Reykjavík Tuttugu vistmenn á Vernd komnir í sóttvarnahús eftir að tveir greindust Tveir vistmenn á áfangaheimilinu Vernd greindust með Covid-19 um helgina. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sóttvarnahús auk átján annarra vistmanna sem komnir eru í sóttkví. Starfsfólk Verndar er jafnframt komið í heimasóttkví. Innlent 17.8.2021 11:08 Heitavatnslaust í Vesturbæ Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa eflaust margir orðið þess varir í morgunsárið að það er heitavatnslaust í bæjarhlutanum. Innlent 17.8.2021 06:45 Þrír menn handteknir á lokuðu hafnarsvæði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um þrjá menn á lokuðu hafnarsvæði í póstnúmeri 104. Voru þeir handteknir grunaðir um húsbrot og vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknarhagsmuna. Innlent 17.8.2021 06:11 Krefst varanlegra úrbóta vegna ólyktar í Grafarvogi Íbúar Grafavogs eru orðnir langþreyttir á ólykt sem leggur yfir hverfið að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún krefst þess að fundin verði varanleg lausn á vandanum. Innlent 16.8.2021 21:02 Afhjúpuðu nýjan rafmagnsbíl á Háskólatorgi Team Spark, kappaksturs- og hönnunarlið Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag nýjan rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveirufaraldursins. Innlent 16.8.2021 19:50 Sveitarfélögin setji leiðbeiningar um frekari takmarkanir innan skólastarfs Í dag voru tæplega 400 börn í sóttkví vegna smita sem komu upp á leikskólum og frístundaheimilum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur vinnur nú að leiðbeiningum í samstarfi við önnur sveitarfélög og Almannavarnir til að fækka smitum innan skóla og frístundaheimila. Innlent 16.8.2021 18:59 Trúði ekki eigin augum þegar piltur ógnaði þeim með hníf Auði Jónsdóttur rithöfundi brá heldur betur í brún um helgina þegar hversdagslegar aðstæður við Drekann hjá Káratorgi í miðbæ Reykjavíkur tóku skyndilega á sig ógnvænlega mynd. Innlent 16.8.2021 16:12 Ekkert heitt vatn í Vesturbænum í nótt og á morgun Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur mega búa sig undir heitavatnsleysi í nótt og á morgun. Starfsfólk Veitna hefst handa í nótt við að tengja nýja hitaveitulögn fyrir Landspítala háskólasjúkrahús við stofnlögnina sem flytur heitt vatn í Vesturbæ Reykjavíkur. Innlent 16.8.2021 10:39 Reikna með að gefa um tíu þúsund skammta í dag Bólusetningar í Laugardalshöll í Reykjavík verða teknar upp á ný eftir sumarfrí í dag. Bólusett verður næstu fjóra daga milli klukkan 10 og 15. Innlent 16.8.2021 09:04 Sóttkvíarbrjótur strauk úr sóttvarnahúsi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um strok úr sóttvarnahúsi. Um var að ræða einstakling sem átti að vera í sóttkví en hann fannst skömmu síðar og var fylgt aftur í sóttvarnahús. Innlent 16.8.2021 06:12 Konu hrint niður stiga Konu var hrint niður stiga á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gær. Hún fékk höfuðhögg og var meðvitundarlítil þegar lögregla kom á vettvang, og var flutt á bráðadeild. Ekki er vitað um ástand hennar núna. Innlent 15.8.2021 07:28 Allur leikskólinn sendur í sóttkví Öll börn og allt starfsfólk leikskólans Álftaborg í Safamýri í Reykjavík hafa verið send í sóttkví eftir að smit kom upp hjá einum starfsmanni leikskólans. Innlent 14.8.2021 11:28 Fjórum sinnum dýrara fyrir miðbæjarbúa að leggja bíl við heimili sitt Tæplega fjórum sinnum dýrara verður fyrir íbúa miðbæjarins að leggja bíl í grennd við heimili sín en áður, eftir að gjöld hækka fyrir íbúakort. Íbúar eru ekki á eitt sáttir við hækkunina. Innlent 13.8.2021 23:19 Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða. Lífið 13.8.2021 20:01 Klóra sér í hausnum eftir nóttina og fiska eftir svörum Viðskiptavinir rafskútuleigunnar Hopp vissu ekki á hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir sáu dauða