því í ávarpi sínu til kjördæmisþings Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi að sátt hefði náðst milli stjórnarflokkanna um að lækka endurgreiðsluhlutfall námslána úr 4,75 prósentum af tekjum í 3,75 prósent. Þetta á við um ný lán og greiðslur af gömlum lánum eftir að frumvarp þessa efnis tekur gildi. Innlent 13.10.2005 14:55 « ‹ 133 134 135 136 137 ›
Rafræn innritun í framhaldsskóla Menntamálaráðuneytið hefur að undanförnu unnið að breytingum á innritun í framhaldsskóla og hefur ráðuneytið ákveðið að taka upp rafræna innritun. Nemendur sem ljúka 10. bekk grunnskóla í vor munu sækja um á Netinu og verða þar með þeir fyrstu sem innritast þannig í framhaldsskóla. Innlent 13.10.2005 19:09
Íslenskukennsla skert um 33%? Samtök móðurmálskennara mótmæla harðlega fyrirhugaðri skerðingu íslenskunáms í framhaldsskólum. Þau segja að ef áformin um styttingu námstíma til stúdentsprófs nái fram að ganga hafi kennsla í íslensku verið skert um 33% á innan við tíu árum. Innlent 13.10.2005 19:09
Aldrei fleiri í framhaldsskóla Aldrei hafa fleiri 16 ára ungmenni á Íslandi verið skráð í framhaldsskóla en síðastliðið haust en þá voru 93 prósent ungmenna á þessum aldri skráð til skólavistar. Innlent 13.10.2005 19:07
Yfir 50% námsmanna í vinnu Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki. Innlent 13.10.2005 19:06
Skólagjöld ekki handan við hornið Menntamálaráðherra telur ótímabært að segja til um hvort skólagjöld verði tekin upp við Háskóla Íslands í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um háskólann. Heildstæð löggjöf um háskólastigið verður lögð fram á þingi næsta vetur. Innlent 13.10.2005 19:06
HÍ ódýr í rekstri Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 19:05
Samstarf við kínverskan háskóla Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, mun undirrita samning um víðtækt samstarf við Háskólann í Shanghaí í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína nú í maí. Innlent 13.10.2005 19:03
Páskafrí grunnskólanna ekki stytt Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Innlent 13.10.2005 18:58
Rektorskjör í HÍ í dag Rektorskjör verður í Háskóla Íslands í dag. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild, eru í framboði en þau urðu hlutskörpust í fyrri umferð kosninganna sem fram fór 10. mars. Innlent 13.10.2005 18:55
Kristín og Ágúst efst í kjörinu Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku. Innlent 13.10.2005 18:53
Formaður FG fagnar yfirlýsingunni Formaður Félags grunnskólakennara fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji stuðla að því að gera samræmd próf í grunnskóla skilvirkari. Menntamálaráðherra telur ekki rétt að hætta prófunum. Innlent 13.10.2005 18:51
Bifröst fékk leyfi frá ráðuneytinu Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur fengið heimild menntamálaráðuneytis til að hefja nýtt grunnám til BA-gráðu í haust þar sem fléttað verður saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Námið verður vistað í nýrri háskóladeild, félagsvísinda- og hagfræðideild, og hefur Magnús Árni Magnússon verið ráðinn deildarforseti. Innlent 13.10.2005 18:50
Námskynning í Háskóla Íslands Árleg námskynning Háskóla Íslands hefst nú klukkan 11. Þar kynna kennarar og nemendur ellefu deilda skólans námsframboð og rannsóknarverkefni, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Þá geta áhugasamir hlýtt á örfyrirlestra um ýmsar hliðar raunvísinda og verkfræði í Öskju. Innlent 13.10.2005 18:50
Elur á leti nemenda Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Innlent 13.10.2005 18:49
Nemendur njóta ekki sannmælis Margir nemendur njóta ekki sannmælis í skriflegum prófum, segir formaður Félags grunnskólakennara, en félagið vill að samræmd próf verði lögð niður í núverandi mynd. Innlent 13.10.2005 18:49
Samræmd próf lögð niður Aðalfundur Félags grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Í ályktun fundarins kemur fram að með vaxandi þróun undanfarin ár í átt að einstaklingsmiðuðu námi og í ljósi framtíðarsýnar fræðsluyfirvalda þá hafi samræmd próf ekki þann tilgang og vægi sem þeim hafi verið ætlað í upphafi. Innlent 13.10.2005 18:48
