Reykjavík Hjólreiðamaður ekinn niður við Kringlumýrarbraut Hjólreiðamaður var ekinn niður á fjölförnum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í morgunumferðinni. Ökumaður náði atvikinu á myndavél og vonast til að geta náð til hjólreiðamannsins sem hann vonar að hafi ekki orðið meint af. Innlent 20.10.2022 11:20 Rún nýr samskiptastjóri Veitna Rún Ingvarsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Veitna. Rún kemur inn í teymi sérfræðinga sakskipta- og samfélags hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem er móðurfélag Veitna. Viðskipti innlent 20.10.2022 10:01 Ákærður fyrir grófa nauðgun í bíl Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa nauðgað konu í bíl í Reykjavík. Ákærði beitti konuna einnig ítrekað fleira ofbeldi á meðan atvikið átti sér stað. Innlent 20.10.2022 08:05 Leggja niður starfsemi bókabílsins Borgarbókasafnið leggur til að starfsemi bókabílsins verði lögð niður. Bíllinn er orðin 22 ára gamall og myndi það kosta um hundrað milljónir króna að endurnýja hann. Innlent 20.10.2022 06:29 Reif sig úr að ofan á veitingastað Lögreglan ók manni heim í gær eftir að kvartað var undan hegðun hans inni á veitingastað. Meðal annars hafði maðurinn rifið sig úr að ofan. Innlent 20.10.2022 06:16 Lóðirnar sem hljóta fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022 Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 voru veittar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, miðvikudaginn 19. október. Reykjavíkurborg veitir árlega viðurkenningar fyrir fallegar stofnana- , fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir og fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum. Lífið 19.10.2022 15:30 Heimaleikjabann Víkinga fellt niður Ekkert verður af fyrsta heimaleikjabanninu í sögu íslensks fótbolta, sem Víkingur Reykjavík átti að sæta, því áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úrskurð þess efnis úr gildi. Íslenski boltinn 19.10.2022 14:55 Ekki frítt í stæði fyrir rafmagnsbíla frá og með áramótum Reglur sem veita rétt til þess að leggja rafmagns- og metan-bílum endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík falla úr gildi um áramótin. Ekki er lengur talin þörf á slíkum ívilnunum. Innlent 19.10.2022 14:27 Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. Innlent 19.10.2022 09:10 Strákar á speglinum tilkynna einelti Nokkrir strákar sem voru bendlaðir við ofbeldi þegar nöfn þeirra voru krotuð á spegil í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa kvartað til skólans vegna eineltis. Skólinn hefur óskað eftir því að utanaðkomandi teymi taki málin til meðferðar. Innlent 19.10.2022 06:58 Samþykkja að styrkja rafíþróttir Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu um að veita íþróttafélögum sem eru með rafíþróttadeildir styrk á næsta ári til fjárhagsáætlanargerðar. Um er að ræða tuttugu milljóna króna sem verja á til íþróttafélaganna. Innlent 18.10.2022 20:34 Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. Innlent 18.10.2022 19:42 Hefur áhyggjur af vinum sínum í þungri vímuefnaneyslu á meðan borgin gerir ekkert Heimilislausir karlmenn segja borgina ekki hafa veitt þeim nein svör eða brugðist við fyrirséðum vanda þeirra í vetur á nokkurn hátt. Þeir kalla eftir því að neyðarskýli verði opin á daginn og neituðu að fara úr einu slíku í morgun til að vekja athygli á málstað sínum. Innlent 18.10.2022 16:35 Reykjavíkurborg fær rafmagn frá N1 N1 rafmagn ehf. mun sjá Reykjavíkurborg fyrir rafmagni næstu tvö árin, frá og með áramótum. Rafmagnskaup borgarinnar færast frá dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur sem er í meirihlutaeigu borgarinnar. Viðskipti innlent 18.10.2022 15:15 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. Innlent 18.10.2022 14:28 Skipverjinn féll útbyrðis og drukknaði Skipverji sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík féll frá borði báts síns og drukknaði. Umfangsmikil leit hófst að honum eftir að bátur hanns fannst mannlaus, strandaður við Engey. Innlent 18.10.2022 13:32 Ekki bara slagsmál heldur einbeitt árás til að skaða Ekkert okkar hefur farið varhluta af fréttum um aukið ofbeldi meðal ungmenna og fjölgun stunguárása. Lögregla gaf nýverið út yfirlýsingu þar sem hún lýsti áhyggjum yfir auknum vopnaburði meðal ungmenna í miðbæ Reykjavíkur. Skoðun 18.10.2022 12:01 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. Innlent 18.10.2022 09:33 Ríkið sniðgengur börn af erlendum uppruna búsett í Reykjavík Borgarstjórn mun ræða í dag um samræmda móttöku Reykjavíkurborgar á flóttafólki. Fáir sáu fyrir að ráðist yrði inni í fullvalda ríki í Evrópu á 21. öld – atburður með engum fyrirsjáanleika verður að veruleika en samt þurfa löndin í Evrópu að vera viðbúin, tilbúin kallinu þegar það kemur. Skoðun 18.10.2022 09:31 Hefur verið veikur í mörg ár vegna myglu í Fossvogsskóla: „Hann hefur náð einum vetri í skóla“ Móðir drengs í Fossvogsskóla segir son sinn hafa veikst aftur eftir að skólastarfi var hleypt aftur af stað þar í byrjun þessa skólaárs. Mygla í skólahúsnæði er að verða eitthvert stærsta vandamál sem Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir. Innlent 18.10.2022 07:01 Játaði að hafa ætlað að bana karlmanni með þrívíddarbyssu Ingólfur Kjartansson, tvítugur karlmaður, gekkst í morgun við því að hafa ætlað að bana karlmanni í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti í febrúar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi og krafðist saksóknari tíu ára dóms. Innlent 17.10.2022 16:52 „Ég segi það bara hreint út, þetta er stórt vandamál“ Á annan tug leik- og grunnskóla á landinu glíma nú við mygluvandamál, sem sviðsstjóri Reykjavíkurborgar segir eitt það stærsta sem borgin glími við. Hún rekur vandann aftur til niðurskurðar í viðhaldsmálum eftir hrun. Innlent 17.10.2022 15:31 Natasha S. hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Rithöfundurinn Natasha S. hlaut í dag bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið Máltaka á stríðstímum sem kemur í verslanir í dag. Menning 17.10.2022 14:27 Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. Sport 17.10.2022 06:44 Öllum hljóðfærum Steinunnar stolið: Býðst til að borga þjófinum og baka súkkulaðiköku fyrir hann Öllum hljóðfærum tónlistarkonunnar Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur var stolið úr hljóðveri sem hún leigir með nokkrum vinum sínum í dag. Hún segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt og lofar ríkulegum fundarlaunum verði hljóðfærunum skilað. Innlent 16.10.2022 21:24 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. Innlent 16.10.2022 21:15 Hafði afskipti af ungmennum vegna þjófnaðar en var sjálfur handtekinn Starfsmaður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í dag eftir að hafa haft afskipti af ungmennum sem grunuð voru um þjófnað. Innlent 16.10.2022 18:14 Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. Innlent 16.10.2022 13:40 Þola kylfingar á Kjalarnesi ekki smá skítalykt? Formaður Bændasamtaka Íslands spyr sig af hverju það megi ekki vera öðru hvori skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Spurningin er sett fram í ljósi þess að kjúklinga og svínabændur á Kjalarnesi eru að berjast fyrir því að stækka starfsemi sína en það gengur illa því kylfingar vilja ekki skítalykt af búunum yfir golfvöllinn. Innlent 16.10.2022 13:05 Til skoðunar að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan velferðarnefndar Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir öllum brugðið að heyra fréttir af þessu tagi og að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan nefndarinnar. Innlent 16.10.2022 13:01 « ‹ 153 154 155 156 157 158 159 160 161 … 334 ›
Hjólreiðamaður ekinn niður við Kringlumýrarbraut Hjólreiðamaður var ekinn niður á fjölförnum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í morgunumferðinni. Ökumaður náði atvikinu á myndavél og vonast til að geta náð til hjólreiðamannsins sem hann vonar að hafi ekki orðið meint af. Innlent 20.10.2022 11:20
Rún nýr samskiptastjóri Veitna Rún Ingvarsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Veitna. Rún kemur inn í teymi sérfræðinga sakskipta- og samfélags hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem er móðurfélag Veitna. Viðskipti innlent 20.10.2022 10:01
Ákærður fyrir grófa nauðgun í bíl Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa nauðgað konu í bíl í Reykjavík. Ákærði beitti konuna einnig ítrekað fleira ofbeldi á meðan atvikið átti sér stað. Innlent 20.10.2022 08:05
Leggja niður starfsemi bókabílsins Borgarbókasafnið leggur til að starfsemi bókabílsins verði lögð niður. Bíllinn er orðin 22 ára gamall og myndi það kosta um hundrað milljónir króna að endurnýja hann. Innlent 20.10.2022 06:29
Reif sig úr að ofan á veitingastað Lögreglan ók manni heim í gær eftir að kvartað var undan hegðun hans inni á veitingastað. Meðal annars hafði maðurinn rifið sig úr að ofan. Innlent 20.10.2022 06:16
Lóðirnar sem hljóta fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022 Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 voru veittar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, miðvikudaginn 19. október. Reykjavíkurborg veitir árlega viðurkenningar fyrir fallegar stofnana- , fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir og fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum. Lífið 19.10.2022 15:30
Heimaleikjabann Víkinga fellt niður Ekkert verður af fyrsta heimaleikjabanninu í sögu íslensks fótbolta, sem Víkingur Reykjavík átti að sæta, því áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úrskurð þess efnis úr gildi. Íslenski boltinn 19.10.2022 14:55
Ekki frítt í stæði fyrir rafmagnsbíla frá og með áramótum Reglur sem veita rétt til þess að leggja rafmagns- og metan-bílum endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík falla úr gildi um áramótin. Ekki er lengur talin þörf á slíkum ívilnunum. Innlent 19.10.2022 14:27
Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. Innlent 19.10.2022 09:10
Strákar á speglinum tilkynna einelti Nokkrir strákar sem voru bendlaðir við ofbeldi þegar nöfn þeirra voru krotuð á spegil í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa kvartað til skólans vegna eineltis. Skólinn hefur óskað eftir því að utanaðkomandi teymi taki málin til meðferðar. Innlent 19.10.2022 06:58
Samþykkja að styrkja rafíþróttir Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu um að veita íþróttafélögum sem eru með rafíþróttadeildir styrk á næsta ári til fjárhagsáætlanargerðar. Um er að ræða tuttugu milljóna króna sem verja á til íþróttafélaganna. Innlent 18.10.2022 20:34
Mála hönd Danakonungs bláa og minna á að Íslendingar búi við „úrelta stjórnarskrá“ Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur. Innlent 18.10.2022 19:42
Hefur áhyggjur af vinum sínum í þungri vímuefnaneyslu á meðan borgin gerir ekkert Heimilislausir karlmenn segja borgina ekki hafa veitt þeim nein svör eða brugðist við fyrirséðum vanda þeirra í vetur á nokkurn hátt. Þeir kalla eftir því að neyðarskýli verði opin á daginn og neituðu að fara úr einu slíku í morgun til að vekja athygli á málstað sínum. Innlent 18.10.2022 16:35
Reykjavíkurborg fær rafmagn frá N1 N1 rafmagn ehf. mun sjá Reykjavíkurborg fyrir rafmagni næstu tvö árin, frá og með áramótum. Rafmagnskaup borgarinnar færast frá dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur sem er í meirihlutaeigu borgarinnar. Viðskipti innlent 18.10.2022 15:15
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. Innlent 18.10.2022 14:28