fiska á sex mismunandi farartækjum. Málið hefur vakið mikla athygli á meðal forvitinna netverja sem leita nú að veraldlegum skýringum. Lífið 13.8.2021 15:15 Brauð & Co opnar bílalúgu á Laugavegi Brauð & Co hyggst opna nýja verslun í húsnæði Skeljungs við Laugaveg 180 í haust. Þar verður meðal annars boðið upp á afgreiðslu á brauði í gegnum bílalúgu, sem telst nýjung á Íslandi. Viðskipti innlent 13.8.2021 11:05 Þriðjungur sjúklinga á Vogi og Vík óbólusettur SÁÁ hóf í þessari viku að aðstoða óbólusetta og hálfbólusetta skjólstæðinga sína við að fara í bólusetningu. Innlent 13.8.2021 10:36 Ferðir á leiðum 19 og 31 falla niður vegna smita og sóttkvíar Allar ferðir hafa verið felldar niður á leið 31 í dag. Sumar ferðir falla einnig niður fyrir hádegi á leið 19. Innlent 13.8.2021 07:27 Áskilja sér rétt til að endurskoða áform sín eða krefjast bóta Forsvarsmenn fasteignafélagsins Reita áskilja sér rétt til að endurskoða uppbyggingaráform á svokölluðum Orkureit ef Reykjavíkurborg heldur fast í þau áform að reisa fimm smáhýsi fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs í Laugardalnum. Innlent 13.8.2021 07:09 Ók fyrirtækjabíl á kyrrstæða bifreið Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um að ekið hefði verið á kyrrstæða bifreið í Laugardal. Ökumaðurinn fór af vettvangi og fannst ekki við leit en vitni náði skráningarnúmeri bílsins, sem reyndist skráð á fyrirtæki. Innlent 13.8.2021 06:25 Maðurinn er fundinn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir í kvöld fannst heill á húfi. Innlent 12.8.2021 22:55 74 ára göngugarpur nálgast þrjú þúsund ferðir á Úlfarsfell Sigmundur Stefánsson, 74 ára göngugarpur, viðurkennir að göngur sínar á Úlfarsfell séu orðnar að hálfgerðri áráttu. Hann hefur gengið á topp fjallsins yfir 2.700 sinnum. Lífið 12.8.2021 20:38 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 12.8.2021 14:13 Selur innbúið úr kynlífsherberginu: „Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Innbú úr sérhönnuðu kynlífsherbergi er nú til sölu. Mikill áhugi er á herlegheitunum en kostnaðarverð hlutanna hleypur á hálfri milljón. Eigandi herbergisins segir þörf á sambærilegu athvarfi og vill opna á umræðu um kynlíf. Innlent 11.8.2021 19:17 Öll greind sýni hafa reynst neikvæð Hátt í 120 íbúar svokallaðra öryggisíbúða á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi voru í dag skimaðir fyrir kórónuveirunni, eftir að sex íbúar í nokkrum húsanna greindust með kórónuveiruna. Stærstu meirihluti niðurstaðna liggur nú fyrir og hefur enginn bæst í hóp smitaðra. Innlent 11.8.2021 17:27 Bjarni Guðjóns nýr framkvæmdastjóri KR Bjarni Guðjónsson er kominn aftur í KR þar sem hann hefur verið sem leikmaður, þjálfari og aðstoðarþjálfari á síðustu árum. Aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur ráðið Bjarna Guðjónsson sem næsta framkvæmdastjóra félagsins. Íslenski boltinn 11.8.2021 14:46 Ekkert bendi til saknæms athæfis í máli manns sem lést í haldi lögreglu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekkert benda til þess að neitt saknæmt hafi átt sér stað þegar maður lést í haldi lögreglu aðfaranótt 1. ágúst. Innlent 11.8.2021 12:11 Konráð selur sérsmíðaðan kynlífsleikvöll á hálfa milljón „Ég hef alveg prófað þetta sjálfur og þetta er bara mjög gaman, ég skil ekki af hverju þetta er svona mikið tabú.“ segir Konráð Logn Haraldsson eigandi fyrirtækisins Sexroom.is í samtali við Vísi. Lífið 11.8.2021 11:00 Starfsemi Listaháskólans á einum stað í Tollhúsinu Listaháskóli Íslands fær Tollhúsið í Reykjavík undir starfsemi sína sem hefur verið dreifð í nokkrar byggingar vítt og breitt um borgina til þessa. Aðgerðin er hluti af áætlun sem ríkisstjórnin kynnti til að efla skapandi greinar í gær. Innlent 11.8.2021 10:59 Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. Innlent 11.8.2021 10:52 « ‹ 246 247 248 249 250 251 252 253 254 … 334 ›
Tuttugu vistmenn á Vernd komnir í sóttvarnahús eftir að tveir greindust Tveir vistmenn á áfangaheimilinu Vernd greindust með Covid-19 um helgina. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sóttvarnahús auk átján annarra vistmanna sem komnir eru í sóttkví. Starfsfólk Verndar er jafnframt komið í heimasóttkví. Innlent 17.8.2021 11:08
Heitavatnslaust í Vesturbæ Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa eflaust margir orðið þess varir í morgunsárið að það er heitavatnslaust í bæjarhlutanum. Innlent 17.8.2021 06:45
Þrír menn handteknir á lokuðu hafnarsvæði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um þrjá menn á lokuðu hafnarsvæði í póstnúmeri 104. Voru þeir handteknir grunaðir um húsbrot og vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknarhagsmuna. Innlent 17.8.2021 06:11
Krefst varanlegra úrbóta vegna ólyktar í Grafarvogi Íbúar Grafavogs eru orðnir langþreyttir á ólykt sem leggur yfir hverfið að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún krefst þess að fundin verði varanleg lausn á vandanum. Innlent 16.8.2021 21:02
Afhjúpuðu nýjan rafmagnsbíl á Háskólatorgi Team Spark, kappaksturs- og hönnunarlið Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag nýjan rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveirufaraldursins. Innlent 16.8.2021 19:50
Sveitarfélögin setji leiðbeiningar um frekari takmarkanir innan skólastarfs Í dag voru tæplega 400 börn í sóttkví vegna smita sem komu upp á leikskólum og frístundaheimilum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur vinnur nú að leiðbeiningum í samstarfi við önnur sveitarfélög og Almannavarnir til að fækka smitum innan skóla og frístundaheimila. Innlent 16.8.2021 18:59
Trúði ekki eigin augum þegar piltur ógnaði þeim með hníf Auði Jónsdóttur rithöfundi brá heldur betur í brún um helgina þegar hversdagslegar aðstæður við Drekann hjá Káratorgi í miðbæ Reykjavíkur tóku skyndilega á sig ógnvænlega mynd. Innlent 16.8.2021 16:12
Ekkert heitt vatn í Vesturbænum í nótt og á morgun Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur mega búa sig undir heitavatnsleysi í nótt og á morgun. Starfsfólk Veitna hefst handa í nótt við að tengja nýja hitaveitulögn fyrir Landspítala háskólasjúkrahús við stofnlögnina sem flytur heitt vatn í Vesturbæ Reykjavíkur. Innlent 16.8.2021 10:39
Reikna með að gefa um tíu þúsund skammta í dag Bólusetningar í Laugardalshöll í Reykjavík verða teknar upp á ný eftir sumarfrí í dag. Bólusett verður næstu fjóra daga milli klukkan 10 og 15. Innlent 16.8.2021 09:04
Sóttkvíarbrjótur strauk úr sóttvarnahúsi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um strok úr sóttvarnahúsi. Um var að ræða einstakling sem átti að vera í sóttkví en hann fannst skömmu síðar og var fylgt aftur í sóttvarnahús. Innlent 16.8.2021 06:12
Konu hrint niður stiga Konu var hrint niður stiga á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gær. Hún fékk höfuðhögg og var meðvitundarlítil þegar lögregla kom á vettvang, og var flutt á bráðadeild. Ekki er vitað um ástand hennar núna. Innlent 15.8.2021 07:28
Allur leikskólinn sendur í sóttkví Öll börn og allt starfsfólk leikskólans Álftaborg í Safamýri í Reykjavík hafa verið send í sóttkví eftir að smit kom upp hjá einum starfsmanni leikskólans. Innlent 14.8.2021 11:28
Fjórum sinnum dýrara fyrir miðbæjarbúa að leggja bíl við heimili sitt Tæplega fjórum sinnum dýrara verður fyrir íbúa miðbæjarins að leggja bíl í grennd við heimili sín en áður, eftir að gjöld hækka fyrir íbúakort. Íbúar eru ekki á eitt sáttir við hækkunina. Innlent 13.8.2021 23:19
Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða. Lífið 13.8.2021 20:01
