
Reykjavík

Björk getur loksins haldið tónleikana sína í Reykjavík
„Það gleður okkur að staðfesta að tónleikaserían Björk Orekstral - Live From Reykjavík getur loksins farið fram í Eldborgarsal Hörpu á dögunum 11., 24., 31. október og 15. nóvember,“ segir í nýrri tilkynningu frá Senu.

Reyndu að taka refinn og koma honum í Húsdýragarðinn
Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni.

Gestir á kosningavöku Pírata greindust með Covid-19
Tveir gestir sem sóttu kosningavöku Pírata á kjördag greindust í gær með Covid-19. Smitrakningarteymið hefur haft samband við gesti sem þurfa að fara í sóttkví vegna þessara tilfella.

Ekki færri íbúðir í byggingu síðan 2017
Áframhaldandi samdráttur er í byggingu nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI). Ekki hafa verið færri íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í mars 2017.

Eldur í íbúðablokk við Háaleitisbraut
Tilkynning barst um eldsvoða í íbúðablokk við Háaleitisbraut í Reykjavík um klukkan sjö í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að eldur hafi kviknað í þvottahúsi út frá þurrkara.

Formaður borgarráðs um lokun skotsvæðisins á Álfsnesi: „Við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga“
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra í Reykjavík, segist slegin yfir því að skotæfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi hafi verið lokað fyrirvaralaust í gær.

Leikskólapláss fyrir 340 börn í fjórum nýjum leikskólum
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á fót nýja leikskóla við Eggertsgötu, Nauthólsveg, Barónsstíg og í Vogabyggð. Leikskólarnir verða svokallaðar Ævintýraborgir í færanlegu húsnæði.

Æfðu samskipti sigmanns og þyrlunnar í Sundahöfn
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var við æfingar í Sundahöfn í morgun þar sem sérstaklega voru æfð samskipti sigmanns og þyrlunnar.

Lét öllum illum látum á slysadeild
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mjög æstan mann á slysadeild Landspítalans. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota
Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Skotsvæðinu í Álfsnesi lokað fyrirvaralaust
Skotfélagi Reykjavíkur var í dag gert að stöðva alla starfsemi á skotvelli félagsins í Álfsnesi þegar í stað. Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum.

Stöðva þurfti sýningu Níu lífa í 25 mínútur vegna bilunar
Gera þurfti 25 mínútna hlé á sýningu Níu lífa vegna bilunar hringsviðsins í Borgarleikhúsinu. Tæknimenn hússins brugðust skjótt og fagmannlega við bilun og björguðu málunum. Tjón var ekki tilfinnanlegt.

Stal senunni með ítrekuðu bjórþambi á kosningavöku
Óhætt er að segja að stemmningin hafi verið góð á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Hilton Nordica á Suðurlandsbraut í dag. Þar flæddu eðal guðaveigar eins og Sálin söng í lagi sínu Sódóma.

Ók á þrjá bíla og missti framdekkið undan bílnum
Ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt eftir að hann hafði ekið á þrjá bíla og misst annað framdekkið undan bíl sínum. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur.

Þrír handteknir vegna líkamsárásar í Árbæ
Þrír karlmenn voru handteknir á tólfta tímanum í gærkvöldi grunaðir um líkamsárás í Árbæ. Mennirnir eru nú vistaðir í fangageymslum lögreglu fyrir rannsókn málsins. Einn maður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar fyrir vistun en ekki er vitað um áverka.

Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík
Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu.

Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en Miðflokkurinn tapaði manni
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur.

Kári Árna fagnar titlinum á kosningakvöldi: „Við náðum að klára okkar og ég vona að minn flokkur nái að klára sitt“
„Þetta er bara lyginni líkast og eitthvað sem við bjuggumst ekki við svona snemma í ferlinu, en við erum búnir að klára þetta og ánægjan eftir því.“

Alsæla í Fossvogi: „Búin að bíða drullulengi eftir þessu“
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Fossvoginum þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn í 30 ár. Stuðningsmenn líktu sigrinum við alsælu og sögðu erfiða þrjá áratugi að baki.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur R. - Leiknir R. 2-0| Víkingur Reykjavík Íslandsmeistari 2021
Víkingur vann Leikni 2-0. Markahæsti leikmaður mótsins Nikolaj Hansen gerði fyrsta markið og lagði upp það seinna.Víkingur Reykjavík er Íslandsmeistari árið 2021. Þetta var sjötti Íslandsmeistaratitil Víkings og sá fyrsti í 30 ár.

Eftir fyrstu umferðina trúði ég að við gætum orðið Íslandsmeistarar
Víkingur Reykjavík varð Íslandsmeistari í dag eftir 30 ára bið. Víkingur lagði Leikni 2-0 og tryggðu sjötta Íslandsmeistaratitil félagsins.Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum þegar hann var tekinn á tal í fagnaðarlátunum eftir leik.

Eitthvað borið á erfiðleikum með rafræn ökuskírteini í Reykjavík
Borið hefur á einhverjum erfiðleikum með að staðreyna rafræn ökuskírteini kjósenda sem hafa vísað þeim fram á kjörstöðum í Reykjavík í morgun. Oddviti yfirkjörstjórnar segist þó ekki hafa heyrt af neinum verulegum vandkvæðum.

Handtekinn á Seltjarnarnesi grunaður um fjölda afbrota
Einn þriggja ungra karlmanna sem voru handteknir á Seltjarnarnesi í nótt er grunaður um hótanir, líkamsárás, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar lögreglu í nótt.

Ánægja með göngugötur eykst á milli ára
Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna.

Grínuðust með meinta öfgastefnu Ásmundar Einars
Hvað er málið með þennan frambjóðanda sem er mættur hérna til skora okkur á hólm, hugsuðu bresku stjörnurnar...

Víkingar munu skanna hraðprófskóðann við innganginn á morgun
Það er búist við troðfullri Vík á morgun þegar Víkingar geta tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í þrjátíu ár.

Bein útsending: Útför Jóns Sigurðssonar
Útför Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra, seðlabankastjóra og formanns Framsóknarflokksins, verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.

Vildi ekki þiggja aðstoð eftir umferðarslys en sagðist sár eftir líkamsárás
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðarslys í miðborginni um kvöldmatarleytið í gær. Þar hafði bifreið verið bakkað á mann sem var að ganga yfir götu. Maðurinn vildi enga aðstoð þiggja, að því segir í tilkynningu lögreglu, en sagðist finna til í öllum skrokknum vegna líkamsárásar sem hann hafði orðið fyrir skömmu.

„Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“
Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana.

Prúðbúnir Verzlingar stigu langþráðan dans í Hörpu
Nemendur á þriðja ári í Verslunarskóla Íslands héldu peysufatadaginn hátíðlega í dag með því að stíga dans í Hörpu.