Reykjavík

Fréttamynd

Gekk fimm daga fram yfir og fær ekki fæðingarorlof

Vera Sjöfn Ólafsdóttir og Stefan Lees eignuðust sitt fyrsta barn í lok desember. Þau fluttu til landsins í sumar frá Englandi þar sem Vera lauk námi í júní. Hún gekk aftur á móti fimm daga fram yfir settan dag sem gerði það að verkum að hún á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum sem námsmaður. Þess í stað á hún rétt á um áttatíu þúsund krónum á mánuði í sex mánuði sem foreldri utan vinnumarkaðar. Það er um hundrað þúsund krónum minna á mánuði en hún fengi sem námsmaður. Stefan, sem er erlendur ríkisborgari en hefur unnið samfleytt hér á landi frá því í september, á ekki rétt á neinu orlofi.

Innlent
Fréttamynd

Skotinn til bana fyrir utan heimili sitt

Karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti síðastliðna nótt. Karlmaður er í haldi lögreglu í tenglsum við málið. 

Innlent
Fréttamynd

Mannslát í Reykjavík til rannsóknar og einn í haldi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slasaðan karlmann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði í Reykjavík. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. 

Innlent
Fréttamynd

„Æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás“

„Við sátum ekki auðum höndum meðan það var lokað. Við héldum fullt af streymistónleikum og brugðum á leik en ekkert jafnast á við mannlega hluta Priksins, daglegt líf og umstang,“ segir Geoffrey Huntington-Williams, einn eigenda skemmtistaðarins Priksins í miðbæ Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

Á von á að málum staðanna í mið­bænum ljúki með sekt

Víða var fullbókað á veitingastöðum í miðborginni í gær, fyrstu helgina sem krár og skemmtistaðir fengu að taka úr lás eftir rúmlega fjögurra mánaða lokun. Tveir veitingastaðir eiga von á sekt vegna brota á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Innlent
Fréttamynd

Festu kaup á fasteign Sóltúns

Reginn hf., eitt stærsta fasteignafélag landsins, gekk frá kaupum á 90 prósenta hlut í félaginu Sóltúni fasteign ehf. sem á fasteign hjúkrunarheimilisins Sóltúns við samnefnda götu í Reykjavík. Um þetta er fjallað í tilkynningu sem fylgdi ársreikningi Regins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Harður árekstur og skemmdarverk í ráðhúsinu

Lögregla var kölluð á vettvang um kl. 21 í gærkvöldi eftir að bifreið var ekið á vegrið á Bústaðavegi með þeim afleiðingum að hún kastaðist yfir á rangan vegarhelming og framan á aðra bifreið.

Innlent
Fréttamynd

Tveir veitingastaðir eiga mögulega von á sektum

Einn veitingastaður má búast við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum annars vegar og brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald annars vegar. Annar veitingstaður verður hugsanlega kærður fyrir brot á sóttvarnalögum.

Innlent
Fréttamynd

Ítalía auglýst til sölu

Rekstur Veitingahússins Ítalíu hefur verið auglýstur til sölu. Um er að ræða einn rótgrónasta veitingastað landsins. Á Fasteignavef Vísis kemur fram að eftir þrjátíu ára farsælan rekstur hafi þeir Tino og Fabio ákveðið að rétta nýjum aðilum keflið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tjónið í HÍ metið á annan milljarð króna

Sérfræðingar hafa áætlað að tjónið vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í janúar sé á annan milljarð króna. Er meðal annars horft til mikilla skemmda á húsgögnum og raflögnum við mat á tjóninu.

Innlent
Fréttamynd

Enginn Ösku­dagur í Kringlunni í ár

Engin skipulögð dagskrá verður í Kringlunni á Öskudag og sælgæti verður heldur ekki í boði í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar fyrir börn í nammileit. Stefnt var að því að börn í nammileit yrðu boðin velkomin og dagskrá yrði fyrir þau en svo verður ekki.

Innlent
Fréttamynd

Olíumengun í Elliðaánum

Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fengu í dag tilkynningu um olíumengun í Elliðaánum. Þá barst olía út í árnar úr frárennsli fyrir ofan stíflu Árbæjarmegin í Elliðaárdalnum.

Innlent
Fréttamynd

Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna

Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir.

Innlent
Fréttamynd

Til hamingju með Ráð­gjafar­stofu inn­flytj­enda

Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað.

Skoðun
Fréttamynd

Göngu­maður ökkla­brotnaði í Esjunni

Talið er að maður sem var á göngu Esjunni hafi ökklabrotnað síðdegis í gær. Í pósti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynning um slysið hafi borist um stundarfjórðungi yfir fimm í gær.

Innlent
Fréttamynd

Að­gengi fyrir börn af er­lendum upp­runa

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin.

Skoðun
Fréttamynd

Mótmæltu brottvísun Uhunoma

Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi.

Innlent