Þrír endar hjá Verzlingum! Það verður seint sagt um sýninguna Welcome to the Jungle að hún sé dæmigerð eða fyrirsjáanleg og oft er dansað á línunni hvað ýmsa hluti varðar, án þess þó að farið sé yfir hana. Eitt af því sem ekki samræmist almennum leikhúsvenjum er að á söngleiknum eru þrír endar, góður, slæmur og pólitískur endir. Menning 13.10.2005 18:48
Röskva vann mann af Vöku Sú óvenjulega staða er komin upp í Stúdentaráði HÍ eftir kosningar í gær að enginn listi hefur hreinan meirihluta. Listi Vöku, sem gjarnan er kenndur við hægrimenn, tapaði manni til Röskvu, gjarnan kenndri við vinstri menn, þannig að báðir listar fengu fjóra menn. Háskólalistinn hélt sínum manni og er því kominn í oddaaðstöðu. Innlent 13.10.2005 15:32
Samstarfi við SHÍ slitið Slitnað hefur upp úr samstarfi Stúdentaráðs Háskóla Íslands og námsmannahreyfinganna Bandalags íslenskra námsmanna (BÍSN), Iðnnemasambands Íslands (INSÍ) og Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) í kjölfar lánasjóðsfundar síðastliðinn föstudag. Innlent 13.10.2005 18:45
Allir fengu hyasintu Tæplega 90 nemendur voru útskrifaðir úr Borgarholtsskóla um helgina. Fengu allir hýasintu vioð útskriftina í tilefni jólanna. Lífið 13.10.2005 15:13
Samstarfsverkefni sagt gleymt Samstarfsverkefni Fjölmenntar og Geðhjálpar er "algjörlega í uppnámi," að sögn Helga Jósefssonar verkefnisstjóra. Fjármunir til vorannar eru ekki fyrir hendi og engin loforð þar um. Innlent 13.10.2005 15:13
Mótmæla hækkun skráningargjalda Nemendafélög ríkisháskólanna hafa sent frá sér ályktanir og verið með heilsíðuauglýsingar í dagblöðum til þess að mótmæla því að skráningargjöld í skólunum verði hækkuð um 13.500 krónur. Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis og verður það tekið til atkvæðagreiðslu klukkan hálftvö í dag. Innlent 13.10.2005 15:08
50% fleiri strákar mjög slakir Helmingi fleiri strákar en stúlkur í tíunda bekk eru mjög slakir í stærðfræði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum PISA-könnunarinnar. Um 6% drengja hafa litla sem enga kunnáttu í stærðfræði en aðeins tæp 3% stúlkna. Innlent 13.10.2005 15:08
Styrkja íslenskukennslu erlendis Nú styrkja íslensk stjórnvöld kennslu í íslensku við 17 erlenda háskóla, að því er fram kemur í Stiklum, vefriti um menningar- og landkynningarmál. Innlent 13.10.2005 15:06
Andakílsskóli verði lagður niður Samkvæmt skýrslu Háskólans á Akureyri, sem unnin var fyrir sameiningarnefnd sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar um skólamál, er hagkvæmast að leggja Andakílsskóla niður. Nemendum af svæðinu verði þess í stað ekið í skóla í Borgarnesi. Innlent 13.10.2005 15:06
Breytt dagsetning samræmdra prófa Dagsetningum samræmdra lokaprófa í 10. bekk næstkomandi vor hefur verið breytt vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á skólahaldi í grunnskólum í haust. Röð prófanna hefur einnig að nokkru leyti verið breytt frá því sem áður var tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Innlent 13.10.2005 15:01
Sitja ekki við sama borð? Um 200 nemendur, nýútskrifaðir úr grunnskóla, höfðu samband við menntamálaráðuneytið í haust vegna þess að þeir fengu ekki inngöngu í framhaldsskóla. Aðstoðaði ráðuneytið þá við að fá inngöngu í skóla og fengu þeir allir inni. Það sama gildir ekki um þá sem voru aftur að hefja framhaldsskólanám eftir hlé. Innlent 13.10.2005 14:57
HÍ tekur við nýnemum Háskóli Íslands hefur ákveðið að taka við umsóknum um skólavist á vormisseri 2005. Síðastliðið vor var gripið til sparnaðaraðgerða og meðal þeirra var að taka ekki nýja nemendur inn í skólann á miðju háskólaári, þ.e. um áramót. Innlent 13.10.2005 14:57
Formaður SHÍ fagnar lækkuninni Formaður Stúdentaráðs fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka endurgreiðslubyrði námslána um eitt prósentustig. Fyrir nýútskrifaðan háskólastúdent með 250 þúsund krónur á mánuði samsvarar þetta þrjátíu þúsund krónum á ári. Innlent 13.10.2005 14:56
Endurgreiðslubyrði námslána lækkuð Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá því í ávarpi sínu til kjördæmisþings Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi að sátt hefði náðst milli stjórnarflokkanna um að lækka endurgreiðsluhlutfall námslána úr 4,75 prósentum af tekjum í 3,75 prósent. Þetta á við um ný lán og greiðslur af gömlum lánum eftir að frumvarp þessa efnis tekur gildi. Innlent 13.10.2005 14:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent