Reykjavík

Fréttamynd

„Meiri harka í þessum glæpaheimi”

Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Karl­maður skotinn í mið­bænum í nótt

Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ölvun og læti í borginni í nótt

Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt og þá sérstaklega í miðborginni þar sem fólk var úti að skemmta sér. Sjö gistu fangageymslur í nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Endur­­heimti stolið hjól hálfu ári síðar þökk sé Hjóla­hvíslaranum

Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Jónsson, sem varð fyrir því óláni að rafmagnshjólinu hans var stolið fyrir um hálfu ári síðan, er afar þakklátur manninum sem komst á snoðir um staðsetningu hjólsins og kom því aftur í hendur eigandans, upp á eigin spýtur. Um er að ræða Bjartmar Leósson, sem hefur unnið sér inn sæmdarheitið Hjólahvíslarinn meðal þakklátra hjólaeigenda sem hafa fyrir hans tilstuðlan endurheimt stolin hjól.

Lífið
Fréttamynd

„Sam­fylkingunni ber að lúta lands­lögum“

Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 

Innlent
Fréttamynd

„Það verður partý í kvöld, það verður veisla“

Einn eigenda skemmtistaðarins Priksins er spenntur fyrir því að geta haft opið til klukkan eitt í nótt, en reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanir á sóttvarnatakmörkunum tekur gildi á miðnætti. Þrátt fyrir þakklæti fyrir auka klukkustund má heyra á veitingamönnum að þeir telji tilslakanir ganga frekar hægt.

Innlent
Fréttamynd

Betri borg fyrir dýr

Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Dómur fyrir nauðgun á kvenna­salerni stað­­festur en bætur lækkaðar

Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm yfir Reebar Abdi Mohammed, 34 ára karlmanni frá Kúrdistan, fyrir nauðgun. Reebar var dæmdur fyrir að nauðga konu á kvennasalernisbás skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar 2019. Miskabætur til konunnar voru lækkaðar úr þremur milljónum króna í tvær með dómi Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Grafa kom snjóplóg til bjargar á Tjörninni

Það blés ekki byrlega fyrir starfsmanni Reykjavíkurborgar sem hætti sér á litlum snjóplóg út á ísilagða Tjörnina í Reykjavík í morgun. Tjörnin er ekki aðeins ísilögð heldur er þar heljarinnar lag af snjó sem til stóð að rýma. Væntanlega til að fólk gæti rennt sér á skautum.

Innlent
Fréttamynd

Meintur skotmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið karl og konu með skammbyssu í Grafarholti í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hinn maðurinn sem talinn er tengjast árásinni verður að líkindum leiddur fyrir dómara síðar í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.

Innlent