Skipverjinn féll útbyrðis og drukknaði Skipverji sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík féll frá borði báts síns og drukknaði. Umfangsmikil leit hófst að honum eftir að bátur hanns fannst mannlaus, strandaður við Engey. Innlent 18.10.2022 13:32
Ekki bara slagsmál heldur einbeitt árás til að skaða Ekkert okkar hefur farið varhluta af fréttum um aukið ofbeldi meðal ungmenna og fjölgun stunguárása. Lögregla gaf nýverið út yfirlýsingu þar sem hún lýsti áhyggjum yfir auknum vopnaburði meðal ungmenna í miðbæ Reykjavíkur. Skoðun 18.10.2022 12:01
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. Innlent 18.10.2022 09:33
Ríkið sniðgengur börn af erlendum uppruna búsett í Reykjavík Borgarstjórn mun ræða í dag um samræmda móttöku Reykjavíkurborgar á flóttafólki. Fáir sáu fyrir að ráðist yrði inni í fullvalda ríki í Evrópu á 21. öld – atburður með engum fyrirsjáanleika verður að veruleika en samt þurfa löndin í Evrópu að vera viðbúin, tilbúin kallinu þegar það kemur. Skoðun 18.10.2022 09:31
Hefur verið veikur í mörg ár vegna myglu í Fossvogsskóla: „Hann hefur náð einum vetri í skóla“ Móðir drengs í Fossvogsskóla segir son sinn hafa veikst aftur eftir að skólastarfi var hleypt aftur af stað þar í byrjun þessa skólaárs. Mygla í skólahúsnæði er að verða eitthvert stærsta vandamál sem Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir. Innlent 18.10.2022 07:01
Játaði að hafa ætlað að bana karlmanni með þrívíddarbyssu Ingólfur Kjartansson, tvítugur karlmaður, gekkst í morgun við því að hafa ætlað að bana karlmanni í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti í febrúar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi og krafðist saksóknari tíu ára dóms. Innlent 17.10.2022 16:52
„Ég segi það bara hreint út, þetta er stórt vandamál“ Á annan tug leik- og grunnskóla á landinu glíma nú við mygluvandamál, sem sviðsstjóri Reykjavíkurborgar segir eitt það stærsta sem borgin glími við. Hún rekur vandann aftur til niðurskurðar í viðhaldsmálum eftir hrun. Innlent 17.10.2022 15:31
Natasha S. hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Rithöfundurinn Natasha S. hlaut í dag bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið Máltaka á stríðstímum sem kemur í verslanir í dag. Menning 17.10.2022 14:27
Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. Sport 17.10.2022 06:44
Öllum hljóðfærum Steinunnar stolið: Býðst til að borga þjófinum og baka súkkulaðiköku fyrir hann Öllum hljóðfærum tónlistarkonunnar Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur var stolið úr hljóðveri sem hún leigir með nokkrum vinum sínum í dag. Hún segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt og lofar ríkulegum fundarlaunum verði hljóðfærunum skilað. Innlent 16.10.2022 21:24
Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. Innlent 16.10.2022 21:15
Hafði afskipti af ungmennum vegna þjófnaðar en var sjálfur handtekinn Starfsmaður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í dag eftir að hafa haft afskipti af ungmennum sem grunuð voru um þjófnað. Innlent 16.10.2022 18:14
Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. Innlent 16.10.2022 13:40
Þola kylfingar á Kjalarnesi ekki smá skítalykt? Formaður Bændasamtaka Íslands spyr sig af hverju það megi ekki vera öðru hvori skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Spurningin er sett fram í ljósi þess að kjúklinga og svínabændur á Kjalarnesi eru að berjast fyrir því að stækka starfsemi sína en það gengur illa því kylfingar vilja ekki skítalykt af búunum yfir golfvöllinn. Innlent 16.10.2022 13:05
Til skoðunar að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan velferðarnefndar Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir öllum brugðið að heyra fréttir af þessu tagi og að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan nefndarinnar. Innlent 16.10.2022 13:01