Klóra sér í hausnum eftir nóttina og fiska eftir svörum Viðskiptavinir rafskútuleigunnar Hopp vissu ekki á hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir sáu dauða fiska á sex mismunandi farartækjum. Málið hefur vakið mikla athygli á meðal forvitinna netverja sem leita nú að veraldlegum skýringum. Lífið 13.8.2021 15:15
Brauð & Co opnar bílalúgu á Laugavegi Brauð & Co hyggst opna nýja verslun í húsnæði Skeljungs við Laugaveg 180 í haust. Þar verður meðal annars boðið upp á afgreiðslu á brauði í gegnum bílalúgu, sem telst nýjung á Íslandi. Viðskipti innlent 13.8.2021 11:05
Þriðjungur sjúklinga á Vogi og Vík óbólusettur SÁÁ hóf í þessari viku að aðstoða óbólusetta og hálfbólusetta skjólstæðinga sína við að fara í bólusetningu. Innlent 13.8.2021 10:36
Ferðir á leiðum 19 og 31 falla niður vegna smita og sóttkvíar Allar ferðir hafa verið felldar niður á leið 31 í dag. Sumar ferðir falla einnig niður fyrir hádegi á leið 19. Innlent 13.8.2021 07:27
Áskilja sér rétt til að endurskoða áform sín eða krefjast bóta Forsvarsmenn fasteignafélagsins Reita áskilja sér rétt til að endurskoða uppbyggingaráform á svokölluðum Orkureit ef Reykjavíkurborg heldur fast í þau áform að reisa fimm smáhýsi fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs í Laugardalnum. Innlent 13.8.2021 07:09
Ók fyrirtækjabíl á kyrrstæða bifreið Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um að ekið hefði verið á kyrrstæða bifreið í Laugardal. Ökumaðurinn fór af vettvangi og fannst ekki við leit en vitni náði skráningarnúmeri bílsins, sem reyndist skráð á fyrirtæki. Innlent 13.8.2021 06:25
Maðurinn er fundinn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir í kvöld fannst heill á húfi. Innlent 12.8.2021 22:55
74 ára göngugarpur nálgast þrjú þúsund ferðir á Úlfarsfell Sigmundur Stefánsson, 74 ára göngugarpur, viðurkennir að göngur sínar á Úlfarsfell séu orðnar að hálfgerðri áráttu. Hann hefur gengið á topp fjallsins yfir 2.700 sinnum. Lífið 12.8.2021 20:38
Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 12.8.2021 14:13
Selur innbúið úr kynlífsherberginu: „Það á ekki að dæma fólk fyrir það sem það gerir í svefnherberginu“ Innbú úr sérhönnuðu kynlífsherbergi er nú til sölu. Mikill áhugi er á herlegheitunum en kostnaðarverð hlutanna hleypur á hálfri milljón. Eigandi herbergisins segir þörf á sambærilegu athvarfi og vill opna á umræðu um kynlíf. Innlent 11.8.2021 19:17
Öll greind sýni hafa reynst neikvæð Hátt í 120 íbúar svokallaðra öryggisíbúða á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi voru í dag skimaðir fyrir kórónuveirunni, eftir að sex íbúar í nokkrum húsanna greindust með kórónuveiruna. Stærstu meirihluti niðurstaðna liggur nú fyrir og hefur enginn bæst í hóp smitaðra. Innlent 11.8.2021 17:27
Bjarni Guðjóns nýr framkvæmdastjóri KR Bjarni Guðjónsson er kominn aftur í KR þar sem hann hefur verið sem leikmaður, þjálfari og aðstoðarþjálfari á síðustu árum. Aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur ráðið Bjarna Guðjónsson sem næsta framkvæmdastjóra félagsins. Íslenski boltinn 11.8.2021 14:46
Ekkert bendi til saknæms athæfis í máli manns sem lést í haldi lögreglu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekkert benda til þess að neitt saknæmt hafi átt sér stað þegar maður lést í haldi lögreglu aðfaranótt 1. ágúst. Innlent 11.8.2021 12:11
Konráð selur sérsmíðaðan kynlífsleikvöll á hálfa milljón „Ég hef alveg prófað þetta sjálfur og þetta er bara mjög gaman, ég skil ekki af hverju þetta er svona mikið tabú.“ segir Konráð Logn Haraldsson eigandi fyrirtækisins Sexroom.is í samtali við Vísi. Lífið 11.8.2021 11:00
Starfsemi Listaháskólans á einum stað í Tollhúsinu Listaháskóli Íslands fær Tollhúsið í Reykjavík undir starfsemi sína sem hefur verið dreifð í nokkrar byggingar vítt og breitt um borgina til þessa. Aðgerðin er hluti af áætlun sem ríkisstjórnin kynnti til að efla skapandi greinar í gær. Innlent 11.8.2021 10:59
Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. Innlent 11.8.2021 10:52